Saga - 2020, Page 153
Thorsteinsson amt maður í Vesturamti út dreifibréf til íbúa amtsins
sem er ívið lengra en bréf tvíeykisins frá Reykjavík. Afstaða Bjarna
kemur þar bersýnilega fram en hann fjallar ítarlegar um stríðið,
ástæður þess og það „órjettlæti og ofríki“ sem Danir voru að kljást
við. Það virðist því óhætt að segja að þeir Þórður, Ásmundur og
Bjarni hefðu ekki verið hrifnir af því að Íslendingar gerðu uppreisn
eða krefðust sjálfstæðis frá Dönum og „okkar góða konúngi“. Af -
staða þeirra til stjórnvalda í Danmörku og stjórnar Dana yfir Íslandi
virðist því vera sú sama og Jóns Sigurðssonar; þeir hafi ekki séð
mikið að því að vera undir stjórn Dana.
Í bréfi sínu biður Bjarni sýslumenn í amtinu að standa fyrir söfn-
un í hverri sýslu en áður rekur hann ástæðurnar fyrir söfnuninni þar
sem afstaða hans til stríðsins og stöðu Íslendinga innan Danaríkis
kemur skýrt fram. Segir hann stríðið hafa byrjað á uppreisn „innbúa
í hertogadæmunum, Slesvik, Holsetulandi, og nú rjett nýlega í
Láen borg“. Það hái þeir „móti þeirra rjetta landsherra, okkar góða
konúngi, jafnvel þó en danska ríkisstjórn hafi áður boðið þeim slík
kjör og rjettindi, er ei alt of mjög skertu ennar dönsku þjóðar gagn
og virðingu“. Hann lætur ekki þar við sitja því skoðun hans á upp-
reisn hertogadæmanna kemur skýrt fram í næstu setningu: „Þetta
fyrirtæki hafa þeir byrjað og framað með svikum, lygi og ýmis -
legum óhróður um Dani“. Hann dáist að Dönum fyrir að gefast ekki
upp og segir að „þessi samheldnis — andi þjóðarinnar hefir sýnt sig
meðal annars og svo í því, að mikill fjöldi af úngum mönnum, þar á
meðal nokkrir af löndum okkar, hefir fríviljuglega geingið í stríð
þeitta“. Bjarni leggur áherslu á að Íslendingar séu af sama þjóðerni
og Danir og að þeir hafi notið margs góðs „af Danmerkur konúng-
um“. Hann lofsamar síðustu tvo konunga sem hafi sýnt Íslandi mik-
inn áhuga og gert vel við þjóðina og segir að „þó mörgum hjer í
landi nú hafi dottið í hug, og sumstaðar sje farið að skipta samtök til
að vera ei leingur öldungis afskiptalaus af þessu stríði“ sé það eðli-
legt að Íslendingar geri sitt til að hjálpa. Það geti þeir gert með því
að safna fé.
Dreifibréf Þórðar og Ásmundar er skrifað á svipuðum nótum og
bréf Bjarna þar sem þeir tala um að „bræður okkar Danir“ hafi „bar-
ist sem hetjur, til að reka af höndum sér rángsleitinn ágáng“ and -
stæð inga sinna. Þeir skrifa að nú gefist Íslendingum kostur á að
hjálpa Dönum eins og þeir hafi hjálpað Íslendingum áður og minn-
ast þannig söfnunarinnar vegna Skaftáreldanna 1783–1785. Í báðum
bréfum kemur fram að þrátt fyrir fátækt Íslendinga ætti að vera
stríð dana við þjóðverja 151