Saga


Saga - 2020, Síða 167

Saga - 2020, Síða 167
Þessi vinnubrögð eru góð og gild svo langt sem þau ná. En hér er einnig að finna alvarlegan meinbug á úrvinnslu efnisins. Viðtöl Jóns Viðars við þann fjölda heimildarmanna sem hann nefnir bæði í formála og víða í meg- inmáli, og eru flestir látnir, hljóta að teljast frumheimildir og það hefði vissu- lega verið fengur að hafa skrá um þau viðtöl í bókarlok og yfirlýsingu um að þau væru varðveitt, til dæmis hjá Leikminjasafni Íslands. Hins vegar tek- ur Jón Viðar það sérstaklega fram í formála að bókin sé „fyrst og fremst samin handa hinum almenna lesanda, fróðleiksfúsri alþýðu … Af því leiðir að ég hef hér sleppt, eins og mér frekast var unnt, því tilvísanakerfi sem sjálfsagt er að viðhafa í akademískum rannsóknum“. Þetta er miður því varla hefði það skaðað fróðleiksfúsa alþýðu að hafa tilvísanir, til dæmis aftanmálsgreinar; þeir lesa sem vilja, aðrir sleppa. Hins vegar hefði það stóraukið notagildi bókarinnar fyrir leiklistar fræðirann - sóknir framtíðarinnar á Íslandi ef stuðst hefði verið við akademísk vinnu- brögð að þessu leyti, svo uppfull sem bókin er af fróðleik. Hér hefur sagna - maðurinn í frásagnargleði sinni brugðið fæti fyrir fræðimanninn. Vandamálið sem leiklistarfræðin, og kannski þó einkum leiklistarsagn - fræðin, glímir við er að um leið og tjaldið fellur í lok leiksýningar er mikilvæg- asta heimildin um list leikarans, sýningin sjálf, horfin. Jafnvel þótt hún sé leikin aftur hefur eitthvað glatast. Um leið kemur eitthvað annað til. Leik sýningar eiga það nefnilega til að taka bragð af áhorfendum eins og allir leikarar þekkja mætavel og þar með verða til dæmis gagnrýnendur ávallt að hafa ákveðinn vara á þegar sagt er frá áhrifum sýningar og merkingu einstakra þátta hennar, það gæti verið breytingum undirorpið. Leikhús sagn fræð ingurinn styðst við lýsingar samtímamanna, blaðagagnrýni, misjafna að gæðum og skilningi og jafnvel ritaða með annarleg sjónarmið í huga, dægurflugur sem hafa ekkert með leiklistina sem slíka að gera. Í tilviki Jóns Viðars og bókar hans ber einnig að gæta að því að elstu sýningar sem hann fjallar um eru frá þriðja áratug síðastliðinnar aldar og jafnvel þótt samtímaheimildir væru hinar vönduðustu getur annað eins og smekkur tekið breytingum og þar þarf sagnfræðin að feta einstigið varlega ef sagnfræðingur á að vera dómbær á smekk gagnrýnanda fyrri tíma. Á þetta hefur Jón Viðar reyndar sjálfur bent í grein sinni í Andvara, 1. tbl. 1998 (138), þar sem hann segir okkur vera „komin að einu mesta vanda- máli í allri leiksöguritun, mati á gildi samtíða listdóma“. Þetta hefur Jón Viðar líka fjallað um í fil.lic.-ritgerð sinni og doktorsritgerð sinni sömuleiðis. Í viðtali við Jón Viðar sem Arnþór Helgason skrifaði og birtist í Morgun - blaðinu fyrir rúmum áratug bendir hann aftur á þennan vanda. Hann nefnir þar einmitt þrjá leikara sem sagt er frá í Stjörnum og stórveldi og segir að „alltof lítið [sé til] frá mönnum eins og Indriða Waage, Þorsteini Ö. Steph - ensen og Lárusi Pálssyni, sem voru burðarásar í nokkra áratugi um miðja síðustu öld. Enginn þeirra virðist hafa gert sér far um að halda saman heim- ildum um leiklistarstarf sitt“. Jón Viðar nefnir í sama viðtali Harald Björns - son sem greinilega safnaði miklu frá sínum ferli: ritdómar 165
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211

x

Saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.