Bókatíðindi - 01.12.2022, Blaðsíða 72

Bókatíðindi - 01.12.2022, Blaðsíða 72
IB Endurminningar Guðrún Borgfjörð Bókin veitir fágæta innsýn í líf alþýðukonu sem ólst upp í Reykjavík á seinni hluta 19. aldar. Hér er að finna frásagnir af sögulegum atburðum, svo sem þjóðhátíðinni 1874, þjófnaðinum í Laugarnesstofu og samtímalýsingu á Katanesdýrinu. Í þessari útgáfu er fylgt handriti Guðrúnar en við fyrri útgáfu voru fáein atriði í handriti talin óviðeigandi. 312 bls. Bókaútgáfan Sæmundur IB Ég verð að segja ykkur Ingvar Viktorsson lætur gamminn geisa Guðjón Ingi Eiríksson Ingvar Viktorsson er magnaður sagnamaður og hér eru óteljandi sögur, af honum sjálfum og samferðafólki hans, t.d. Hauki pressara, Blakki, Gunna á Stöng, Gísla bónda. Hallsteini Hinrikssyni, Bigga Björns, Bergþóri Jóns, Helga Ragg, Pat Quinn, Bogdan handboltaþjálfara, Hansa Guðmunds, Muggi og eru þá fáir nefndir. 288 bls. Bókaútgáfan Hólar IB Flug í ókyrru lofti Pétur J. Eiríksson Þetta er sagan af því hvernig tókst að skapa nýtt Icelandair og breyta einu versta flugfélagi Evrópu í eitt það besta. Pétur J. Eiríksson sem stóð í hringiðunni í 28 ár segir hér opinskátt og hreinskilið frá því sem gerðist að tjaldabaki og gefur óvenjulega innsýn í rekstur Flugleiða, FL Group og síðan Icelandair Group. 246 bls. Almenna bókafélagið IB RAF Guðni – Flói bernsku minnar Guðni Ágústsson og Guðjón Ragnar Jónasson Guðni Ágústsson ólst upp í Flóanum upp úr miðri síðustu öld í sextán systkina hópi. Hér sest hann upp í bíl og býður lesandanum í ferð á vit æskustöðvanna í fortíð og nútíð. Guðni segir sögur af fólki, jafnt kynlegum kvistum sem virðulegum stórmennum. Guðni er einlægur í frásögnum sínum en glettnin er aldrei langt undan. 227 bls. Veröld IB Handrit. Baráttu saga full hugans, séra Halldórs í Holti Æviminningar séra Halldórs Gunnarssonar í Holti Halldór Gunnarsson Sr. Halldór gerir upp þau málefni sem hann barðist fyrir og þurfti oft að lúta í lægra haldi, þótt síðar kæmi í ljós að hann hafi haft rétt fyrir sér. Titillinn vísar til baráttu hans við landbúnaðarkerfið, kirkjuna og stjórnmálin sem Halldóri finnst vera að fyrnast. Þrátt fyrir það eru málefnin sem fjallað er um, enn í dægurmálaumræðu og katljósi fjölmiðla. 202 bls. Hugfari HLB Hundrað óhöpp Hemingways Lilja Sigurðardóttir Lesari: Birgitta Birgisdóttir, Sigríður Láretta Jónsdóttir, Örn Árnason, Lilja Sigurðardóttir, Þuríður Blær Jóhannsdóttir, Pálmi Gestsson, Haraldur Ari Stefánsson og Kolbeinn Arnbjörnsson Glæpasagnadrottningin Lilja Sigurðardóttir fetar hér nýjar slóðir og leiðir hlustendur í gegnum ævi rithöfund- arins Ernests Hemingways, allt frá æsku hans sem lítil stúlka til harmrænna endaloka hans. Örn Árnason túlkar Hemingway af sinni alkunnu snilld, og á leiðinni er staldrað við fjölmörg ævintýraleg óhöpp skáldsins. H 7:30 klst. Storytel KIL Júnkerinn af Bræðratungu Sjálfsævisaga Páls Skúlasonar Páll Skúlason Við ævilok lét Páll Skúlason frá Bræðratungu eftir sig sjálfsævisögu þar sem hann segir af hógværð og hispursleysi frá lífi sínu, sigrum þess og ósigrum. Frásögnin er glaðleg og jafn laus við játningar drykkjumanns og beiskju gagnvart því lífi sem liðið er. Á stöku stað gerir höfundur grín að samferðamönnum en liggur yfirleitt gott orð til fólks. 200 bls. Bókaútgáfan Sæmundur IB RAF Lifað með öldinni Jóhannes Nordal Jóhannes Nordal lifði 20. öldina, öld umskipta og öfga, þegar grunnur var lagður að nútímasamfélagi. Á þessum blöðum vaknar sú öld, með horfnu mannlífi og afdrifaríkum atburðum sem enn móta líf okkar. Þar var Jóhannes iðulega virkur þátttakandi og lýsir mörgu sem gerðist bak við tjöldin og ýmsum af helstu áhrifamönnum aldarinnar. 770 bls. Forlagið - Vaka-Helgafell Rosa klár en samt svo hress B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 2 GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa72 Ævisögur og endurminningar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.