Bókatíðindi - 01.12.2022, Blaðsíða 41

Bókatíðindi - 01.12.2022, Blaðsíða 41
KIL RAF Gift Tove Ditlevsen Þýð: Þórdís Gísladóttir Tove Ditlevsen (1917-1976) var einn merkari höfunda Dana á síðustu öld. Elskuð af lesendum hlaut hún fjölda verðlauna fyrir verk sín en hún fékk oft harða útreið hjá gagnrýnendum sem margir töldu hana of opinskáa um einkalíf sitt. Verk Tove Ditlevsen þykja gefa einstaka innsýn í líf kvenna á 20. öld. Eitt hennar sterkasta verk í nýrri þýðingu. 172 bls. Benedikt bókaútgáfa KIL RAF HLB Gísl Clare Mackintosh Þýð: Magnea J. Matthíasdóttir Stuttu eftir flugtak frá London til Sidney fær flugfreyjan Mina hrollvekjandi skilaboð. Einhver ætlar að sjá til þess að flugvélin komist ekki á áfangastað – og krefst þess að hún taki þátt í því. Sá hinn sami veit hvernig hann getur þvingað Minu til verksins. Hörku spennudrama frá margverðlaunaða metsöluhöfundinum Clare Mackintosh. 424 bls. Forlagið - JPV útgáfa SVK Gjöf hjúskaparmiðlarans Lynda Cohen Loigman Þýð: Ingunn Snædal Gjöf hjúskaparmiðlarans er yndislega ljúfsár saga af tveimur konum á tveimur mismunandi tímabilum. Gyðingastúlka Sara Glikman kemur til Bandaríkjanna árið 1910 ásamt fjölskyldu sinni og fjölda annarra gyðinga frá Rússlandi. „Vá, ég elska þessa sögu; tvö tímabilin, amman og barnabarnið. Önnur hjúskaparmiðlari, hin skilnaðarlögræðingur.“ 336 bls. Drápa KIL RAF Frjáls Æska í skugga járntjaldsins Lea Ypi Þýð: Eyrún Edda Hjörleifsdóttir Heillandi ævisaga, skrifuð af húmor og skarpskyggni, sem fjallar um uppvöxt í Albaníu á pólitískum óróatímum. Í lok níunda áratugarins var landið eitt það einangraðasta í heimi og hugmyndafræði kommúnismans réð lögum og lofum. En í desember 1990 var Stalín og Hoxa steypt af stalli og landið opnað upp á gátt. 308 bls. Forlagið - Vaka-Helgafell KIL Föli skúrkurinn Philip Kerr Þýð: Helgi Ingólfsson og Kristín V. Gísladóttir Berlín 1938. Í hitamollu síðsumars stefnir Evrópa í stórstyrjöld en í skugga þeirra stórviðburða gengur laus í Berlín fauti sem drepur eingöngu ljóshærðar og bláeygar táningsstúlkur. Einkaspæjarinn Bernie Gunther álpast á slóðir glæpamanna jafnt sem Gestapohrotta. „... einfaldlega uppáhalds spennusagnahöfundurinn minn.“ (Egill Helgason). 368 bls. Bókaútgáfan Sæmundur KIL Fjällbacka-serían Gauksunginn Camilla Läckberg Þýð: Sigurður Þór Salvarsson og Sigríður Eyþórsdóttir Camilla Läckberg er komin til Fjällbacka á ný! Fjällbacka-serían hefur farið sigurför um heiminn, enda sameinar hún flókna ráðgátu og æsispennandi djúpskreiða glæpasögu með einstökum hætti. Nú er samfélagið í Fjällbacka í áfalli eftir tvo skelfilega atburði. Hjónin Erica Falck rithöfundur og Patrik Hedström lögreglumaður fara ekki varhluta að því. Sögur útgáfa KIL Gátan Camilla Läckberg og Henrik Fexeus Þýð: Sigurður Þór Salvarsson Gátan er hörkuspennandi saga eftir glæpasagnadrottninguna Camillu Läckberg og sjáandann Henrik Fexeus – sjálfstæð bók í æsispennandi þríleik um lögreglukonuna Mínu Dabiri og sjáandann Vincent Walder. Kassinn kom út árið 2020 og sló rækilega í gegn – nú er það Gátan sem þenur taugar lesandans. 549 bls. Sögur útgáfa KIL Gestalistinn Lucy Foley Þýð: Herdís M. Hübner Utan við vindasama írska strandlengju safnast gestir saman í brúðkaup ársins! Öll eiga leyndarmál Öll hafa tilefni Gamlir vinir Fornar deilur 348 bls. Bókafélagið Það er töff að lesa bók! B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 2 41GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa Skáldverk ÞÝDD
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.