Bókatíðindi - 01.12.2022, Blaðsíða 64

Bókatíðindi - 01.12.2022, Blaðsíða 64
KIL RAF Rauð rúlletta Frásögn innanbúðarmanns af auðævum, völdum, spillingu og hefnd í Kína okkar daga Desmond Shum Þýð: Jón Þ. Þór Í þessari einstöku og upplýsandi bók sviptir höfundur hulunni af ráðandi elítu í Kína og afhjúpar hvað raunverulega gerist á bak við luktar dyr i fjármálaheiminum í þessu fjölmennasta ríki heims þar sem leynd og ógn hefur löngum verið ríkjandi. Gríðarleg spilling, óhóf auðmanna og grimmilegar afleiðingar ef skerst í odda við ráðandi öfl. 368 bls. Ugla IB Rót Allt sem þú þarft að vita um Kína og meira til Lína Guðlaug Atladóttir Bráðfróðleg og skemmtileg bók um ævintýralega nútímavæðingu og uppnám í landi sem ætlar sér að verða stærsta efnahagsveldi heims. Sögulegir atburðir, viðskiptahættir, nýjar atvinnugreinar, listalíf og fjölskrúðugt mannlíf ber á góma í umbúðalausri frásögn af þessu merkilega landi. Litrík og eiguleg bók með fjölda ljósmynda og myndskreytinga. 248 bls. Observant Press SVK Rætur Völuspár Ritstjórar: Þórhallur Eyþórsson og Pétur Pétursson Völuspá er mikilfenglegasta kvæði norrænna miðalda og í þessari bók eru átta greinar frá málþinginu „Völuspá — Norrænn dómsdagur“. Fjallað er um rannsóknir á miðaldatextum með áherslu á nýjar rannsóknir á Völuspá og tengsl kvæðisins við myndræna túlkun miðalda svo og frásagnir er fjalla um endalok heimsins, dómsdag, nýjan himin og nýja jörð. 157 bls. Hið íslenska bókmenntafélag SVK Saga, Chronicle, Romance Robert Cook Ritstjórar: Margrét Eggertsdóttir og Þórunn Sigurðardóttir Saga, Chronicle, Romance er úrval fræðigreina eftir Robert Cook (1932‒2011), fyrrum prófessor í ensku við Háskóla Íslands. Greinarnar eru flokkaðar í þrennt eftir efni og fræðasviði. Í fyrsta hluta er fjallað um Íslendingasögur og riddarasögur, í öðrum hluta um íslenskar bókmenntir frá árnýöld og í þriðja hluta um viðtökur franskra miðaldabókmennta 460 bls. Háskólaútgáfan IB Sálmabók íslensku kirkjunnar Þjóðkirkjan gefur nú út nýja sálmabók með 795 sálmum í fallegu og handhægu broti á alls 1200 blaðsíðum. Í bókinni eru kjarnasálmar kirkjunnar ásamt nýjum sálmum sem margir hafa orðið til á síðustu árum. Nótur eru við alla sálma og hljómar við öll lög. Vönduð efnisflokkun er í bókinni sem nýtist við val á sálmum við messur og aðrar athafnir. 1200 bls. Skálholtsútgáfan - Kirkjuhúsið KIL Orð og tunga 2022 Ritstjórar: Ellert Þór Jóhannsson og Helga Hilmisdóttir Orð og tunga er ritrýnt tímarit sem Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum gefur út árlega. Birtar eru fræðilegar greinar, á íslensku og ensku, sem lúta að máli og málfræði. Sérstök áhersla er lögð á greinar um orðfræði, orðabókafræði, nafnfræði, íðorðafræði og málræktar fræði. 140 bls. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum KIL Þrjúhundruð sextíu&fimm Pabbabrandarar Þorkell Guðmundsson 365 frábærir pabbabrandarar. Þessa bók má engan pabba skorta. 128 bls. Óðinsauga útgáfa SVK Passport to Iceland Ásmundur Helgason Hér er komin hin fullkomna ferðamannabók! Auk gullfallegra mynda af mörgum af fallegustu stöðum Íslands er einnig farið yfir hvað það er að vera Íslendingur. Frábær gjöf til erlendra vina! 80 bls. Drápa SVK Rannsóknir í viðskiptafræði II Ritstjórar: Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, Runólfur Smári Steinþórsson og Þórhallur Örn Guðlaugsson Í 13 köflum segja 23 höfundar frá rannsóknum í heilbrigðisgeira, málefnum innflytjenda, kvikmyndageira, neytendamálum, orkugeira og sjávarútvegi. Einnig er fjallað um ýmis viðfangsefni á sviði þjónustu tengt fjármálafyrirtækjum, vátryggingarfyrirtækjum og stafrænum viðskiptum. 268 bls. Háskólaútgáfan SVK Rannsóknir í viðskiptafræði III Ritstjórar: Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, Runólfur Smári Steinþórsson og Þórhallur Örn Guðlaugsson Rannsóknir í viðskiptafræði er ritröð þar sem birtir eru ritrýndir kaflar um rannsóknir á bæði fræðilegum og hagnýtum þáttum viðskiptafræða. Hér er á ferðinni þriðja bókin í ritröðinni. Fyrsta bókin, Rannsóknir í viðskiptafræði I, kom út á árinu 2020 og Rannsóknir í viðskiptafræði II kom svo út snemma árs 2022. 272 bls. Háskólaútgáfan B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 2 GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa64 Fræði og bækur almenns efnis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.