Bókatíðindi - 01.12.2022, Blaðsíða 14

Bókatíðindi - 01.12.2022, Blaðsíða 14
KIL RAF HLB Hanni granni dansari Gunnar Helgason Sjötta bókin í sagnaflokknum vinsæla um Stellu og fjölskyldu hennar: mömmu klikk, pabba prófessor, ömmurnar tvær, bræðurna Sigga og Palla, og nýfæddu tvíburana. Nú fær Hanni granni loksins sína sögu og óhætt er að segja að níski nágranninn, sem er alveg að verða hluti af fjölskyldunni, komi hér rækilega á óvart. 189 bls. Forlagið - Mál og menning IB Harry Potter og eldbikarinn J.K. Rowling Þýð: Helga Haraldsdóttir Endurútgáfa á fjórðu bók í hinni sígildu ritröð um Harry Potter. 548 bls. Bjartur IB Harry Potter og eldbikarinn Myndskreytt útgáfa J.K. Rowling Þýð: Helga Haraldsdóttir Fjórða bókin í glæsilegri, myndskreyttri útgáfu á Harry Potter-bókunum. 464 bls. Bjartur IB Sherlock Holmes handa ungum lesendum Hefndin Arthur Conan Doyle Þýð: Steingrímur Steinþórsson Dularfullt morð er framið í London og lögreglan er ráðalaus. Besti leynilögreglumaður heims, Sherlock Holmes, er fenginn til að rannsaka málið. Með hjálp Watsons læknis flettir hann ofan af málinu og kemst að því að hefnd, sem á sér dýpri rætur en nokkurn grunaði, liggur að baki glæpnum. 154 bls. Skrudda IB Héragerði Ævintýri um súkkulaði og kátínu Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Tvíburarnir Inga og Baldur eru alveg að komast í páskafrí. Framundan sjá þau fyrir sér talsvert súkkulaðiát og almenna flatmögun en í ljós kemur að þau eiga að gista hjá ömmu sinni sem er nýflutt til landsins í hið dularfulla byggðarlag Héragerði. Bráðskemmtileg, fyndin, litrík og falleg bók um systkini sem eru jafn ólík og dagur og nótt. 168 bls. Salka KIL Gaddavír og gotterí Lilja Magnúsdóttir Myndh: Ólöf Rún Benediktsdóttir og Sigríður Ævarsdóttir Bókin Gaddavír og gotterí segir frá lífi og leikjum barna í sveit á Íslandi fyrir nokkrum áratugum. Lífið snýst um búskapinn og dýrin. Hugarheimur barna er tímalaus og börn nútímans geta samsamað sig þessum sögum sem fjalla um vináttu og systkinakærleik, margvíslegar áskoranir og hvernig þau í sameiningu mæta bæði sorg og gleði. 106 bls. Lilja Magnúsdóttir IB Gling Gló og regnhlífin Hrafnhildur Hreinsdóttir Myndir: Diandra Hwan Bókaflokkurinn fjallar um Gling Gló sem fer öðru hvoru til ömmu í pössun og leikur sér þar við Óbó. Amma er hjátrúarfull og þegar hún grípur til hjátrúarinnar þá gerist eitthvað í lífi barnanna sem trúa henni bókstaflega. Önnur bókin segir frá því þegar börnin spenna upp regnhlíf inni sem boðar andlát segir amma. Fallegar myndir eru í bókinni. 45 bls. Gimbill bókasmiðja IB Gling Gló og spegillinn Hrafnhildur Hreinsdóttir Myndir: Diandra Hwan Bókaflokkurinn fjallar um Gling Gló sem fer öðru hvoru til ömmu í pössun og leikur hún sér þar við Óbó. Amma er hjátrúarfull og þegar hún grípur til hjátrúarinnar þá gerist eitthvað í lífi barnanna sem trúa henni bókstaflega. Fyrsta bókin segir frá því þegar börnin brjóta spegil og amma segir það boða sjö ára ógæfu. Fallegar myndir eru í bókinni. 45 bls. Gimbill bókasmiðja KIL Heyrðu Jónsi Góður gestur Sally Rippin Í þessari bók er komið að Jónsa að fara heim með leikfang bekkjarins. Hann hlakkar mikið til en hvað gæti farið úrskeiðis? Bækurnar um Jónsa henta vel fyrir yngstu lesendurna. 44 bls. Rósakot IB Handbók fyrir ofurhetjur Sjöundi hluti: Endurheimt Elias Vahlund Þýð: Ingunn Snædal Myndh: Agnes Vahlund Ef eitthvað virðist ekki í lagi er mjög líklegt að það sé ekki í lagi. Börnunum sem voru numin á brott hefur verið skilað og íbúar Rósahæðar geta andað léttar. En er ekki eitthvað skrítið við endurheimtu börnin? Af hverju ætli ræningjarnir hafi bara sleppt þeim? Spennandi ævintýrið heldur áfram! Einn vinsælasti barnabókaflokkur landsins! 104 bls. Drápa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 2 GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa14 Barnabækur SK ÁLDVERK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.