Bókatíðindi - 01.12.2022, Side 7

Bókatíðindi - 01.12.2022, Side 7
IB Í frosti og snjó, býr könguló Jón Pétur Hansson Myndir: Lena Björk Bjarnadóttir Þegar jólasnjórinn er að falla, og hundfúl maríubjalla, hún Halla. Hittir Kalla þá gerist það, að skondin jólasaga fer af stað. Í frosti og snjó, býr könguló, er jólasaga þar sem margt skrítið og fyndið gerist, sem vonandi kemur lesandanum í jólaskap. Því jólin geta verið skrítin og furðuleg. En eru alveg dásamleg. 30 bls. LEÓ Bókaútgáfa IB Júlían er hafmeyja Jessica Love Þýð: Ragnhildur Guðmundsdóttir Þegar Júlían sér þrjár töfrandi konur klæddar sem hafmeyjar í lestinni breytist allt. Það eina sem kemst að í huga hans er að verða sjálfur hafmeyja. En hvað mun ömmu finnast um það? 32 bls. Angústúra SVK Kuggur Kátt er í Köben Sigrún Eldjárn Kuggur, Málfríður og mamma Málfríðar eru alltaf jafn hress og kát, og bækurnar um þau hafa nú glatt íslensk börn í 35 ár. Hér kemur glæný bók um ævintýri mæðgnanna og Kuggs í Kaupmannahöfn. 32 bls. Forlagið - Mál og menning IB Kíkjum á risaeðlur Anna Milbourne Í þessari bók er hægt að lyfta flipum og sjá inn í heim risaeðlanna. Sumar eru mjög stórar, aðrar eru með flugbeittar tennur og enn aðrar alsettar göddum. Einföld harðspjalda flipabók sem er bæði skemmtileg og fræðandi fyrir forvitna krakka 2 ára og eldri. 14 bls. Rósakot IB Kóngulóarliðið MARVEL DISNEY Kóngulóarliðið er mætt!! 24 bls. Edda útgáfa IB Heimurinn er hornalaus Svein Nyhus Þýð: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson Ljóðræn og hrífandi bók fyrir unga lesendur, en líka þá sem eldri eru. Viktor situr ofan í pappakassa og hugsar, en um leið fáum við að kynnast heimsmynd hans. Svein Nyhus er einn þekktasti barnabókahöfundur Norðmanna. 96 bls. Dimma IB Hrekkjavaka með Láru Birgitta Haukdal Myndir: Anahit Aleqsanian og Elen Nazaryan Lára ætlar að ganga í hús á hrekkjavökunni með vinum sínum og gera grikk eða fá gott. En fyrst þarf að föndra flottan búning! Þurfa allir krakkar nokkuð að vera í hræðilegum búningi á hrekkjavöku? Hversdagssögur Birgittu Haukdal um Láru og bangsann Ljónsa hafa verið metsölubækur í fjölda ára og vinsæl leiksýning verið gerð eftir þeim. 41 bls. Forlagið - Vaka-Helgafell IB Hundurinn Depill Eric Hill Þýð: Jakob F. Ásgeirsson Litlar hendur elska þessa yndislegu hvolpalegu bók! Slástu í för með Depli þar sem hann skemmtir sér með vinum sínum og sjálfum sér – hvort sem sólin skín eða það rignir. 12 bls. Ugla IB Skemmtilega og skelfilega Húsið hennar ömmu Meeritxell Martí og Xavier Salomó Þýð: Elín G. Ragnarsdóttir Húsið hennar ömmu er mjög undarlegur staður: Þar leynist margt sem kemur á óvart - mundu að taka eftir öllum smáatriðunum. En farðu varlega, þér gæti brugðið! Umfram allt skaltu muna; horfðu upp til himins þegar myrkrið færist yfir! (Já, og eitt enn; alls ekki opna flipana!) 32 bls. Drápa IB Hvar er Depill? Eric Hill Þýð: Jakob F. Ásgeirsson Í þessu fyrsta ævintýri Depils taka börnin þátt í leitinni að hinum fjöruga og skemmtilega hvolpi með því að lyfta flipunum á hverri síðu og athuga hvað leynist undir þeim. Bækurnar um Depil eru eftirlætis flipabækur barnanna. 32 bls. Ugla B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 2 7GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa Barnabækur MYNDRÍK AR

x

Bókatíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.