Saga


Saga - 2020, Side 161

Saga - 2020, Side 161
Fylgitextarnir eru a) sjúkrasaga Sæmundar á dönsku, b) dagbók frá árinu 1789, c) staðarúttekt á Helgafelli frá 1790 ásamt sendibréfum varðandi staða málin og d) draumavísur sem varðveittar eru í öðru handriti en draumadagbókin (eða draumadagbækurnar). Hér hefði gjarnan mátt bæta við ævi ágripi því sem Sæmundur tók saman 1789 og minnst er á í inngangi (13). Það er mjög stuttur texti, gefinn út í bók Matthíasar Þórðarsonar, Íslenzkir listamenn (1920, 23), en hefði sómt sér vel með áðurnefndum textum í Drauma dagbók Sæmundar Hólm. Aftur á móti sé ég ekki hvað draumar séra Jóns Steingrímssonar eldklerks (265−281) hafa með málið að gera en útgefandi prentar þá upp úr ævisögu Jóns „svo sem til samanburðar við drauma Sæmundar“ (70). Saman burður draumaskráninga Sæmundar við frásögur af draumförum annarra gæti svo sem verið rannsóknarefni út af fyrir sig en er það ekki í þessari útgáfu. Sérstakur kafli er í inngangi um handrit og frágang texta eins og jafnan er í textaútgáfum úr handritum. Þar eru þó ófáar klausur sem ættu miklu frekar heima í öðrum köflum, til dæmis kaflanum „Draumar á bók“ (59−70). Efnisgrein um dagbækur án drauma (72−73) er dæmi um slíkt. Annað dæmi er frásögn um draumaskráningar Samuels Taylors Coleridge (73). Þá má nefna efnisgrein um tilgang Sæmundar með draumaskráningunum (74) og kafla um notkun Gísla Konráðssonar á draumadagbók Sæmundar og vit- neskju Þorvalds Thoroddsens um bókina (76−78). Útgefandi greinir frá aðferð sinni við uppskrift textanna, þeir séu gefnir út „orðrétt og stafsetning samræmd til nútímahorfs“ en haldið í orðmyndir (82−83). Þessi aðferð er algeng við útgáfu á síðari alda textum og hentar vafa- laust flestum lesendum mun betur en stafréttar útgáfur og gamlar orðmyndir halda ákveðnu fornu yfirbragði yfir textanum sem þó truflar ekki lestur. Þá nefnir útgefandi að nokkur „sérkenni Sæmundar [fái] líka að njóta sín“ og til- tekur meðal annars „ekkirt“, „eg“, „þókti“ og „ásókti“ (83). Þetta eru ekki sér- kenni Sæmundar eins heldur allalgengur ritháttur í átjándu og nítjándu aldar textum. Þá er villa í einni heimildaskráningu: „Handritavefur Landsbóka - safns–Háskólabókasafns og Stofnunar Árna Magnússonar, hand rit.is“ stendur í heimildaskrá undir „Vefheimildir“ (93). Þarna vantar að nefna þriðju stofnun - ina sem stendur að handritaskránni sem er Árnasafn í Kaupmannahöfn. Frágangur útgáfunnar er til fyrirmyndar, umbrot smekklegt, myndum haganlega fyrir komið og bókarkápan er falleg (hönnuðar er ekki getið á kreditsíðu). Brotið er hentugt í hendi og rímar vel við brotakenndan texta draumadagbókarinnar. Formáli rithöfundarins Sjóns, „Annað líf Sæmundar Hólm“ (7−10), er heillandi lesning og góð hugmynd að hafa hann með. Draumadagbók Sæmundar Hólm ásamt fylgitextum er áhugavert rit sem fjallar um óvenjulegt efni og birtir allsérstæða texta sérkennilegs manns. Útgáfan er spennandi viðbót við þær síðari alda textaútgáfur sem hafa litið dagsins ljós hin síðustu ár og gefur innsýn ekki aðeins í draumaheim Sæ - mundar Hólm heldur einnig menningarsögu þjóðarinnar. Þórunn Sigurðardóttir ritdómar 159
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211

x

Saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.