Saga - 2020, Side 187
atriði. Það sem rakið er í þessum kafla um AM 194 8vo („Hrafnsbók“),
„Dyflinnarbókina“ (MS 23 D 43 8vo) svokölluðu og „Íslensku lækningabók-
ina“ (AM 434 a 12mo) er stuttaralegt og úrvinnslan sáralítil. Þörf er á miklu
dýpri greiningu á samhengi og tengslum við þróun læknislista erlendis.
Reyndar fjallar Sverrir Tómasson um það í riti um matargerð á miðöldum
(Pipraðir páfuglar, 2017), mun betur en gert er í þessari bók. Mataruppskriftir
eru í lækningabókunum í samræmi við hugmyndir um virkni fæðutegunda.
Sverrir tekur líka upp þekktan kafla úr Hauksbók, „Af náttúru mannsins og
blóði“, til að skýra hugmyndabaksvið lækningabókanna í vessakenningunni
um helstu vökva mannslíkamans. Vel hefði farið á því í þessari bók.
Í þriðja kafla sem heitir „Skjótt og skjöldótt efni“ (71–96) er áfram greint
frá efni lækninga- og galdrabóka fram yfir siðaskipti með krassandi dæm -
um en röklega framvindu skortir sem upplýst gæti lesandann um þróun
fræðanna. Á bls. 71 segir: „Í þeim heimildum sem nú eru taldar — lækn -
inga bókum, gömlum lagagreinum og frásögnum gamalla handrita — birtast
hér og hvar brot úr fræðum Salernóskólans, til dæmis lyfja for skriftir.“ Þetta
er dæmi um ómarkvissa úrvinnslu. Málsgreinin (nærri beint úr formála
Waggoners, bls. xxv, en án tilvísunar) segir ekkert og lesandinn fær ekki
meira að vita um þessar rætur í Salernó, heldur er stokkið beint í háðskar
lýsingar Þorvaldar Thoroddsens á lækningabókum frá því eftir siðaskipti,
stiklað á lýsingu hans á efni þeirra en síðan nefnd nokkur handrit sem hann
vísar í neðanmáls. Aðeins er vísað í handritin en ekki Þorvald í aftanmáls-
grein. Þá er drepið á lækningaskrif Brynjólfs biskups Sveinssonar (73) með
setningu sem tekin er nánast beint frá Þorvaldi (II. bindi Landfræðissögu
Íslands, 57) án tilvísunar en samt vísað aftanmáls í tvö handrit af þremur
sem hann nefnir. Þó er ekki að sjá að höfundur hafi skoðað nein þessara
handrita sem er miður því þar kann að leynast stórmerkilegt efni órann-
sakað. Að tengja vel þekkt rit Brynjólfs um meðgöngutíma kvenna við
einka líf hans (73–74) er út í hött því hann skrifaði það um það leyti sem
Ragnheiður var tíu ára.
Nokkrum blaðsíðum er varið til umræðu um líkindagaldur og sam-
semdarhugmyndir. Fyrst er vikið að nýaldarhugmyndum en samhengislítið
og án mikilla útskýringa. Mikið er gert úr trú Thomasar Bartholin (1616–
1680), prófessors í læknisfræði við Hafnarháskóla, á samsemdarhugmyndir
en aðeins ein setning um mikilvægt framlag hans til læknisfræði en hann
lýsti sogæðakerfi líkamans fyrstur manna árið 1652 (sjá t.d. Thomas Bartholin,
Anatomihuset i København, 2007). Skoðanir Vilmundar Jónssonar á fyrri tím-
um bergmála sterklega enda ögn tekið orðrétt frá honum án tilvitn unar -
merkja og tilvísana og svo tilgreindar heilar þrjár línur á latínu án þess að
þýða þær. Þá er klykkt út með þessum vísdómsorðum: „Já, það gekk á ýmsu
við Hafnarháskóla í þann tíð“ (77). Nær hefði verið að kafa rækilega í
dönsku læknisfræðiprófessorana Simon Paulli, Bartholin og Ole Worm, með
tilstyrk nútímalegri fræða en Vilmundar Jónssonar, til að sýna hvernig þver-
ritdómar 185