Saga - 2020, Page 150
stríðinu 1848–1850. Þar koma viðhorf Íslendinga til Danmerkur og
„bræðra“ þeirra, Dana, skýrt fram. Þar má nefna Bjarna Thorsteins -
son amtmann Vesturamts, dómkirkjuprestinn í Reykjavík, Ásmund
Jónsson (Johnsen) og Þórð Sveinbjörnsson „jústitiarius“. Eins sýnir
hinn almenni Íslendingur, bændur, ekkjur, prestar, prófastar, hús-
konur, vinnuhjú og áfram má telja, samstöðu með Dönum með því
að gefa til söfnunarinnar. Greint verður frá söfnuninni sjálfri í Vestur -
amti, tilurð hennar og niðurstöðum en skjöl tengd henni, skýrslur,
kvittanir, dreifibréf og fleira er að finna í skjalasafni amtmanns
Vesturamts sem geymt er í Þjóðskjalasafni.
Virðing, bræðralag og samkennd
Frá miðri tuttugustu öld hefur sú söguskoðun verið áberandi að
Danir hafi farið illa með Íslendinga; einveldið og einokunin hafi
leikið þjóðina grimmt og Danir skeytt lítið um Íslendingana.2 Því er
þó ekki að neita að Ísland og kannski helst íslenska tungan naut
virðingar í Danmörku, hið minnsta meðal stjórnvalda og konungs.
Danir voru jafnvel stoltir af því að „eiga“ Ísland. Skipti þar nokkru
máli að saga þeirra sjálfra var skrifuð í íslensku (norrænu) handritin
sem Íslendingar varðveittu svo vel.3
Að sama skapi voru Íslendingar stoltir af því að tilheyra Dana-
ríki og lofsömuðu konung sinn, jafnvel þeir sem börðust gegn ýmsu
í stjórn Dana á Íslandi voru konungshollir og litu jákvæðum augum
á samband Íslendinga og Dana. Sem dæmi má nefna þá sem börðust
helst gegn einokunarversluninni og eins þá sem börðust fyrir því að
íslenska tungumálið ætti að nota innan stjórnsýslunnar á Íslandi í
stað dönsku. Eggert Ólafsson (1726–1768), upphafsmaður íslenskrar
þjóðernisvitundar og föðurlandsvinur, Magnús Stephensen (1762–
1833) dómstjóri og Jón Sigurðsson (1811–1879) forseti eru dæmi um
konungsholla menn sem voru sáttir við það að heyra undir Dana -
konung þótt þeir hafi gagnrýnt ýmislegt í stjórnarfari hans.4
kristjana vigdís ingvadóttir148
Kristjana Vigdís Ingvadóttir, Þrautseigja og mikilvægi íslenskrar tungu (Reykjavík:
Sögufélag, væntanleg).
2 Gunnar Þór Bjarnason, Hinir útvöldu: Sagan af því þegar Ísland varð sjálfstætt ríki
árið 1918 (Reykjavík: Sögufélag, 2018), 194.
3 Sjá umfjöllun um dönsk áhrif á Íslandi á átjándu og nítjándu öld: Kristjana
Vigdís Ingvadóttir, Þrautseigja og mikilvægi íslenskrar tungu, 2., 4. og 5. kafli.
4 Um afstöðu Eggerts og Magnúsar gagnvart konunginum sjá m.a.: Kristjana