Bókatíðindi - 01.12.2022, Blaðsíða 40

Bókatíðindi - 01.12.2022, Blaðsíða 40
KIL RAF HLB Fagri heimur, hvar ert þú? Sally Rooney Þýð: Ingunn Snædal Alice og Felix, Eileen og Simon eru ung en yngjast ekki. Þau þrá hvert annað en svíkja hvert annað samt sem áður. Þau hafa áhyggjur af vináttunni og heiminum sem þau búa í, hvort hann sé kominn á heljarþröm, gegnsýrður af valdaójafnvægi, trúarbrögðum og hamfarahlýnun. Geta þau fundið leið til að trúa á fegurð heimsins? – Bókaklúbburinn Sólin 316 bls. Benedikt bókaútgáfa SVK Farþeginn Ulrich Alexander Boschwittz Þýð: Elísa Björg Þorsteinsdóttir Tímamótaverk eftir þýska rithöfundinn Ulrich Alexander Boschwitz (1915-1942), enda þótt bókin kæmi ekki út í Þýskalandi fyrr en upprunalegt handrit kom í leitirnar árið 2018. Eitt allra fyrsta bókmenntaverkið til að lýsa örlögum þýskra gyðinga og nú metsölubók víða um heim. 278 bls. Dimma KIL RAF Fávitinn Fjodor Dostojevskí Þýð: Ingibjörg Haraldsdóttir Þetta stóra verk rússneska sagnameistarans Dostojevskís frá árinu 1868 er ein þekktasta skáldsaga 19. aldar, gríðarlega margslungin og breið frásögn um samfélag manna og samskipti, gæsku og grályndi, með hinn algóða Myskhin fursta í brennidepli. Rómuð þýðing Ingibjargar Haraldsdóttur kom fyrst út 1986‒1987 en hefur lengi verið ófáanleg. 866 bls. Forlagið IB Ferð til Indlands E.M. Forster Þýð: Hjalti Þorleifsson A Passage to India er frægasta verk enska skáldsagnahöfundarins E.M. Forsters. Bókin gerist á Indlandi á fyrri hluta tuttugustu aldar þegar landið laut breskri stjórn. Enskar aðkomukonur mæta tortryggni landa sinna í borginni Chandrapore þegar þær lýsa yfir áhuga á að kynnast aðstæðum innfæddra og valda síðan uppnámi innan indverska samfélagsins. 436 bls. Ugla KIL RAF HLB Fiðrildið Katrine Engberg Þýð: Friðrika Benónýsdóttir Nakin kona finnst látin í hjarta Kaupmannahafnar. Líkami hennar er þakinn undarlegum skurðum. Rannsókn málsins berst inn í innsta hring danska heilbrigðiskerfisins. Morðingi gengur laus en það er eins og kerfið haldi hlífiskyldi yfir honum. Hver verður næsta fórnarlamb? – Önnur bókin í hinni vinsælu Kaupmannahafnarseríu eftir Katrine Engberg. 356 bls. Ugla KIL RAF Drag plóg þinn yfir bein hinna dauðu Olga Tokarczuk Þýð: Árni Óskarsson Í afskekktri pólskri sveit eyðir Janina dögum sínum í að lesa stjörnuspeki, þýða kveðskap Williams Blake og sjá um sumarhús fyrir auðuga íbúa Varsjár. En einn daginn finnst nágranni hennar, sem hún kallar Háfeta, dauður við einkennilegar aðstæður. Olga Tokarczuk hlaut Bókmenntaverðlaun Nóbels 2018. "Algjör snillingur." Egill Helgason, RÚV 279 bls. Bjartur IB KIL Dúna Frank Herbert Þýð: Kári Emil Helgason og Dýrleif Bjarnadóttir Á vatnslausri eyðimerkurplánetu þar sem dýrmætasta afurð alheimsins er framleidd ráða risavaxnir ódrepandi ormar ríkjum. Þegar Atreifsættin tekur við stjórn plánetunnar úr höndum hinna grimmu Harkonna hrindir það af stað örlagaríkri atburðarás sem ógnar valdhöfum um heima alla. 700 bls. Partus KIL RAF HLB Ef þetta er maður Primo Levi Þýð: Magnús H. Guðjónsson Primo Levi var ítalskur gyðingur sem lenti í Auschwitz en lifði af til að segja sögu sína. Þegar rússneskir hermenn frelsuðu hann og aðra fanga var hann nær dauða en lífi eftir tæplega ársdvöl. Frásögn hans af þessari vist er hófstillt og blátt áfram og lýsir ólýsanlegri grimmd og harðræði en jafnframt mannlegri reisn og samkennd, þrátt fyrir allt. 229 bls. Forlagið - Mál og menning KIL Engin heimilisgyðja Sophie Kinsella Þýð: Maríanna Clara Lúthersdóttir Ofurlögfræðingurinn Samantha Sweeting á sér ekkert líf utan vinnunnar. Hennar æðsti (og eini) draumur er að verða meðeigandi í lögfræðistofunni þar sem hún starfar en svo gerir hún mistök sem gera framtíð hennar hjá fyrirtækinu að engu. Fyrir stórkostlegan misskilning ræður hún sig sem ráðskonu á sveitasetri, án nokkurrar reynslu af heimilisstörfum. 470 bls. Angústúra KIL Ég hringi í bræður mína Jonas Hassen Khemiri Þýð: Ásdís Ingólfsdóttir Bílsprengja hefur sprungið í Stokkhólmi. Amor, ungur maður af arabískum uppruna, þvælist um dauðskelfda borg. Umfram allt verður hann að hegða sér ofureðlilega. Í sólarhring fylgist lesandinn með hugrenningum Amors þar sem mörkin milli fórnarlamba og glæpamanna, ástar og efnafræði, vænisýki og veruleika verða sífellt óljósari. 140 bls. Bókaútgáfan Sæmundur B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 2 GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa40 Skáldverk ÞÝDD
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.