Bókatíðindi - 01.12.2022, Blaðsíða 7

Bókatíðindi - 01.12.2022, Blaðsíða 7
IB Í frosti og snjó, býr könguló Jón Pétur Hansson Myndir: Lena Björk Bjarnadóttir Þegar jólasnjórinn er að falla, og hundfúl maríubjalla, hún Halla. Hittir Kalla þá gerist það, að skondin jólasaga fer af stað. Í frosti og snjó, býr könguló, er jólasaga þar sem margt skrítið og fyndið gerist, sem vonandi kemur lesandanum í jólaskap. Því jólin geta verið skrítin og furðuleg. En eru alveg dásamleg. 30 bls. LEÓ Bókaútgáfa IB Júlían er hafmeyja Jessica Love Þýð: Ragnhildur Guðmundsdóttir Þegar Júlían sér þrjár töfrandi konur klæddar sem hafmeyjar í lestinni breytist allt. Það eina sem kemst að í huga hans er að verða sjálfur hafmeyja. En hvað mun ömmu finnast um það? 32 bls. Angústúra SVK Kuggur Kátt er í Köben Sigrún Eldjárn Kuggur, Málfríður og mamma Málfríðar eru alltaf jafn hress og kát, og bækurnar um þau hafa nú glatt íslensk börn í 35 ár. Hér kemur glæný bók um ævintýri mæðgnanna og Kuggs í Kaupmannahöfn. 32 bls. Forlagið - Mál og menning IB Kíkjum á risaeðlur Anna Milbourne Í þessari bók er hægt að lyfta flipum og sjá inn í heim risaeðlanna. Sumar eru mjög stórar, aðrar eru með flugbeittar tennur og enn aðrar alsettar göddum. Einföld harðspjalda flipabók sem er bæði skemmtileg og fræðandi fyrir forvitna krakka 2 ára og eldri. 14 bls. Rósakot IB Kóngulóarliðið MARVEL DISNEY Kóngulóarliðið er mætt!! 24 bls. Edda útgáfa IB Heimurinn er hornalaus Svein Nyhus Þýð: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson Ljóðræn og hrífandi bók fyrir unga lesendur, en líka þá sem eldri eru. Viktor situr ofan í pappakassa og hugsar, en um leið fáum við að kynnast heimsmynd hans. Svein Nyhus er einn þekktasti barnabókahöfundur Norðmanna. 96 bls. Dimma IB Hrekkjavaka með Láru Birgitta Haukdal Myndir: Anahit Aleqsanian og Elen Nazaryan Lára ætlar að ganga í hús á hrekkjavökunni með vinum sínum og gera grikk eða fá gott. En fyrst þarf að föndra flottan búning! Þurfa allir krakkar nokkuð að vera í hræðilegum búningi á hrekkjavöku? Hversdagssögur Birgittu Haukdal um Láru og bangsann Ljónsa hafa verið metsölubækur í fjölda ára og vinsæl leiksýning verið gerð eftir þeim. 41 bls. Forlagið - Vaka-Helgafell IB Hundurinn Depill Eric Hill Þýð: Jakob F. Ásgeirsson Litlar hendur elska þessa yndislegu hvolpalegu bók! Slástu í för með Depli þar sem hann skemmtir sér með vinum sínum og sjálfum sér – hvort sem sólin skín eða það rignir. 12 bls. Ugla IB Skemmtilega og skelfilega Húsið hennar ömmu Meeritxell Martí og Xavier Salomó Þýð: Elín G. Ragnarsdóttir Húsið hennar ömmu er mjög undarlegur staður: Þar leynist margt sem kemur á óvart - mundu að taka eftir öllum smáatriðunum. En farðu varlega, þér gæti brugðið! Umfram allt skaltu muna; horfðu upp til himins þegar myrkrið færist yfir! (Já, og eitt enn; alls ekki opna flipana!) 32 bls. Drápa IB Hvar er Depill? Eric Hill Þýð: Jakob F. Ásgeirsson Í þessu fyrsta ævintýri Depils taka börnin þátt í leitinni að hinum fjöruga og skemmtilega hvolpi með því að lyfta flipunum á hverri síðu og athuga hvað leynist undir þeim. Bækurnar um Depil eru eftirlætis flipabækur barnanna. 32 bls. Ugla B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 2 7GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa Barnabækur MYNDRÍK AR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.