Bókatíðindi - 01.12.2022, Blaðsíða 13

Bókatíðindi - 01.12.2022, Blaðsíða 13
IB Spæjarastofa Lalla og Maju Dýraráðgátan Martin Widmark Þýð: Æsa Guðrún Bjarnadóttir Myndir: Helena Willis Ráðgátubækurnar henta vel fyrir krakka sem vilja æfa lesturinn því letrið er stórt og setningarnar stuttar. Það ríkir neyðarástand í gæludýrabúð Víkurbæjar. Dýrin eru óútskýranlega slöpp en spæjararnir og dýravinirnir Lalli og Maja trúa því varla að einhver sé að eitra fyrir þeim! Ríkulega myndskreytt metsölubók. 100 bls. Forlagið - Mál og menning IB Ekki opna þessa bók - þú munt sjá eftir því Andy Lee Það er fullt af betra efni til að lesa í staðinn fyrir þessa bók! Lestu frekar bréfin í póstlúgunni, innihaldslýsinguna á tómatsósuflöskunni í ísskápnum ykkar og kvittanir úr matvörubúðinni. Allt annað en þessa bók! Ekki opna bókina – þú munt sjá eftir því! 30 bls. Óðinsauga útgáfa IB Eldgos Rán Flygenring Þegar lúsafaraldur brýst út í skólanum hans Kaktuss bregður leiðsögumaðurinn mamma hans á það ráð að taka hann með sér í vinnuna. Kaktusi þykir íslensk náttúra ekki jafn svakalega spennandi og hinum rútufarþegunum en hann skiptir snögglega um skoðun þegar hann rekur augun í eitthvað rauðglóandi í fjarska ... 72 bls. Angústúra IB Spæjarastofa Lalla og Maju Fótboltaráðgátan Martin Widmark Myndir: Helena Willis Þýð: Æsa Guðrún Bjarnadóttir Hörkuspennandi fótboltaleikur Víkurbæjar og Sólbakka stendur sem hæst þegar verðlaunabikarinn hverfur skyndilega. Lögreglustjórinn er sveittur í markinu og á erfitt með að leysa gátuna. Það kemur því í hlut spæjaranna Lalla og Maju að leggja lævísar gildrur fyrir þau grunuðu! Skemmtileg saga með bráðfyndnum litmyndum á hverri opnu. 100 bls. Forlagið - Mál og menning IB RAF HLB Frankensleikir Eiríkur Örn Norðdahl Myndir: Elías Rúni Þegar Fjólu er sagt að jólasveinarnir séu ekki til hefst hún strax handa við að afsanna þær fáránlegu fréttir. Þá kemur óvænt að góðum notum að stóri bróðir hennar hefur stjórnlausan áhuga á ófreskjum og veit allt sem hægt er að vita um skrímsli Frankensteins. Sprenghlægileg jólasaga eftir verðlaunahöfund sem kemur sífellt á óvart. 96 bls. Forlagið - Mál og menning IB Búkolla - tónlistarævintýri Gunnar Andreas Kristinsson Myndir: Böðvar Leós Búkolla er fimmta bókin í ritröð Töfrahurðar sem byggir á íslenskum þjóðsagnaarfi. Sagan er hér framsett sem tónlistarævintýri með skemmtilegri tónlist eftir Gunnar Andreas Kristinsson. Sögumaður er Huld Óskarsdóttir, en um hljóðfæraleik sér Caput undir stjórn Guðna Franzsonar. Geisladiskur fylgir með bókinni. 24 bls. Töfrahurð KIL Heyrðu Jónsi Draumastarfið Sally Rippin Í þessari bók ætlar Jónsi að heimsækja slökkvistöðina - án Binnu! Verður eins gaman að fara án besta vinar síns? Bækurnar um Jónsa henta vel fyrir yngstu lesendurna. 44 bls. Rósakot IB Orri óstöðvandi Draumur Möggu Messi Bjarni Fritzson Loksins færðu að vita hvað Magga var valin í. Ekki nóg með það heldur ætlar Magga sjálf að segja þér frá því. Eða alveg þangað til hún lendir í sjúklega hræðilegum umboðsmönnum og ég þarf að bjarga málunum. Ég get alls ekki sagt þér meira án þessa að spilla fyrir lestrinum. En ef þér fannst MÖGGU MESSI BÓKIN skemmtileg þá áttu eftir að elska þessa. 273 bls. Út fyrir kassann IB RAF HLB Ljósaserían Dred fúlíur, flýið! Hilmar Örn Óskarsson Myndh: Blær Guðmundsdóttir Hávarður, Maríus og Bartek eru mættir aftur. Það styttist í jól og holupotvoríurnar hafa ekki gefist upp. Þeim hefur meira að segja borist andstyggilegur liðsauki. Og hver er þessi Ófelía? Er hún holupotvoría í dulargervi? Útsendari þeirra? Eða eitthvað MIKLU hættulegra? Myndir eftir Blævi Guðmundsdóttur. 96 bls. Bókabeitan IB HLB Ljósaserían Dularfulla hjólahvarfið Brynhildur Þórarinsdóttir Myndh: Elín Elísabet Einarsdóttir Enn er eitthvað dularfullt á seyði í hverfinu. Reiðhjól hverfa úr hjólaskýlinu við blokkina sem Katla, Hildur og Bensi búa í. Krakkarnir taka til sinna ráða og reyna að komast til botns í málinu. Rannsóknin tekur óvænta stefnu en skyldi þeim takast að leysa gátuna, aftur? Myndir eftir Elínu Elísabetu. 80 bls. Bókabeitan B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 2 13GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa Barnabækur SK ÁLDVERK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.