Saga - 2020, Side 177
Sigríður Kristín Þorgrímsdóttir, JAKOBÍNA. SAGA SKÁLDS OG KONU.
Mál og menning. Reykjavík 2019. 420 bls. Myndir, tilvísana skrá, heim-
ildaskrá.
Jakobína Sigurðardóttir skáldkona fæddist árið 1918 og lést árið 1994. Ævi
hennar spannar meirihluta tuttugustu aldar og veitir ævisaga hennar innsýn
í líf á Íslandi, sér í lagi kvenna, á þeim tíma sem hún ólst upp og lifði.
Jakobína sleit barnsskónum í Hælavík á Hornströndum, sem nú er í eyði.
Þegar hún var 17 ára flutti hún til Reykjavíkur í leit að menntun og nýju lífi
en æskuheimilið var orðið ansi þétt setið enda systkinin 11 talsins og tvö
áttu eftir að bætast við. Jakobína var elst þeirra. Í Reykjavík átti hún heima
í um 14 ár en þá flutti hún í Garð í Mývatnssveit þar sem hún bjó út ævina,
í næstum hálfa öld, með eiginmanni sínum, Þorgrími Starra Björgvinssyni,
og fjölskyldu hans sem bjó á jörðinni. Þar ólu þau hjónin upp börnin sín
fjögur og ritar næstyngsta barnið, Sigríður Kristín Þorgrímsdóttir, ævisögu
móður sinnar. Jakobína skrifaði og gaf út fjölda ritverka: ljóð, smásögur,
skáldsögur, barnasögur, endurminningabók og fleira. Bækur hennar hafa
verið framlag Íslands til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og síðustu
æviár sín hlaut hún heiðurslaun listamanna, fyrst skrifandi kvenna. Hún var
meðal þekktustu skáldkvenna á Íslandi í lifanda lífi en Sigríður Kristín skrif-
ar bókina í þeirri von að halda minningu móður sinnar á lofti og forða henni
frá því að falla í gleymskunnar dá.
Þessi vilji höfundar virðist meðal annars stafa af þrá hennar til að fylla
upp í eyður sem hún tók sjálf þátt í að mynda með því að leyfa bréfa- og
dagbókabrennur að ósk Jakobínu sjálfrar. „Fjárans hlýðnin alltaf …“, (15)
skrifar höfundur bæði af kímni og alvöruþunga að því er virðist. Heimilda -
öflun fyrir bókina er aðdáunarverð, sérstaklega þar sem fjölda frumheimilda
var fargað. Bókin styðst að mestu við bréfasöfn í einkaeigu sem hafa hvorki
verið aðgengileg áður né nýtt til rannsókna og er nýmæli bókarinnar því
töluvert. Höfundur hefur oft aðgang að bréfum beggja bréfritara svo áratug-
um skiptir, sem er öfundsvert, ásamt öðrum söfnum bréfa sem rituð eru á
sama tíma og fjalla því oft um sömu mál frá öðrum hliðum. Sömuleiðis
veitir höfundur innsýn í þær heimildir sem finnast ekki og er það ekki síður
mikilvægt. Í bókinni er einnig stuðst við aðrar heimildir, til dæmis úr einka-
skjalasafni Jakobínu sem er varðveitt á handritasafni Landsbókasafns, ásamt
fjölda prentaðra heimilda sem og munnlegra heimilda og minni höfundar
og fjölskyldu hennar. Þá vísar Sigríður Kristín í fjölda fræðiverka til þess að
varpa sögulegu ljósi á aðstæður tímans og draga fram bókmenntafræðilega
umfjöllun um verk Jakobínu.
Sigríður Kristín beitir að miklu leyti sagnfræðilegum vinnubrögðum við
ritun bókarinnar enda sagnfræðingur að mennt. Í upphafi sögunnar fjallar
hún um vandann við að skrifa ævisögu þess sem sérstaklega hafði tekið
ritdómar 175