Bókatíðindi - 01.12.2022, Blaðsíða 46
KIL RAF
Stórstreymi
Cilla Börjlind og Rolf Börjlind
Þýð: Ísak Harðarson
Árið 1987 er morð framið í flæðarmálinu á sænskri
eyju. Fórnarlambið er ung ófrísk kona sem enginn ber
kennsl á. Árið 2011 velur ungur lögreglunemi, Olivia
Rönning, málið sem verkefni í lögregluskólanum.
Fyrr en varir er hún komin á kaf í þessa dularfullu
morðgátu. Það flækir málið enn frekar að Tom
Stilton, sem rannsakaði málið, finnst hvergi.
504 bls.
Forlagið - JPV útgáfa
KIL RAF
Stuldur
Ann-Helén Laestadius
Þýð: Ísak Harðarson
Samastúlkan Elsa verður vitni að því þegar sænskur
granni drepur hreindýrskálfinn hennar. Hún segir
ekki frá enda skiptir lögreglan sér ekki af því þótt
Samar verði fyrir tjóni og grannarnir hæðast að
menningu þeirra. Þegar Elsa vex úr grasi berst hún
gegn misréttinu en þá vitjar fortíðin hennar. Höfundur
byggir söguna á raunverulegum atburðum.
461 bls.
Forlagið - JPV útgáfa
KIL RAF HLB
Sumar í strand hús inu
Sarah Morgan
Þýð: Birgitta Elín Hassell og Marta Hlín Magnadóttir
Þegar meistarakokkurinn Cliff Whitman deyr í bílslysi
breytast aðstæður Joönnu Whitman á svipstundu.
Þrátt fyrir skilnað vegna síendurtekins framhjáhalds
er áhugi slúðurblaðamanna á henni enn sá sami.
Þegar hún kemst að því að unga konan sem var með
fyrrverandi eiginmanni hennar í bílnum er ólétt,
finnur Joanna sig knúna til að bregðast við.
384 bls. / H 11:13 klst.
Björt bókaútgáfa - Bókabeitan
KIL
Svarti engillinn
Nina von Staffeldt
Þýð: Lára Sigurðardóttir
Karlmaður finnst myrtur í báti á reki við
Norður-Grænland. Í farmi bátsins reynist vera
mikið magn af hvítabjarnarskinni og náhvala- og
rostungstönnum. Við fyrstu sýn virðist hér um
að ræða smyglvarning og afrakstur ólöglegra
veiða. Önnur bókin um Sika Haslund og
blaðamanninn Þormóð Gíslason í sjálfstæðum
flokki glæpasagna sem gerast á Grænlandi.
307 bls.
Ugla
KIL RAF HLB
Systirin í skugganum
Þriðja bókin í bókaflokknum um systurnar sjö
Lucinda Riley
Þýð: Valgerður Bjarnadóttir
Star, dularfyllst systranna, er hikandi við að stíga út
úr örygginu sem hún upplifir í nánu sambandi við
systur sína CeCe. Vísbendingin sem Pa Salt skildi
eftir um uppruna hennar leiðir hana í fornbókabúð
í London. Hún stígur út úr skugga systur sinnar
og kýs sína eigin framtíð. Bókaflokkurinn um
systurnar sjö er einhver sá vinsælasti í heimi.
606 bls.
Benedikt bókaútgáfa
KIL
Samkomulagið
Robyn Harding
Þýð: Sigurlína Davíðsdóttir
Samkomulagið er hörkuspennandi sakamálasaga
um hvernig samband ungrar konu við eldri mann,
sykurpabba, verður eitrað og banvænt. Þetta er
áhugaverð saga um kynlíf, þráhyggju og morð.
350 bls.
Bókafélagið
KIL RAF
Sannleiksverkið
Clare Pooley
Þýð: Helga Soffía Einarsdóttir
Julian Jessop, ríflega sjötugur og sérvitur listamaður
heldur því fram að fæstir séu heiðarlegir hverjir við
aðra. En hvernig væri ef fólk væri það? Frumleg og
áhrifamikil saga með litríkum persónum og fyrir
hana hlaut Clare Pooley RNA-verðlaunin fyrir bestu
frumraun í skáldsagnagerð. Bókin varð auk þess
metsölubók og hefur komið út í 30 löndum.
415 bls.
Bjartur
KIL RAF HLB
Sjö eiginmenn Evelyn Hugo
Taylor Jenkins Reid
Þýð: Sunna Dís Másdóttir
Leikkonan og einfarinn Evelyn Hugo er loks
reiðubúin að segja frá glæstri ævi sinni og öllum
hneykslismálunum. En þegar hún velur óþekkta
blaðamanninn Monique Grant til starfans kemur
það engum meira á óvart en Monique sjálfri. Af
hverju varð hún fyrir valinu? Af hverju núna?
496 bls.
Björt bókaútgáfa - Bókabeitan
KIL RAF
Snákurinn mikli
Pierre Lemaitre
Þýð: Friðrik Rafnsson
Mathilde er miðaldra andspyrnuhetja, ekkja, móðir
og hundavinur. Þessi elskulega kona, sem er hvers
manns hugljúfi, á sér þó aðra og skuggalegri hlið sem
aðeins örfáir vita um. Bráðskemmtileg og óvænt saga
eftir einn vinsælasta spennusagnahöfund Frakka.
283 bls.
Forlagið - JPV útgáfa
KIL RAF
Staðurinn
Annie Ernaux
Þýð: Rut Ingólfsdóttir
Hann fór aldrei inn á söfn og las eingöngu
héraðsblaðið, verkamaðurinn sem varð smákaupmaður.
Hann flíkaði ekki tilfinningum sínum en bar þá einlægu
von í brjósti að dóttir hans gengi menntaveginn.
Dóttirin er Annie Ernaux, Nóbelsverðlaunahafi í
bókmenntum 2022. Í þesssari snilldarlegu bók fjallar
hún á nærfarin hátt um samband sitt við föður sinn.
108 bls.
Ugla
B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 2 GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa46
Skáldverk ÞÝDD