Saga - 2020, Page 188
sagnakenndar lækningaaðferðir þeirra og þekking spegla þá deiglu sem
læknavísindin voru í um þetta leyti þegar samsemdarhugmyndum og
reynsluvísindum laust saman. Samsemdarhugmyndir byggjast einmitt á
heildarhyggju sem er kjarninn í þeirri gagnrýni á nútímalæknavísindi sem
höfundur viðraði í inngangi.
Síðan er vikið að göldrum, einkum svartagaldri og fáeinum galdrabók-
um, með krassandi dæmum en takmarkaðri greiningu. Mikið er vitnað í ríf-
lega hundrað ára rit Antons Christians Bang um galdrafár og svartagaldur
og er þar á sömu bókina lært, upptalning og dæmi frekar en röklegt sam-
hengi. Skrif Matthíasar Viðars Sæmundssonar um svartagaldur hefðu til að
mynda getað orðið hollur innblástur.
Fjórði kafli (97–116) er að mörgu leyti fróðlegasti hluti bókarinnar, sam-
tíningur um hlut kvenna í lækningum sem löngum hefur verið vanræktur.
Fyrst er lauslega drepið á kvenlækna í fornsögum en meginefni kaflans er
fæðingarhjálp, nokkuð sundurlaust og jafnvel stokkið fram og aftur í tíma.
Til dæmis er vikið að fyrstu ritum á íslensku um fæðingarhjálp á tveimur
blaðsíðum (101 og 102) og hefði það mátt vera miklu ítarlegra. Hins vegar
er ekki fjallað um fyrrnefnda lækningabók eignaða Brynjólfi biskupi um
fæðingar, kvilla kvenna og meðferð ungbarna sem væri eldri en þessi fyrstu
rit sé hún rétt feðruð.
Fimmti kaflinn, „Aðferðir við lækningar fyrr á tíð“ (117–145), hefst með
aðgreiningu á milli töfralækninga og reynslulækninga en síðan er megin-
umfjöllunin um grasalækningar og handlækningar! Fyrst samtíningur um
grasalækningar (mest frá Ben Waggoner, bls. x–xxiv, með litlum tilvísunum),
upphaf þeirra og ástundun allt frá Neanderdalsmönnum til Björns í Sauð -
lauksdal á síðari tímum þar sem hlaupið er nokkuð stefnulítið út og suður.
Síðan er ýmiss ágætur fróðleikur héðan og þaðan um handlækningar til
forna og loks kafli um lækningar Þorkels Arngrímssonar.
Sjötti kafli (147–184) heitir „Þróun lækninga á Íslandi“. Þar er enn og aft-
ur rætt um aðgreiningu á tegundum lækninga og fjallað um lærðar lækn-
ingar og alþýðulækningar. Andmælt er hugmynd um að taka upp heitið
þjóðlækningar um alþýðulækningar, sem Elsa Ósk Alfreðsdóttir setur fram
í MA-ritgerð um sögu grasalækninga, vegna þess að ekki einungis almúga-
fólk stundaði slíkar lækningar. Það eru einu orðin sem vikið er að þeirri
ágætu ritgerð sem er mun vandaðri umfjöllun um grasalækningar og sögu
þeirra en finna má í þessari bók.
Fyrsti undirkaflinn er um læknismenntun á Norðurlöndum (sem nánast
var fordæmd nokkru framar eins og drepið er á hér að ofan) en þar er, án mik -
illa tilvitnunarmerkja eða tilvísana, étið hrátt úr kafla í ritgerð Vil mund ar
Jónssonar. Óvíða er heimildafæðin jafn sláandi. Á bls. 148–152 er saga
læknis fræði við Hafnarháskóla rakin. Textinn er að töluverðu leyti orðréttur
úr títtnefndum formála Vilmundar. Höfundur skrifar: „Ein besta heimildin
um það hvernig ráðlegast þótti að haga læknisnámi á 17. öld er rit lækna -
ritdómar186