Bókatíðindi - 01.12.2022, Blaðsíða 11

Bókatíðindi - 01.12.2022, Blaðsíða 11
IB Leikskólakrakkar Vetrardagur Kikka Sigurðardóttir Myndh: Johanna Meijer Sagan af Lukku og Galdri á leikskólanum heldur áfram. Vetrardagur er önnur bókin um krakkana á leikskólanum. Þau upplifa miklar vetrarhörkur og leikskólakennarinn sem er áhugamanneskja um veður ákveður að nú skuli allir fara út að leika sér í snjónum. Leikskólakrakkarnir finna sér alltaf eitthvað að gera og ævintýrin eru við hvert fótmál. 32 bls. Bókasamlagið IB Vetrarsögur Sjö notalegar sögur Þýð: Baldur Snær Ólafsson Kúrðu með þetta krúttlega og skemmtilega safn af vetrarsögum. Njóttu frostmorguns með íkorna, vertu með þvottabirni í ljúffengri innanhúss nestisferð, hittu mörgæsir á skautum og margt fleira. Þessi bók er upplögð fyrir heillandi sögustund. 48 bls. Setberg IB Vigdís A Book About the World´s First Female President Rán Flygenring Þýð: Jonas Moody Nú einnig á ensku! Upprennandi rithöfundur bankar upp á hjá frú Vigdísi Finnbogadóttur og býður sér í kaffi því hún ætlar að skrifa bók um fyrstu konuna í heiminum sem kosin var forseti. Í heimsókninni verður stúlkan margs vísari um frumkvöðulinn Vigdísi og forsetahlutverkið. 48 bls. Angústúra SVK Ævintýri fyrir yngstu börnin Sígild ævintýri með fallegum myndum Þýð: Þórir S. Guðbergsson Í tímans rás hafa gömlu ævintýrin um Rauðhettu, Öskubusku, Bamba, Gosa, Ljóta andarungann og fleiri ævintýri verið lesin fyrir börn um allan heim. Í þessari bók eru 12 sígild ævintýri, skemmtilega myndskreytt, og börnin munu biðja um að þau verði lesin aftur og aftur. 253 bls. Setberg IB Öll í hóp á einum sóp Julia Donaldson Myndir: Axel Scheffler Þýð: Sigríður Ásta Árnadóttir Gullfalleg bók í bundnu máli eftir höfunda Greppiklóar og Greppibarnsins. Norn og köttur fljúga saman á töfrasóp um loftin blá – og þar er nóg pláss fyrir fleiri dýr sem vilja vera með. En þegar glorhungraður dreki birtist skyndilega grípa nornin og vinir hennar til sinna ráða. 28 bls. Forlagið - Mál og menning IB Steindís og furðusteinarnir Guðný Anna Annasdóttir Myndir: Páll Jóhann Sigurjónsson Nemendurnir í 2. bekk í grunnskólanum Holti við Önundarfjörð fara í fjöruferð. Þau leita eftir sérstökum steinum, sem þau geta notað í tónmennt. Krakkarnir hafa ekki hugmynd um að í fjörunni finnast furðusteinar. 32 bls. Gudda Creative IB Stóri Grrrrr Marie-Sabine Roger Myndh: Marjolaine Leray Þýð: Elín G. Ragnarsdóttir Stóri Grrrrr er með hraðsendingarþjónustu. Hann þarf að afhenda lítinn bleikan pakka en það virðist enginn vera heima! Sama hvað hann dinglar oft og bankar fast. Þolinmæði er ekki sterkasta hlið Stóra Grrrrr. Hann er nefnilega óþolinmóður, mjög óþolinmóður. Skemmtilega tilfinningarík myndskreytt barnabók sem þú lest aftur og aftur. Og aftur. 40 bls. Drápa IB Tríó lendir í ævintýrum Bjarni Hafþór Helgason Myndh: Freydis Kristjánsdóttir Hvolpurinn Tríó laumar sér óvænt inn í líf Stebba og Ásu og foreldra þeirra. Hann reynist mjög forvitinn en líka afar klókur. Fjölskyldan lendir í alls konar ævintýrum þegar Tríó ákveður að fara sínar leiðir, hvort sem það er að grafa sig inn í gæludýraverslun, fljúga með dróna eða fara í óvænta og óvenjulega sjóferð! 59 bls. Veröld IB Vala víkingur og hefnd Loka Kristján Már Gunnarsson Myndh: Sól Hilmarsdóttir Loki hyggur á hefndir eftir að Vala plataði hann og breytti honum í lítið barn. Áður en Vala veit af er hún komin í vanda í Niflheimi og þarf að fást við Fenrisúlfinn sjálfan. Hvernig sleppur hún úr þessu hættulegasta ævintýri til þessa? 40 bls. Drápa IB Valli litli rostungur – ævintýri byggt á sannri sögu Helgi Jónsson, Edda Elísabet Magnúsdóttir og Anna Margrét Marinósdóttir Myndh: Freydis Kristjánsdóttir Lesari: Jóhann Sigurðarson Dag einn birtist óvænt lítill rostungur á bryggju í bæ við strendur Íslands. Þetta er hann Valli litli sem er svangur eftir langt ferðalag. Það er ekki auðvelt að vera sex ára áttavilltur rostungur sem hefur týnt mömmu sinni. Skyldi hún enn vera á lífi? Lestu og hlustaðu á hljóð sjávardýranna. Þú getur líka hlustað á Jóhann Sigurðarson lesa söguna. Sögur útgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 2 11GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa Barnabækur MYNDRÍK AR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.