Bókatíðindi - 01.12.2022, Blaðsíða 68

Bókatíðindi - 01.12.2022, Blaðsíða 68
GOR Vökvatækni - tilraunaútgáfa Kaj Holmegaard Þýð: Rúnar Arason Þessi bók fjallar um grundvallaratriði vökvatækni, s.s. dælur, mótora, strokka, þrýstiventla, stefnuloka, skothylkisloka, flæðisventla, hlutfallsventla og rafgeyma. Auk þess er fjallað um mælitækni og viðhald vökvakerfa. Bókin er ætluð til kennslu í framhaldsskólum en hentar auk þess til sjálfsnáms og sem uppsláttarrit fyrir tæknifólk. 210 bls. IÐNÚ útgáfa IB Yfirrétturinn á Íslandi: Dómar og skjöl II. 1711–1715 Ritstjórar: Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir og Gísli Baldur Róbertsson Yfirrétturinn á Íslandi starfaði á árunum 1563–1800 og var æðsta dómstig innanlands. Í öðru bindi dóma og skjala yfirréttarins birtast dómar áranna 1711–1715. Stór hluti skjalanna tengist rannsókn þeirra Árna Magnússonar og Páls Vídalíns á réttarfari á Íslandi. Í bindinu koma m.a. fyrir galdramál, meiðyrðamál, rekamál og deilur um málsmeðferð. 694 bls. Sögufélag og Þjóðskjalasafn Íslands IB Það blæðir úr þjóðarsálinni Óttar Guðmundsson Síðustu ár hafa bakþankar Óttars Guðmundssonar í Fréttablaðinu notið mikilla og verðskuldaðra vinsælda. Óttar er litríkur höfundur sem kemur víða við. Hann leitar jöfnum höndum í smiðju afa síns Egils Skallagrímssonar og frænda sinna af Sturlungaætt. Honum er ekkert óviðkomandi og pistlarnir fjalla bæði um vandamál nútímamanna og forfeðranna. 185 bls. Skrudda IB RAF Það sem ég hefði viljað vita Edda Falak Þessi bók byggir á reynslu Eddu Falak og hefur að geyma vitneskju sem hún hefði viljað búa yfir þegar hún var yngri, hluti sem hún veit í dag vegna þess sem hún hefur gengið í gegnum. Edda er fjármálafræðingur og stýrir hlaðvarpi sínu Eigin konur. Í bókinni er að finna mikilvæg svör við spurningum sem erfitt er að spyrja – en verður að svara. 136 bls. Veröld KIL RAF HLB Venjulegar konur Vændi á Íslandi Brynhildur Björnsdóttir Vændi viðgengst á Íslandi en þó heyrast sjaldan raddir þeirra sem í því lenda. Hér ræðir Brynhildur Björnsdóttir við sex íslenskar konur sem hafa verið í vændi, þær bera sára reynslu sína ekki utan á sér en lýsa aðstæðum sem aldrei ættu að viðgangast. Jafnframt er fyrirbærið vændi kannað frá ýmsum hliðum og rætt við fagfólk sem vinnur með þolendum. 294 bls. Forlagið - Mál og menning SVK Verufræði Björn Þorsteinsson Hvað er til og hvað er að vera (til)? Er ekkert annað til en efnið? Hvað með vitund eða skynjun? Spurningar af þessum toga eru viðfangsefni verufræðinnar og þar með þessarar bókar. Í henni er sett fram kenning sem kalla má verufræði skynsins. 172 bls. Háskólaútgáfan RAF Vinnuvernd Vitund - varnir - viðbrögð Eyþór Víðisson Allir ættu að láta sig vinnuvernd varða og því er almenn kunnátta á hugtökum, hættum og aðferðum til úrbóta nauðsynleg svo draga megi úr áhættu á vinnustað. Í þessari vefbók er leitast við að setja efnið fram á einfaldan og skýran hátt. Auk þess er í vefbókinni fjöldi ljósmynda, myndbanda og teikninga. IÐNÚ útgáfa KIL RAF Vítislogar – kilja Heimur í stríði 1939–1945 Max Hastings Þýð: Magnús Þór Hafsteinsson Heimsstyrjöldin síðari kostaði um 60 milljónir manna lífið – að meðaltali 27 þúsund manns á dag. Milljónir hlutu ævarandi líkamlegan og andlegan skaða. Heilu borgirnar voru rústir einar. Í þessari bók dregur Max Hastings saman rannsóknir sínar í eitt heildarverk sem fengið hefur frábærar viðtökur og þykir varpa nýju ljósi á blóðugustu ár 20. aldar. Ugla Nýsmurð vefverslun B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 2 GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa68 Fræði og bækur almenns efnis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.