Bókatíðindi - 01.12.2022, Blaðsíða 39

Bókatíðindi - 01.12.2022, Blaðsíða 39
KIL RAF HLB Jana Berzelius - 7. bók Björninn sefur Emelie Schepp Þýð: Kristján H. Kristjánsson Maður finnst myrtur á hrottalegan hátt á heimili sínu á afskekktum stað í nágrenni Norrköping. Í illa leiknu líkinu finnst bangsi og tuskudýrið leiðir Henrik Levin og Miu Bolander rannsóknarlögreglumenn til Filippu Falk sem starfaði áður hjá lögreglunni. 365 bls. / H 9:16 klst. MTH útgáfa KIL Brotin bein Angela Marsons Þýð: Ingunn Snædal Morð á ungri vændiskonu og kornabarn sem finnst yfirgefið sama vetrarkvöldið er upphafið að erfiðri rannsókn Kim Stone – sem kemst aftur í kynni við manneskju frá sinni eigin hræðilegu æsku. Þegar þrjár vændiskonur í viðbót finnast myrtar í Svörtulöndum í röð árása gera Kim og liðið hennar sér grein fyrir því að hér er sjúkur raðmorðingi að verki. 352 bls. Drápa KIL RAF HLB Böðulskossinn Mons Kallentoft Þýð: Jón Þ. Þór Malin Fors er komin aftur til Linköping eftir viðburðaríkan tíma í Bangkok. Hún er varla búin að koma sér fyrir þegar flugvöllurinn í Linköping verður vettvangur stærstu gíslatöku í sögu Svíþjóðar. Um sumarið skellur á grimmileg ofbeldisalda í Linköping. Malin og félagar eltast við morðingja sem virðist alltaf vera skrefi á undan ... 407 bls. Ugla KIL Dauðinn og mörgæsin Andrej Kúrkov Þýð: Áslaug Agnarsdóttir Sögusviðið er Úkraína eftir fall Sovétríkjanna. Viktor, lánlaus og hæglátur rithöfundur, býr í lítilli blokkaríbúð ásamt þunglyndri mörgæs sem hann hefur tekið í fóstur af fjárvana dýragarði Kiev. Dag nokkurn ræður dagblað hann til að skrifa minningargreinar og skyndilega virðist veröldin brosa við Viktori. „Tragíkómískt meistaraverk.“ D.Telegraph 270 bls. Bjartur KIL Allt sem við misstum í eldinum Mariana Enriquez Þýð: Jón Hallur Stefánsson Dáleiðandi smásögur eftir argentíska rithöfundinn Mariönu Enriquez, eina athyglisverðustu bókmenntarödd Rómönsku-Ameríku, sem vísa í sögulegan og pólitískan veruleika Argentínu. Magnaðar sögur sem hafa vakið athygli víða um heim og verið þýddar á 28 tungumál. 256 bls. Angústúra IB Áður en við urðum þín Lisa Wingate Í þessari áhrifamiklu sögu fléttast saman örlög fimm systkina og líf farsæls saksóknara úr valdamikilli fjölskyldu. Óvæntur fundur verður til þess að hún fer að skoða fjölskyldusögu sína betur. Margverðlaunuð bók um eitt stærsta hneykslismál Bandaríkjanna, um forstöðukonu ættleiðingarstofnunar sem rændi börnum frá fátækum og kom fyrir hjá ríkum. 352 bls. Bergmál KIL Á nóttunni er allt blóð svart David Diop Þýð: Ásdís R. Magnúsdóttir Þegar Alfa Ndiaye treystir sér ekki til að veita æskuvini sínum Mademba Diop náðarhöggið þar sem hann liggur illa særður milli skotgrafa í fyrri heimsstyrjöldinni brestur eitthvað innra með honum og hefndarþorsti heltekur hann. Í fyrstu dást félagarnir að hugrekki Alfa en þegar voðaverkunum linnir ekki hættir þeim að lítast á blikuna. 144 bls. Angústúra KIL RAF HLB Bara móðir Roy Jacobsen Þýð: Jón St. Kristjánsson Lífið á Barrey gengur sinn vanagang. Dag einn eignast Kaja dóttir Ingridar nýjan leikfélaga þegar Matthías litli kemur en stuttu síðar hverfur faðir hans. Bara móðir gerist á eftirstríðsárunum í Noregi þegar dimmur skuggi stríðsins er enn merkjanlegur. Þetta er fjórða bókin í þessum vinsæla sagnaflokki um Ingrid Barrey og fólkið hennar. 288 bls. Forlagið - Mál og menning IB Beta frænka Honoré de Balzac Þýð: Sigurjón Björnsson Beta frænka er saga heitra tilfinninga sem stýra gerðum manna. Hér er fulltrúi tryggðar og hollustu og takmarkalausrar sjálfsafneitunar. Önnur persóna er holdgervingur öfundar og kolsvarts haturs og hin þriðja er spillingunni vígð. Þarna birtast sem sagt tvö meginöfl sálarlífsins – ást og hatur – Eros og Þanatos – engill og djöfull. 486 bls. Skrudda Nýsmurð vefverslun www.boksala.is B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 2 39GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa Skáldverk ÞÝDD
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.