Bókatíðindi - 01.12.2022, Blaðsíða 2

Bókatíðindi - 01.12.2022, Blaðsíða 2
Kæri bókaunnandi E nn á ný er uppáhalds árstími okkar bókaunnenda runninn upp þegar nýjar bækur streyma í verslanir og efnisveitur og umfjöll­ un um bækur í fjölmiðlum nær hámarki. Lesendur fyllast eftir­ væntingu þegar þeir kynna sér bækur nýrra höfunda eða sjá að von er á nýrri bók frá uppáhalds rithöfundinum. Bókatíðindin eru mælikvarði á umfang jólabókaflóðs hvers árs og þeim er jafnan vel tekið. Á liðnum árum hefur óskum um rafræna útgáfu rits­ ins fjölgað jafnt og þétt enda sífellt fleiri sem frábiðja sér fjölpóst auk allra þeirra Íslendinga sem búa erlendis og sakna blaðsins við óskalista­ gerð og gjafaákvarðanir. Fyrir ári síðan hófum við útgáfu á rafrænum Bókatíðindum og hefur vefurinn tekið miklum framförum síðan. Þar má finna ýmsar viðbætur sem ekki eru hér í blaðinu, svo sem hljóðbrot, sýnis­ horn innan úr bókum, slóð á vefsölur auk lengri og ítarlegri kynningar­ texta. Ég hvet þig, lesandi góður, til þess að kynna þér rafræna útgáfu Bókatíðinda á www.bokatidindi.is. Þrátt fyrir úrbætur okkar á vefrænni framsetningu höldum við enn í þá áralöngu hefð að gefa Bókatíðindin út í prentaðri útgáfu í aðdraganda jóla. Sú samantekt á útgáfubókum ársins sem Félag íslenskra bókaútgef­ enda sinnir með útgáfu Bókatíðinda er í raun einstök. Ekki þekkjast sambærileg dæmi hvað þetta varðar í öðrum löndum. Sama á við um okkar séríslenska jólabókaflóð og þá hefð að gefa bækur í jólagjöf, hefð sem vakið hefur vaxandi athygli á síðustu árum meðal bókaunn­ enda um allan heim. Dæmi um þann áhuga má finna í miklum fjölda pósta á samfélagsmiðlum frá öllum heimshornum þar sem myllumerkið #jolabokaflod er notað. Í Bókatíðindum ársins sem þú ert nú með í höndunum er að finna drekk­ hlaðið veisluborð af sprúðlandi ferskum og fjölbreyttum krásum nýrra bóka við allra hæfi. Staðfesting þess að við getum með sanni kallað okkur bókaþjóð. Gleðileg íslensk bókajól! Heiðar Ingi Svansson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda. Undir kápumyndum allra bóka má nú finna tákn sem vísa til útgáfu- forms. Táknskýringar má finna neðst á öllum kynningarblaðsíðum. GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók – allar blaðsíður úr hörðum pappír HLB Hljóðbók IB Innbundin bók – kápuspjöld úr hörðum pappír KIL Kilja RAF Rafbók SVK Sveigjanleg kápa – líkt og kilja en í annarri stærð Merking tákna í Bókatíðindum BÓKATÍÐINDI 2022 Útgef andi: Félag íslenskra bóka út gef enda Bar óns stíg 5 101 Reykja vík Sími: 511 8020 Netf.: fibut@fibut.is Vef ur: www.fibut.is Hönn un kápu: Halldór Baldursson og Ámundi Sigurðsson Ábm.: Bryndís Loftsdóttir Upp lag: 100.000 Prentvinnsla: Prentmet Oddi ehf., umhverfisvottað fyrirtæki ISSN 1028­6748 Efnisyfirlit Barna- og ungmennabækur Myndríkar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 3 Skáldverk . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 12 Fræði og bækur almenns efnis . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 21 Teiknimyndasögur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 25 Unglingabækur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 25 Skáld verk Íslensk . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 28 Þýdd . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 38 Ljóð og leikrit . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 49 Listir og ljósmyndir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 55 Fræði og bækur almenns efnis . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 56 Sagnfræði, trúarbrögð og ættvísi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 69 Ævi sög ur og end ur minn ing ar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 71 Hannyrðir og matreiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 74 Íþróttir og útivist . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 75 Sálfræði, sjálfshjálp og andleg leiðsögn . . . . . . . . . . . . . . . . 77 Titl askrá . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 79 Útgef end askrá . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 82 Kynntu þér úrvalið á boksala.is Æðisleg bókabúð, geggjuð verð. Háskólatorgi - s. 570 0777 - boksala@boksala.is - www.boksala.is Auðvelt að panta og fá sent heim B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 2 GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.