Bókatíðindi - 01.12.2022, Blaðsíða 61
IB
Jagúar skáldsins
Óskar Magnússon
Rjómahvítur glæsivagn dregur gjarnan að sér athygli
vegfarenda um Mosfellsdal á sumrin, gljábónaður
á hlaðinu við Gljúfrastein þar sem eigandinn átti
heima í áratugi: Jagúar skáldsins. Hér segir Óskar
Magnússon dásamlegar skemmtisögur af bílnum og
nóbelsskáldinu Halldóri Laxness, en hann kynntist
báðum og hlutaðist nokkuð til um samferð þeirra.
68 bls.
Forlagið - JPV útgáfa
KIL RAF HLB
Játningar bóksala
Shaun Bythell
Þýð: Snjólaug Bragadóttir
Shaun Bythell, fornbóksali í Wigtown í Skotlandi, sló
í gegn með Dagbók bóksala. Hér heldur hann áfram
þar sem frá var horfið — og bregður upp lifandi og
bráðskemmtilegum myndum af sérvitringunum og
furðufuglunum sem eru daglegir gestir í bókabúðinni
og skrýtna fólkinu sem vinnur þar. Hlý, kaldhæðin
og sprenghlægileg frásögn af lífi bókabéusanna.
400 bls.
Ugla
SVK
Jógastund
Anna Rós Lárusdóttir
Myndh: Auður Ómarsdóttir
Jógastund er fyrir alla sem vilja stunda jóga, ekki
síst foreldra sem vilja virkja börnin í uppbyggjandi
leik. Bókin inniheldur yndislegar jógastöður ásamt
sögum, æfingum og leikjum. Æfingarnar og leikirnir
eru aðgengileg fyrir alla, þar sem við líkjum í
sameiningu eftir dýrum og hlutum í náttúrunni og
úr verður hin besta samveru- og gleðistund.
156 bls.
Sögur útgáfa
KIL
Jón Steingrímsson og Skaftáreldar
Jón Kristinn Einarsson
Séra Jóni Steingrímssyni var falin peningasending sem
nýta átti til að endurreisa byggð á hamfarasvæðum
Skaftárelda. Í leyfisleysi deildi hann út fé til
nauðstaddra sem og sín sjálfs og var í kjölfarið kærður
til yfirvalda í Kaupmannahöfn. Hér kemur fram nýtt
sjónarhorn á móðuharðindin og mál Jóns. Í viðauka
er Eldrit Jóns og lýsingar samtímamanna.
264 bls.
Sögufélag
IB RAF
Ísland Babýlon
Dýrafjarðarmálið og sjálfstæðisbaráttan í nýju ljósi
Árni Snævarr
Um miðja 19. öld gerðu franskir útgerðarmenn út
fjölda skipa á Íslandsmið. Óskum þeirra um aðstöðu í
landi var mætt með mikilli tortryggni og illur grunur
fékk byr undir vængi þegar Napóleon prins kom til
Íslands 1856. Viðhorf sem minna á þjóðernispópúlisma
nútímans skutu þá upp kolli ásamt ýmsum
falsfréttum. En hvað vakti í raun fyrir Frökkum?
312 bls.
Forlagið - Mál og menning
KIL
Íslandsferð Idu Pfeiffer
Guðmundur J. Guðmundsson þýddi og ritaði inngang
Ida Pfeiffer
Þýð: Guðmundur J. Guðmundsson
Vorið 1845 steig á land í Hafnarfirði kona að nafni
Ida Pfeiffer. Hún var ein á ferð, ferðabókahöfundur
að viða að sér efni í bók um Norðurlönd. Hún hafði
gert sér háar hugmyndir um land og þjóð og varð
ekki fyrir vonbrigðum með náttúru landsins. En
kynnin af innfæddum ollu henni vonbrigðum. Henni
fannst þeir latir, ágjarnir og hinir mestu sóðar.
190 bls.
Ugla
GOR
Íslenska fyrir okkur hin - tilraunaútgáfa
Brynja Stefánsdóttir og Viðar Hrafn Steingrímsson
Myndh: Erik Vikar Diez
Vaxandi þörf er á kennslu í íslensku fyrir erlenda
nemendur á öllum aldri. Bókin er samin með það
að leiðarljósi að hún byggi á markvissan hátt upp
orðaforða um nemandann og málefni sem standa
honum nær. Í þeim tilgangi er mikil áhersla lögð á
að útskýra merkingu orða með myndum. Ítarlegar
kennsluleiðbeiningar má nálgast á www.idnu.is
106 bls.
IÐNÚ útgáfa
SVK
Íslenskar bókmenntir
Saga og samhengi
Aðalheiður Guðmundsdóttir, Ármann Jakobsson,
Ásta Kristín Benediktsdóttir, Jón Yngvi Jóhannsson,
Margrét Eggertsdóttir og Sveinn Yngvi Egilsson
Íslenskar bókmenntir: saga og samhengi er
tveggja binda verk um sögu íslenskra bókmennta
frá upphafi Íslandsbyggðar til vorra daga. Þar
er sagan rakin á knappan hátt í samhengi við
strauma og stefnur hvers tíma og er sú umfjöllun
grundvölluð á rannsóknum seinustu áratuga.
840 bls.
Hið íslenska bókmenntafélag
Best í bókum
B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 2 61GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa
Fræði og bækur almenns efnis