Saga - 2020, Blaðsíða 159
DRAUMADAGBÓK SÆMUNDAR HÓLM. Már Jónsson bjó til prent-
unar. Bókaútgáfan Sæmundur. Selfossi 2019. 304 bls. Myndir, nafna- og
atriðaorðaskrár.
Sæmundur Magnússon Hólm (1749−1821) „… batt eigi / bagga sína / sömu
hnútum / og samferða menn“ segir í erfiljóði Bjarna Thorarensen eftir Sæ -
mund (sjá Bjarni Thorarensen, Kvæði (1884), 80). Hann þótti sérvitur og und-
arlegur í háttum, einkum hin síðari ár þegar hann var prestur á Helgafelli.
Þar átti hann í útistöðum og málaferlum við nágranna sína á Snæfellsnesi
og yfirmenn. Lífshlaup Sæmundar fram að því er hann vígðist til prests á
Helgafelli, fertugur að aldri, var óvenjulegt á margan hátt. Að loknu námi
við latínuskólann í Skálholti var hann gerður að djákna á Kirkjubæjar -
klaustri þar sem hann þjónaði skamma hríð áður en hann hélt til Kaup -
manna hafnar til náms. Hann lauk prófi í guðfræði en stundaði einnig nám
í myndlist við listaskólann í Kaupmannahöfn við góðan orðstír, hlaut verð -
laun og ýmsar viðurkenningar frá kennurum sínum auk meðmælabréfa og
lofsamlegra ummæla frá valdamönnum í Kaupmanna höfn. Mun hann hafa
verið fyrsti Íslendingur inn sem lagði stund á háskólanám í myndlist. Það
átti þó ekki fyrir Sæmundi að liggja að helga sig list sinni, til þess var hann
of fátækur og hefur skort fjárhagslegt liðsinni velunnara. Hann flutti heim
til Íslands að lokinni 15 ára dvöl í Danmörku og gerðist prestur á Snæfells -
nesi. Þrátt fyrir þetta liggur heilmikið eftir Sæmund af teikningum, landa-
kortum með landfræðilegum lýsingum auk fræðilegra skrifa af ýmsu tagi
sem sagt er frá í inngangi að útgáfu ritsins sem fjallað er um hér, Draumabók
Sæmundar Hólm sem Már Jónsson bjó til útgáfu.
Greinargott yfirlit er yfir ævi Sæmundar Hólm í inngangi að útgáfunni
sem skiptist í nokkra kafla. Fjallað er um æskuár og uppvöxt Sæ mundar,
meðal annars um vægast sagt óskemmtilega reynslu úr Skálholts skóla sem
fólst í ítrekuðu kynferðislegu ofbeldi af hendi annars skólapilts. Þetta hafði
greinilega djúpstæð áhrif á Sæmund enda rekur hann veikindi sem hrjáðu
hann síðar til þessa ofbeldis eins og sjá má í sjúkrasögu hans sem samin var
á dönsku og birt er í bókinni (201, sjá einnig bls. 20). Kafli um árin í Kaup -
manna höfn þar sem Sæmundur dvaldi við nám og störf um 15 ára bil er
athyglisverður. Það er auðséð að hann hefur verið efnilegur listamaður að
margra manna áliti (sjá t.d. 24−25) en fjárhagslegt basl og mótlæti báru hann
ofurliði. Þá eru tveir kaflar um embættisár Sæmundar á Helgafelli, aðstæður
hans þar, deilur og málaferli og að lokum kafli um handrit og aðferðir við
útgáfu.
Útgefandi leggur ekki út af draumum Sæmundar og það gerir drauma -
maðurinn sjálfur ekki heldur, að minnsta kosti ekki í draumadagbókinni
R I T D Ó M A R