Saga - 2020, Síða 164
tímaverk að ræða heldur gerist fyrri hluti hennar um aldamótin 1900 en sá
síðari í framtíðinni, 100 árum síðar. Þar kemur fyrir rokklag sem að sínu
leyti boðar nýja tíma í skemmtanamenningu á Íslandi. Titill lokakafla bók-
arinnar er fengin úr lokasöng hennar, „Gullöld vor er gengin hjá“.
Þegar til kastanna kemur er bókin í raun skrá yfir þekktar revíur sem
samdar hafa verið og settar upp á Íslandi frá 1880–1957. Hverjum kafla
lýkur án samantektar eða greiningar en framsetning á öllum atriðum er
skipuleg og læsileg. Höfundur setur fram upplýsingar um hverja og eina
revíu á staðlaðan hátt. Fyrst er sagt frá revíunni og tilurð hennar almennum
orðum. Ef handrit eða aðrar heimildir þar um eru fyrirliggjandi er sögu -
þráður rakinn. Fjallað er um viðtökur verkanna og síðan er fjallað um höf-
und eða höfunda. Að lokum er fjallað um tónlist í verkinu eftir því sem
heimildir leyfa, bæði í texta og í töflu. Ef söngvar eru varðveittir er upphafs-
hending skráð í töflu, viðkvæði, höfundur lags, persóna sem flytur lagið í
verkinu, upphaflegt heiti lags og heimild. Persónur og leikendur eru skráðir
í rammagreinum auk þess sem fjallað er um einstaka leikara í tengslum við
valdar revíur.
Efni bókarinnar er gríðarlega áhugaverður og viðamikill þáttur hvers-
dags- og afþreyingarmenningar á Íslandi. Þessi 135 ár teygja sig í raun yfir
þrjár aldir, þá nítjándu, tuttugustu og hina nýbyrjuðu tuttugustu og fyrstu
öld. Forsaga revíunnar er rakin allt til árnýaldar en upphaf íslenskrar revíu-
sögu er samhliða þéttbýlisvæðingu Íslands og á sér stað á þeim vettvangi
auk gömlu höfuðborgarinnar við Eyrarsund. Jafnframt er hún þáttur í sögu
íslensks leikhúss og íslenskrar tónlistar, sem hefur gjarnan verið afskrifuð
sem afþreying. Í fyrra bindi revíusögu Íslands eftir Unu Margréti Jónsdóttur
hefur höfundur dregið saman og sett fram á skipulegan hátt gríðarlegt
magn upplýsinga um þennan stóra þátt í íslensku þjóðlífi frá 1880–1957.
Gullöld er orð að sönnu. Taldar eru til nærri hundrað revíur sem settar voru
upp. Söngvar sem gerð er grein fyrir, eftir því sem heimildir finnast, hlaupa
sjálfsagt á hundruðum. Ef maður gefur sér að markmið bókarinnar sé að
gefa sem næst tæmandi skráningu á þessum þætti skemmtana og listalífs
Íslendinga er ekki hægt að segja annað en að verkið sé vel heppnað bæði að
innihaldi og ytri gerð. Bókin er tvídálka, í harðspjöldum og stóru broti, alls
tæpar 500 blaðsíður.
Mikill fjöldi mynda setur sterkan svip á bókina, alls rúmlega 400 í
mynda skrá, og bætir það miklu við hið ritaða mál. Sérstaklega á þetta við
um myndir af uppsetningum eða leikarahópum í fullum skrúða og af aug -
lýsingaefni, leikskrám og öðru prentefni. Heimildaskrá er óvenjufjölbreytt
og skýr vitnisburður um hversu víða höfundur hefur leitað fanga. Auk
útgefinna bóka skiptist hún í fjölmarga flokka, þar á meðal revíu hand rit
(bæði í handritasöfnum og einkaeigu), leikskrár (sömuleiðis á söfnum eða í
einkaeigu), hljóðritanir og myndupptökur Ríkisútvarpsins og ómerktar
hljóðritanir, flestar í fórum höfundar. Tilvísanir aftanmáls telja rúmlega 30
ritdómar162