Saga - 2020, Qupperneq 155
Jóns Sigurðssonar forseta, gaf tvo ríkisbankadali.15 Bóndinn Jón
Finnsson í Fagurey gaf svo til að mynda rúmlega tvo ríkisbankadali
á meðan héraðslæknirinn í Snæfellsnessýslu, Eduard Constantin
Lind, gaf átta. Framlag Arnfinns Gíslasonar bónda á Úlfarsfelli fólst
í ull. Árni Ólafsson Thorlacius, hreppstjóri Helgafellssveitar og
umboðshaldari, gaf sjálfur 20 ríkisbankadali. Þannig bárust sem
dæmi 157 ríkisbankadalir og 92 skildingar úr Helgafellssveit16 en
34 ríkisbankadalir og 70 skildingar söfnuðust í Staðarhólshreppi í
Dalasýslu.17 Úr Barðastrandarsýslu allri virðast hafa borist 93 ríkis -
bankadalir og 62 skildingar.18 Hér hlýtur því að eiga við orðatil -
tækið margt smátt gerir eitt stórt þar sem hvert framlag skipti máli.
Árið 1850 var gefin út skýrsla um söfnunina í Vesturamti þar
sem tekin eru saman nöfn þeirra sem gáfu fé ásamt upphæð hverrar
gjafar. Skýrslan var gefin út til þess að auglýsa vel hverjir gáfu, „gjaf -
ara hverjum til verðskuldaðs sóma“. Auglýsingin virðist hafa skipt
miklu máli fyrir gefendurna.19 Skýrslan byggir á þeim fjölmörgu
listum sem sýslumenn og hreppstjórar sendu amtinu yfir gjafir og
gefendur í hverjum hreppi. Eins eru í safninu reikningar og kvittanir
er tengjast söfnuninni bæði frá landfógeta og svo frá nefndinni
sjálfri. Í heildarskýrslunni kemur fram að í Vesturamti hafi safnast
1.904 ríkisbankadalir og 26 skildingar fyrir Dani frá alls 2.701
stríð dana við þjóðverja 153
15 ÞÍ. Vesturamt. B/154-12. Skýrsla um gjafir, sem skotið hefur verið saman, í
Vesturamtinu, til aðstoðar hinum særðu, og munaðarleysíngjum hinna föllnu,
í stríði Dana við Þjóðverja, á árunum 1848-1849 (prentuð), Ísafjarðarsýsla,
Auðkúluhreppur, 22.
16 ÞÍ. Vesturamt. B/154-14. Listi yfir gefendanna nöfn, stand og heimili í
Helgafellssveit í Snæfellsnessýslu, undirritað af A. O. Thorlacius hreppstjóra
og umboðshaldara.
17 ÞÍ. Vesturamt. B/154-15. Listi yfir Gefendanna nöfn, stand og heimili frá
Staðarhóls-hrepp innan Dala Sýslu. Undirritað af C. Magnúsen sýslumanni í
Dalasýslu.
18 ÞÍ. Vesturamt. B/154-14. Listi yfir þá góðhjörtuðu Barðastrandasýslu innbúa,
sem góðfúslega hafa gjöfum saman skotið til að bæta úr nauðsýn vorra kjæru
bræðra dana, er særast í stríðinu, sem yfir stendur við þjóðverja, og þeirra
munaðarlausu ekkjur og börn er þeir föllnu eptir skilja. 25. júlí 1849. Undirritað
af Brynjólfi Svenzon sýslumanni.
19 ÞÍ. Vesturamt. B/154-12. Dreifibréf Þ. Sveinbjörnssonar og Á. Johnsen, 1. júlí
1848. Í heildarskýrslunni fyrir Vesturamt kemur einnig fram hjá Bjarna amt-
manni að hann hafi ítrekað lofað því í bréfum til sýslumannanna að gerð yrðu
nákvæm skil fyrir gjöfunum sem bárust.