Saga - 2020, Síða 189
prófessors við Kaupmannahafnarháskóla, Caspars Bartholins (eldri), frá
1628, De studio medico incohando, continuando et observando“ (150). Samsvar -
andi texti Vilmundar: „Ein bezta heimild, sem fyrir hendi er um það, hvernig
æskilegt þótti að haga læknanámi á 17. öld, er lítið rit frá hendi Caspars
Bartholíns, De studio medico incohando, continuando et observando, samið
1626, en gefið út á prenti 1628“ (133). Síðan er upptalning í 25 liðum beint
úr Vilmundi án tilvísunar en nánari útlistunum hans sleppt. Engin tilraun
er gerð til að skilja og greina í víðara samhengi. Höfundur drepur næst niður
fæti í fjölvisku Vilmundar þegar kemur að eftirmanni Bartholins í embætti.
Þar segir (tilvísanalaust):
Eftirmaður Caspars Bartholins sem læknaprófessor var svili hans Ole
Worm (1588-1654), einkakennari Þorkels Arngrímssonar eins og fyrr
segir. Worm var gott dæmi um þá fjölvitrunga sem lögðu stund á
háskólanám þess tíma — víðförull og víða lærður, heimspekingur, guð -
fræðingur, fornfræðingur og rúnameistari, náttúrufræðingur og læknir
sem hafði manna mest á þeim tíma kynnt sér lækningar, þar á meðal
handlækningar, með því að fylgjast með lærðustu læknum síns tíma
við sóttarsæng sjúklinga. Hann var í fyrstu með lægstu prófessors -
gráðu (paedagogicus) 1613, því næst prófessor í grísku 1615, þá í eðlis -
fræði 1621, og loks í læknisfræði 1624 til dauðadags 1654 (150).
Hjá Vilmundi:
Eftirmaður Caspars Bartholíns sem læknaprófessor var svili hans og
annar tengdasonur Fincke, Óli Worm (1588–1654), sem áður hefur lítil-
lega verið minnzt á sem einkakennara séra Þorkels Arngrímssonar,
annar fjölvitringurinn frá, víðförull og víða lærður, heimspekingur,
guðfræðingur, fornfræðingur og rúnameistari, náttúrufræðingur og
læknir, og hafði manna mest á þeim tíma kynnt sér lækningar í fram-
kvæmd með því að fylgjast með lærðustu læknum síns tíma að sóttar-
sæng sjúklinga og þar á meðal einnig kynnt sér handlækningar. Kennslu -
feril sinn við háskólann hóf hann í lægsta prófessorsembætti (paeda-
gogicus) 1613, varð því næst prófessor í grísku 1615, þá prófessor í
eðlisfræði 1621 og loks prófessor í læknisfræði 1624. Gegndi hann því
embætti til dauðdags 1654 (145).
Töluvert meira er tekið upp með þessum hætti um feril Worms og grasa -
fræðinginn Simon Paulli sem var skipaður prófessor í læknisfræði á sama
tíma og loks Thomas Bartholin en þar er vitnað beint í úthúðun Vilmundar
á Bartholin. Eitt er að hálfstela heilu blaðsíðunum án tilvísana en það er
næstum verra að bera á borð 70 ára gamla hleypidóma án þess að gera
minnstu tilraun til að skilja og skýra svo áhugavert efni í ljósi þróunar
nútímalæknisfræða.
ritdómar 187