Saga - 2020, Side 161
Fylgitextarnir eru a) sjúkrasaga Sæmundar á dönsku, b) dagbók frá árinu 1789,
c) staðarúttekt á Helgafelli frá 1790 ásamt sendibréfum varðandi staða málin
og d) draumavísur sem varðveittar eru í öðru handriti en draumadagbókin
(eða draumadagbækurnar). Hér hefði gjarnan mátt bæta við ævi ágripi því sem
Sæmundur tók saman 1789 og minnst er á í inngangi (13). Það er mjög stuttur
texti, gefinn út í bók Matthíasar Þórðarsonar, Íslenzkir listamenn (1920, 23), en
hefði sómt sér vel með áðurnefndum textum í Drauma dagbók Sæmundar Hólm.
Aftur á móti sé ég ekki hvað draumar séra Jóns Steingrímssonar eldklerks
(265−281) hafa með málið að gera en útgefandi prentar þá upp úr ævisögu
Jóns „svo sem til samanburðar við drauma Sæmundar“ (70). Saman burður
draumaskráninga Sæmundar við frásögur af draumförum annarra gæti svo
sem verið rannsóknarefni út af fyrir sig en er það ekki í þessari útgáfu.
Sérstakur kafli er í inngangi um handrit og frágang texta eins og jafnan
er í textaútgáfum úr handritum. Þar eru þó ófáar klausur sem ættu miklu
frekar heima í öðrum köflum, til dæmis kaflanum „Draumar á bók“ (59−70).
Efnisgrein um dagbækur án drauma (72−73) er dæmi um slíkt. Annað dæmi
er frásögn um draumaskráningar Samuels Taylors Coleridge (73). Þá má
nefna efnisgrein um tilgang Sæmundar með draumaskráningunum (74) og
kafla um notkun Gísla Konráðssonar á draumadagbók Sæmundar og vit-
neskju Þorvalds Thoroddsens um bókina (76−78).
Útgefandi greinir frá aðferð sinni við uppskrift textanna, þeir séu gefnir út
„orðrétt og stafsetning samræmd til nútímahorfs“ en haldið í orðmyndir
(82−83). Þessi aðferð er algeng við útgáfu á síðari alda textum og hentar vafa-
laust flestum lesendum mun betur en stafréttar útgáfur og gamlar orðmyndir
halda ákveðnu fornu yfirbragði yfir textanum sem þó truflar ekki lestur. Þá
nefnir útgefandi að nokkur „sérkenni Sæmundar [fái] líka að njóta sín“ og til-
tekur meðal annars „ekkirt“, „eg“, „þókti“ og „ásókti“ (83). Þetta eru ekki sér-
kenni Sæmundar eins heldur allalgengur ritháttur í átjándu og nítjándu aldar
textum. Þá er villa í einni heimildaskráningu: „Handritavefur Landsbóka -
safns–Háskólabókasafns og Stofnunar Árna Magnússonar, hand rit.is“ stendur
í heimildaskrá undir „Vefheimildir“ (93). Þarna vantar að nefna þriðju stofnun -
ina sem stendur að handritaskránni sem er Árnasafn í Kaupmannahöfn.
Frágangur útgáfunnar er til fyrirmyndar, umbrot smekklegt, myndum
haganlega fyrir komið og bókarkápan er falleg (hönnuðar er ekki getið á
kreditsíðu). Brotið er hentugt í hendi og rímar vel við brotakenndan texta
draumadagbókarinnar. Formáli rithöfundarins Sjóns, „Annað líf Sæmundar
Hólm“ (7−10), er heillandi lesning og góð hugmynd að hafa hann með.
Draumadagbók Sæmundar Hólm ásamt fylgitextum er áhugavert rit sem
fjallar um óvenjulegt efni og birtir allsérstæða texta sérkennilegs manns.
Útgáfan er spennandi viðbót við þær síðari alda textaútgáfur sem hafa litið
dagsins ljós hin síðustu ár og gefur innsýn ekki aðeins í draumaheim Sæ -
mundar Hólm heldur einnig menningarsögu þjóðarinnar.
Þórunn Sigurðardóttir
ritdómar 159