Saga


Saga - 2020, Page 173

Saga - 2020, Page 173
áherslan á að draga fram samhljóm fræðanna, sýna hvernig margs konar ólík vísindi renndu stoðum undir sameiginlegan skilning. Það hafði þá nýskeð hrikt í hinum hefð bundnu stoðum með deilum um tímasetningu landnáms - ins og greinasafnið var greinilega andsvar við þeirri atlögu sem Margrét Hermanns-Auðardóttir hafði gert að sjálfum grundvelli þjóðarsögunnar. Ekkert af þessu tagi er á ferðinni hér. Landnámi Íslands er greinilega ekki ætlað að vera heildstæð úttekt á efninu né er þar á ferðinni eindreginn samhljómur. Öfugt við Um landnám á Íslandi þar sem aðeins ein grein af 14 fjallaði um vitn- isburð forn rita eru hér tíu greinar af 14 sem flokkast til bókmennta- og textafræði. Ég tel þar með yfirlits- og samantektargrein Helga Þorlákssonar í lokin en þó að í henni sé litið út í fleiri horn þá eru Landnámabókarfræðin þar í brennidepli. Sú grein er raunar meistaralega vel saman sett og bregður upp heildar sýn á efnið sem eykur gildi bókarinnar mjög. Það er ákaflega mikilsvert að fá safnað saman á einn stað ólíkum grein- um eftir ólíka fræðimenn sem allir eru að fjalla um sagnaarfinn um land- námið. Með því er brugðið upp mynd af því hvar þessi fræði standa nú um stundir. Þetta eru ekki bara fornfræði heldur beinlínis forn fræði eins og Sveinbjörn Rafnsson bendir réttilega á í seinni hluta sinnar greinar. Það ligg- ur samfelldur fræðaþráður, þunnur víða, hlykkjóttur og þvældur, sums staðar trosnaður og jafnvel með hnútum þar sem hann hefur slitnað, en samfelldur samt sem áður, alveg aftur frá Kolskeggi og Ara og til þessa rits. Kynslóð eftir kynslóð hefur haft sama áhugann á landnáminu og sömu áhyggjurnar og hér koma skýrt fram: um sannleika og kennivald. Hvað er satt og hvað er fals? Og hverjum ber að taka mark á? Maður getur ekki annað en fyllst lotningu yfir þeim þunga nið aldanna sem liggur að baki þeim fræðum sem hér birtast í nútímabúningi. Í greinasafninu eru Pernille Hermann og Elisabeth Ida Ward fulltrúar hinnar alþjóðlegu, innmúruðu, akademíu þar sem fólk getur áhyggjulaust velt sér upp úr alls konar skemmti - legum smáatriðum án þess að eiga á hættu að fulltrúar skattgreiðenda ryðjist inn á sviðið og heimti skýringar á tilgangi eða erindi. Hinar grein - arnar eru allar skrifaðar á meiri berangri þar sem fræðimennirnir geta búist við að norðlenskar alþýðukonur hreki vísindi þeirra í Skírni eins og einn af höfundum þessa rits hefur kallað yfir sig og Ármann Jakobsson segir frá í stórskemmtilegri grein. Þarna er næðingssamara, en að því leytinu betra að það er augljóslega eitthvað í húfi, eitthvað sem skiptir máli og fólki er ekki sama um. Landnámabók á sér enn stóran og dyggan lesendahóp og hún hefur ennþá það vægi og þá merkingu fyrir íslenskt samfélag og íslenska menningu að fólki finnst rannsóknir á henni koma sér við. Í miðju bókarinnar tróna turnarnir tveir í íslenskum Landnáma bókar - rannsóknum, Auður Ingvarsdóttir og Sveinbjörn Rafnsson. Þau hafa bæði gert ítarlegar rannsóknir á textasögu Landnámugerða og er því mikill feng - ur að framlagi þeirra. Þau birta ekki nýjar niðurstöður í greinum sínum en það er kærkomið að fá uppfærðar greinargerðir frá þeim sjálfum um rann- ritdómar 171
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.