Saga - 2020, Page 162
Una Margrét Jónsdóttir, GULLÖLD REVÍUNNAR. REVÍUR Á ÍS LANDI
1880–2015. FyRRA BINDI. Skrudda. Reykjavík 2019. 480 bls. Tilvísanir,
heimildaskrá, myndaskrá, nafnaskrá.
Bókin sem hér er ritdæmd er fyrri hluti áætlaðs tveggja binda verks um revíur
á Íslandi. Fyrir vikið hefur bókin ekki sjálfstæðan niðurstöðukafla eða saman-
tekt, bindinu lýkur einfaldlega á örstuttum eftirmála þar sem höfundur gerir
grein fyrir væntanlegu efni síðara bindis, meðal annars að þar birtist
niðurstöður rannsóknarinnar í heild. Þetta hefur nokkur áhrif á þá umfjöll un
sem hér fylgir. Undirtitill á kápu bókarinnar vísar í þessa heild: Revíur á Íslandi
1880–2015: Fyrra bindi. Á titilsíðu bókarinnar er undirtitillinn hins vegar Íslensk
revíusaga. Fyrri hluti: 1880–1957. Í formála höfundar, Unu Mar grétar Jóns -
dóttur, kemur fram að bæði þetta fyrra bindi og boðað framhald byggi á þátt-
aröðum sem fluttar voru í Ríkisútvarpinu árin 2009 og 2010 um Gullöld og
Silfuröld revíunnar. Viðfangsefni sem þetta er að sjálfsögðu vel fallið til þátta-
gerðar fyrir útvarp þar sem hljóðdæmi fá að njóta sín meðfram flutningi
skrifaðs texta. Og þar liggur líka sérsvið höfundar sem er þaulvön dagskrár-
gerðarkona til áratuga með víðfeðma þekkingu á tónlist og tónlistartengdum
sviðum menningarinnar. Viðlíka samspil þáttagerðar fyrir út varp og útgáfu
bóka má sjá í öðru tveggja binda verki sama höfundar, Allir í leik I–II sem
kom út á árunum 2009–2010 og fjallaði um barnaleiki með söngv um og texta.
Bókin Gullöld revíunnar hefst á stuttri forsögu þar sem fjallað er um upp-
runa orðsins revía og leikhúsformsins sem Una Margrét skilgreinir sem svo
í upphafi bókarinnar: „Revían er gamanleikur sem skopast að samtíma sín-
um, þekktum persónum í þjóðfélaginu og atburðum líðandi stundar, jafnvel
svo að stundum er um beitta ádeilu að ræða“ (13). Þótt Una Margrét nefni
ekki lög og söngtexta í þessari frumskilgreiningu bætir hún seinna við að
flestar einkennist revíur af söngvum og að það séu oft lögin sem lifi löngu
eftir að revíurnar og viðfangsefni þeirra eru öllum gleymdar.
Í þessu fyrra bindi verksins víkkar Una Margrét út hugtakið um gullöld
revíunnar sem áður var gjarnan notað yfir þriðja áratuginn annars vegar og
hins vegar fimmta áratuginn og fram á þann sjötta. Þrátt fyrir það lifa þessi
tvö tímabil í uppbyggingu bókarinnar og eru í raun hryggjarstykki hennar.
Umfjöllun um það sem Una Margrét nefnir fyrri gullöld hefst með 5. kafla
en fram að því eru ýmsir sprotar byrjaðir að dafna. Kaflar 3 og 4 taka fyrir
fyrsta og annan áratug tuttugustu aldarinnar. Hvor fyrir sig hefst á kafla um
stakar revíuvísur á sínu tímabili, það er gamansöngva „sem sungnir voru
fyrir áhorfendur á skemmtun eða gefnir út á prenti, en tilheyrðu ekki neinu
leikriti …“. Umfjöllun um slíkar gamanvísur heldur áfram í þeim köflum
sem á eftir fylgja.
Fyrstu tvo áratugi aldarinnar voru sýndar 11 íslenskar revíur, settar upp
á Patreksfirði, Dalvík og Seyðisfirði auk Reykjavíkur og Kaupmannahafnar.
ritdómar160