Bókatíðindi - 01.12.2022, Blaðsíða 18

Bókatíðindi - 01.12.2022, Blaðsíða 18
IB Fyrsta bók Rumpuskógur Nadia Shireen Þýð: Sólveig Sif Hreiðarsdóttir Myndh: Nadia Shireen Rumpuskógur eftir Nadiu Shireen er hrikalega fyndin, frumleg og spennandi bók sem lýsir ótrúlegu ævintýri borgarrefanna og systkinanna Nönnu og Tedda. Eftir óheppilegt atvik sem tengist rófunni á Bollu prinsessu neyðast þau til að flýja til Rumpuskógar þar sem íbúarnir eru margir afar sérstakir, jafnvel hættulegir. Og spennan magnast! 240 bls. Kver bókaútgáfa IB Sagan af stráknum sem gat breytt sér í ljón, bjarndýr og snjótittling Sigurgeir Jónsson Myndh: Bjartey Gylfadóttir Þessi bók fjallar um söguna af stráknum sem gat breytt sér í ljón, bjarndýr og snjótittling og ættu jafnt ungir sem aldnir að hafa gaman af þessu bráðsnjalla ævintýri. 32 bls. Bókaútgáfan Hólar IB Sagan af Víólu, Sæsa og illskeyttu norninni Elvíru Steinunn María Halldórsdóttir Spennandi bók fyrir börn og ungmenni: Lágvær hvinur um loftið fór er ellefu nornir flugu í kór. Sagan af Víólu, Sæsa og illskeyttu norninni Elvíru gerist utan tíma og rúms. Hér koma saman furðuverur, nornir, sjávarbúar og skógarbúar, góðar verur og vondar. Skór leika stórt hlutverk í sögunni og týndur töfrasproti. 150 bls. Espólín forlag IB Sálin hans Jóns míns Endurs: Huginn Þór Grétarsson Jón var ekki manna bestur í lifanda lífi. En kerlu hans þótti vænt um gallagripinn og ákvað að fara sjálf með sálina hans Jóns til himna. En skyldu þau María Mey og Jesús vilja veita honum inngöngu í himnaríki? Þessi bók inniheldur örlítið lengda útgáfu af þjóðsögu Jóns Árnasonar um Sálina hans Jóns míns. 34 bls. Óðinsauga útgáfa IB Skandar og einhyrningaþjófurinn A.F. Steadman Þýð: Ingunn Snædal Skandar þráir að verða einhyrningsknapi, útvalinn til þess að tengjast eigin einhyrningi lífstíðarböndum, þjálfa hann og keppa með honum; verða hetja. En lífið tekur óvæntari og óhugnanlegri stefnu en nokkurn getur órað fyrir. Máttugasta einhyrningnum er rænt og Skandar kemst að leyndarmáli sem getur haft hræðilegar afleiðingar fyrir alla. 410 bls. Benedikt bókaútgáfa IB Miðbæjarrottan Þetta kemur allt með kalda vatninu Auður Þórhallsdóttir Myndh: Auður Þórhallsdóttir Í þessari annarri bók um Miðbæjarrottuna Rannveigu kemur ekkert vatn úr krananum einn morguninn þegar hún vaknar. Hún áttar sig á hversu dýrmætt það er að hafa hreint rennandi vatn en þannig hefur það ekki alltaf verið í Reykjavík. Rannveig fær ömmu Bardúsu með sér í lið til að komast að því hvað varð um vatnið. 34 bls. Skriða bókaútgáfa IB RAF HLB Furðufjall 2 Næturfrost Gunnar Theodór Eggertsson Myndir: Fífa Finnsdóttir Önnur bókin í æsispennandi og fallega myndskreyttri ævintýraseríu fyrir börn og unglinga. Andreas og föruneyti hans nema land á Hulinseyju og kynnast álfunum. Íma glímir við nornanámið og kemst á snoðir um hræðilegt leyndarmál sem falið er í fjallinu. En skuggahliðar eyjunnar koma þó fyrst í ljós þegar nóttin skellur á … 299 bls. Forlagið - Vaka-Helgafell IB RAF Ófreskjan í mýrinni Sigrún Eldjárn Í útjaðri lítils þorps standa tvö hús; annað er blámálað og fallegt, hitt er bæði grátt og hrörlegt. Einn daginn kemur fjölskylda í þorpið: pabbi og þrír krakkar sem vita ekkert um umhverfið eða ófreskjuna í mýrinni. Hér er komin dularfull og grípandi saga, prýdd fjölda litmynda, eftir margverðlaunaðan metsöluhöfund. 96 bls. Forlagið - Mál og menning SVK Léttlestrarbók Óvinir mínir Bakteríur og veirur Huginn Þór Grétarsson Stuttur texti á hverri blaðsíðu auðveldar börnum lestur bókarinnar. Að klára að lesa bók fyllir þau sjálfsöryggi og stolti. Bókin hentar vel til að æfa lestur. 20 bls. Óðinsauga útgáfa IB Dagbók Kidda klaufa 17 Rokkarinn reddar öllu Jeff Kinney Þýð: Helgi Jónsson Hér er komin sautjánda bókin í þessum vinsælasta bókaflokki heims, Dagbók Kidda klaufa. Kiddi klaufi vill verða frægur og ríkur. En hvernig fer maður að því? Jú, með því að vera í hljómsveit. Íslenskar þýðingar Helga Jónssonar á bókunum eru margverðlaunaðar. Kiddi klaufi fær alla til að lesa, líka þá sem nenna því ekki. 224 bls. Sögur útgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 2 GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa18 Barnabækur SK ÁLDVERK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.