Saga - 2020, Qupperneq 193
THE CHANGING MEANINGS OF THE WELFARE STATE: HIS -
TORIES OF A KEy CONCEPT IN THE NORDIC COUNTRIES. Ritstj.
Nils Edling. Berghahn Books. New york 2019. 352 bls. Myndir, heim-
ildaskrá, atriðisorðaskrá.
Bókin er afrakstur samstarfsverkefnis milli norrænna sagnfræðinga, The
Nordic Welfare State — Historical Foundations and Future Challenges
(NORDWEL), sem hófst árið 2007 með styrk frá Norræna rannsóknar ráð -
inu. Verkefnið hefur skilað mörgum mikilvægum verkum, bókum og grein-
um, um sögulega þróun norrænu velferðarríkjanna.
Stjórnendur verkefnisins voru upphaflega Pauli Kettunen í Helsinki og
Klaus Petersen í Óðinsvéum. Guðmundur Jónsson, prófessor í sögu við Há -
skóla Íslands, hefur haldið merki Íslands á lofti í þessu mikilvæga rann-
sóknarsamstarfi.
Ritið sem hér er kynnt er nokkuð sérstakt hvað viðfangsefni snertir. Það
fjallar um sögu hugtaksins „velferðarríki“ á Norðurlöndum. Flestar bækur
um sögu og einkenni velferðarríkisins fjalla um uppbyggingu velferðar -
kerfa, þróun löggjafar, skipulag, útgjöld, virkni og áhrif á lífskjör og tekju-
dreifingu. Sjaldgæft er að fjalla um sögu hugtaksins „velferðarríki“ og því
má segja að það sé frumlegt viðfangsefni. Þarna er sem sagt sjónum beint að
því hvernig talað hefur verið um velferðarríkið og hvernig skilningur á því
hefur breyst yfir tíma, ekki síst á vettvangi stjórnmálanna.
Ritstjórinn Nils Edling ritar inngang um sjónarhorn bókarinnar og saman-
tektarkafla í lokin en að öðru leyti samanstendur bókin af aðskildum köflum
um sérhvert Norðurlandanna fimm: Danmörku, Finnland, Ísland, Noreg og
Svíþjóð. Guðmundur Jónsson skrifar kafla 6 sem heitir „The Evolving
Concept of the „Welfare State“ in Icelandic Politics“.
Í svona verki kemur eðlilega fram hvernig skilningur á viðfangsefninu
hefur mótast af sérstökum aðstæðum í viðkomandi löndum, straumum í
stjórnmálum, áhrifum erlendis frá sem og áhrifum einstakra stjórnmálaafla
í stjórnun landanna. Fróðlegt er að fylgja yfirliti ritstjórans um það hvernig
umræða um réttarríkið, félagsmálapólitík og lífskjaratryggingar í Þýska -
landi hafði sérstaklega mikil áhrif á Norðurlöndum á nítjándu öld og fyrri
hluta tuttugustu aldarinnar, en einnig fjallar hann nokkuð um áhrif frá
umræðum í Englandi.
Í fræðum um velferðarríkið er alþekkt það sjónarmið sagnfræðingsins
Asa Briggs (1961) í Englandi að hugtakið hafi orðið til á árum seinni heims-
styrjaldarinnar þar í landi og síðan fest sig í sessi og breiðst út til annarra
landa. Höfundar þessarar bókar tilgreina þó nokkur dæmi um að hugtakið
hafi sést fyrr á spjöldum bóka en algengara var þó fyrir þennan tíma að tala
R I T F R E G N I R