Bókatíðindi - 01.12.2022, Blaðsíða 66

Bókatíðindi - 01.12.2022, Blaðsíða 66
GOR Stærðfræði 3C Diffrun og einkenni ferla - greining ferla - heildun Gísli Bachmann Þessi kennslubók er ætluð nemendum á 3. þrepi (þriðja áfanga) í stærðfræði í framhaldsskóla. Í henni er fjallað um diffrun og einkenni ferla, greiningu ferla og heildun. 120 bls. IÐNÚ útgáfa KIL Svikin við erfðaskrárnar Milan Kundera Þýð: Friðrik Rafnsson Frumleg og ögrandi ritgerð eftir einn af meisturum 20. aldar bókmennta. Ritgerðin er í níu hlutum og skrifuð eins og skáldsaga. Sömu persónur koma fyrir aftur og aftur: Stravinski, Kafka, Nietzsche, Janacek, Hemingway, Rabelais og erfingjar hans, risar skáldsögunnar, en segja má að tónlistin og skáldsagan séu meginviðfangsefni bókarinnar. 308 bls. Ugla GOR Sýklafræði og sýkingavarnir - tilraunaútgáfa Ásdís Lilja Ingimarsdóttir og Þórdís Hulda Tómasdóttir Í bókinni er fjallað um mismunandi tegundir örvera, sérkenni þeirra og byggingu, en sérstök áhersla lögð á sjúkdómsvaldandi örverur auk ítarlegrar umfjöllunar um sýkingavarnir. Bókin er ætluð nemendum í heilbrigðisvísindum á framhaldsskólastigi en jafnframt öllum þeim sem vilja fræðast um grundvallaratriði sýklafræði og sýkingavarna. 287 bls. IÐNÚ útgáfa SVK Sýnisbók þess að Ísland er ekki barbaraland Ritstjórar: Margrét Eggertsdóttir og Guðvarður Már Gunnlaugsson Þýð: Sigurður Pétursson Umsj: Hjalti Snær Ægisson Specimen Islandiæ non barbaræ er bókmenntasögulegt rit, samið á latínu af Jóni Þorkelssyni (1697–1759) Skálholtsrektor. Markmið þess er að sýna hinum lærða heimi að Íslendingar séu menntuð bókmenntaþjóð. Sigurður Pétursson (1944–2020) þýddi verkið á íslensku en Hjalti Snær Ægisson bjó verkið til útgáfu. Útgáfan er tvímála og henni fylgja skýringar. 421 bls. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum KIL Saga Tímarit Sögufélags LX: 1 og 2 2022 Ritstjórar: Vilhelm Vilhelmsson og Kristín Svava Tómasdóttir Tímaritið Saga kemur út tvisvar á ári, vor og haust. Efni þess tengist sögu og menningu landsins í víðum skilningi. Ritrýndar greinar og viðhorf mynda stærstu efnisþætti tímaritsins. Í Sögu birtast einnig ritdómar og ritfregnir um nýjar bækur er varða sögu, einkum Íslandssögu, og annað efni af sagnfræðilegu tagi. Ómissandi öllu áhugafólki um sögu. 278 bls. Sögufélag IB Stiklur um undur Íslands Ómar Ragnarsson Myndh: Friðþjófur Helgason Við fylgjum eldhuganum Ómari Ragnarssyni, helsta baráttumanni okkar fyrir íslenskri náttúru, um perlur og stórbrotna staði þessa undralands sem Ísland er. Fetum í fótspor hans og ljósmyndarans Friðþjófs Helgasonar um fáfarnar slóðir, leynistaði sem þeir hafa heimsótt og svæði sem Ómar hefur sérstakt dálæti á. Ómar og Friðþjófur – stiklarar í 50 ár. 352 bls. Sögur útgáfa SVK Stórasta land í heimi Þrautabók um Ísland Ari H.G. Yates Þýð: Anna Yates Ísland er sannarlega skrítinn og skemmtilegur hrærigrautur, í senn heitt og kalt, lítið og stórt o.s.frv. – og þjóðin sem byggir það er sömuleiðis alveg sérstök, fámenn en samt svo áberandi. Bókin er full af heilabrotum, fróðleik og skemmtun og geymir næstum því allt sem gott er og gaman að vita um þetta stórasta land í heimi. Einnig til á ensku. 56 bls. Forlagið - JPV útgáfa IB Strand í gini gígsins Surtseyjargosið og mannlífið í Eyjum Ásmundur Friðriksson Sursteyjargosið sem hófst 14. nóvember 1963 hafði mikil áhrif á Vestmannaeyinga. Í þessari mögnuðu bók er brugðið upp einstakri mynd af mannlífinu í Eyjum á árum Surtseyjarelda og lýst ótrúlegum svaðilförum tengdum þeim sem fæstar hafa verið færðar í letur áður. Höfundur bókarinnar gæðir frásögnina lífi með fjörmiklum stílsmáta sínum. 296 bls. Ugla SVK Straumar frá Bretlandseyjum Rætur íslenskrar byggingarlistar Hjördís Sigurgísladóttir og Dennis Davíð Jóhannesson Straumar frá Bretlandseyjum - Rætur íslenskrar byggingarlistar er afrakstur sögulegs rannsóknarverkefnis arkitektanna Hjördísar og Dennis. Hún fjallar um hvernig áhrif frá Bretlandseyjum hafa mótað íslenska byggingarsögu frá upphafi byggðar og fram á daginn í dag. 124 bls. Arkitektar Hjördís & Dennis IB Stund milli stríða Saga landhelgismálsins, 1961-1971 Guðni Th. Jóhannesson Saga landhelgismálsins er þjóðarsaga. Hún er saga baráttu um lífshagsmuni og þjóðarheiður. Höfundur segir frá litríkum köppum og æsilegum atburðum, bæði á sjó og landi. Jafnframt setur hann atburði og ákvarðanir í samhengi, dregur ályktanir en eftirlætur lesandanum líka að mynda sér eigin skoðanir. Hér er þessi saga rakin í máli og myndum. 518 bls. Sögufélag B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 2 GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa66 Fræði og bækur almenns efnis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.