Saga - 2020, Page 184
Til að mynda gefa stjórnlyndar tillögur amtmannsins um heyásetningu
og niðurskurð á fé sem og takmarkanir á búsetu í þéttbýli til kynna að fleira
hafi vakað fyrir Páli en að standa vörð um frelsi einstaklinga. Hugmyndir
hans um félagslegar tryggingar eru taldar sóttar til Þýskalands Bismarcks
þar sem félagspólitík íhaldssamra ríkisvísindamanna naut vinsælda. Hið
sama mætti segja um viðhorf hans til áfengisbanns, menntunar, ríkisstuðn -
ings við atvinnuvegi og fleiri mála þar sem Páli þótti ekki tiltökumál að grípa
fram fyrir hendur einstaklinganna, jafnvel í efnum sem vörðuðu einungis
hag þeirra sjálfa. Í þessu samhengi vekja einlægar efasemdir Páls um þing -
ræðis fyrirkomulagið, sem Gunnar Karlsson vekur athygli á, óhjákvæmilega
spurningar sem hefði verið gagnlegt að rannsaka nánar.
Raunar dró Páll dár að „frelsisjarmi“ landa sinna um að einstakir menn
og frjáls samtök væru vegurinn til æðri stiga siðmenningar. Þar þyrftu kröft-
ugt framkvæmdavald og upplýstir embættismenn að ganga á undan. Í grein
sinni í Andvara frá 1889 um „Frelsi og rétt“ kallaði Páll eftir „kjarkmikilli
afskiptasemi“ embættismanna jafnt sem almennings en Páll var alræmdur
fyrir ráðríki í embættisstörfum sínum. Í greininni er vísað í rit Johns Stuarts
Mill um fulltrúastjórn og virðist það vera ein helsta heimildin um áhrif
frjálslyndra hugmynda á Pál. En Páll vísar aðeins stuttlega til Mills og að því
er virðist einkum til þess að undirbyggja röksemdir þýska júristans Rudolfs
von Ihering, sem er jafnframt meginröksemd Páls, um skyldur almenn ings
við þjóðina. Meginmál greinarinnar felst að mestu í beinum tilvitnunum í
frægt rit Iherings, Der Kampf ums Recht, og má til sanns vegar færa ummæli
Þorsteins Gylfasonar, sem Guðmundur Jónsson vísar til, að í textanum fari
„næstum ekkert fyrir frelsishugsjónum af neinu tagi“ (203).
Það sem virðist hafa vakið áhuga Páls var öllu heldur hinar víðtæku
skyld ur og kröfur sem nútímalegir þjóðfélagshættir legðu á herðar einstak-
linganna um einbeitta þátttöku, þjónustu og gagnsemi í þágu samfélags-
heildarinnar. Slíkar hugmyndir stangast ekki endilega á við meginstef frjáls-
lyndisstefnunnar en fyrirferð þeirra í hugmyndaheimi Páls vekur upp
spurningar um hvort aðrar stefnur og straumar hafi kannski skipt meira
máli.
Upp úr stendur að í bókinni er víðfeðmum hugðarefnum Páls Briem
gerð góð skil sem og merkilegu framlagi hans til stjórnmálanna. Jafnframt
varpar ritið áhugaverðu ljósi á stjórnmála- og hugmyndasögu lands höfð -
ingja tímabilsins í heild og er það fagnaðarefni.
Sveinn Máni Jóhannesson
ritdómar182