Bókatíðindi - 01.12.2022, Blaðsíða 57

Bókatíðindi - 01.12.2022, Blaðsíða 57
SVK Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar Bíbí í Berlín Sjálfsævisaga Bjargeyjar Kristjánsdóttur Guðrún Valgerður Stefánsdóttir Bíbí hét fullu nafni Bjargey Kristjánsdóttir (1927- 1999). Hún var kennd við kotbæ foreldra sinna, Berlín. Hún var stimpluð „fáviti“ frá því í bernsku. Þegar Bíbí var þrítug lést móðir hennar og var hún í kjölfarið flutt á elliheimili á Blönduósi. Um síðir flutti hún í sjálfstæða búsetu. Sjálfsævisagan ber vott um góða greind, kímnigáfu og innsæi. 368 bls. Háskólaútgáfan SVK Boðaföll Nýjar nálganir í sjálfsvígsvörnum Agla Hjörvarsdóttir, Fanney Björk Ingólfsdóttir, Harpa Sif Halldórsdóttir, Hrefna Svanborgar Karlsdóttir, Sigurborg Sveinsdóttir og Svava Arnardóttir Sjálfsvíg og sjálfsskaði eru málefni sem snerta okkur öll. Boðaföll er fyrsta íslenska bókin sem fjallar um þetta út frá persónulegri reynslu höfunda af öngstræti. Bókin miðlar raunverulegri von um bata fyrir öll sem hafa þjáðst á þennan hátt. Bókin gagnast fólki í vanlíðan, ástvinum þeirra, fagfólki og samfélaginu öllu. 264 bls. Hugarafl SVK Byggðafesta og búferlaflutningar á Íslandi Ritstjóri: Þóroddur Bjarnason Í þessu riti er veitt yfirlit um svæðisbundna mannfjöldaþróun á Íslandi og búferlaflutninga innanlands og utan. Fjallað er um tengsl búferlaflutninga við menntun, atvinnu, samgöngur, húsnæði, þjónustu, búsetuánægju, staðartengsl, fjölskyldu og vini, jafnrétti kynjanna og slúður. Loks er lagt mat á framtíðarhorfur í búferlaflutningum og byggðaþróun. 400 bls. Háskólaútgáfan KIL RAF HLB Catilinusamsærið Gaius Sallustius Crispus Þýð: Guðmundur J. Guðmundsson Rómaveldi á árunum 66–62 f. Kr. Þá gerði öldungaráðsmaðurinn Lucius Catilina ásamt nokkrum félögum tilraun til að ræna völdum í ríkinu. Þótt frásögnin sé lífleg og spennandi dregur höfundur upp dökka mynd af stjórnmálaástandinu í Róm á þessum tíma, enda telur hann að samsæri Catilinu sé eins konar forleikur að falli rómverska keisaraveldisins. 151 bls. Ugla KIL Dagbók úr fangelsi Sigurður Gunnarsson Bók þessi var skrifuð meðan höfundurinn var vistaður á Litla Hrauni og lýsir lífinu innan veggja fangelsins nánast dag frá degi þá fimm mánuði sem hann dvaldist þar. Bókin lýsir samskiptum fanganna innbyrðis og við fangaverði, aðbúnaði í fangelsinu o.fl. Einstakur vitnisburður um lífið í íslensku fangelsi, skrifuð af mikilli næmni og skilningi. 289 bls. Skrudda SVK Á heimaslóð Alfreð Washington Þórðarson Alfreð Washington Þórðarson var einn þeirra sem settu sterkan svip á listalíf Vestmannaeyja á fyrri hluta og fram yfir miðja síðustu öld. Hann samdi mörg falleg og grípandi lög sem urðu vinsæl en önnur hafa smám saman gleymst. Með þessari útgáfu á 14 lögum Alfreðs við ljóð þekktra Eyjamanna leita lög hans heim til Eyja að nýju. 60 bls. Bókaútgáfan Sæmundur IB Á slóðum Akurnesinga Þættir um mannlíf og sögu Ásmundur Ólafsson Ásmundur Ólafsson kemur víða við á slóðum Akurnesinga í þessu greinasafni, allt frá landnámi til nútímans. Hann fjallar sem fyrr um sögu og fjölskrúðugt mannlífið á Skipaskaga af innsæi líkt og í fyrri bók sinni „Á Akranesi“ sem kom út árið 2016. 224 bls. MTH útgáfa IB Á sporbaug Nýyrði Jónasar Hallgrímssonar Anna Sigríður Þráinsdóttir Myndh: Elín Elísabet Einarsdóttir Jónas Hallgrímsson, listaskáldið góða, var okkar helsti orðasmiður. Svo vel voru orðin hönnuð og vandlega hugað að lögun þeirra, hljómi, útliti og notagildi að þau festu rætur í málinu. Hér eru dásamlegu nýyrðin hans samankomin í skemmtilegri bók. Anna Sigríður Þráinsdóttir skrifar um orðin og Elín Elísabet Einarsdóttir segir sögu Jónasar í myndum. 208 bls. Sögur útgáfa IB RAF Á sögustöðum Helgi Þorláksson Hugmyndir okkar um sögustaði landsins mótuðust yfirleitt af þjóðernisrómantík á 19. og 20. öld. Hér er fjallað um sex fræga og óumdeilda sögustaði í nýju ljósi: Bessastaði, Hóla, Odda, Reykholt, Skálholt og Þingvelli. Sagan er rakin og leitað svara við spurningunni: Hvað er eiginlega svona merkilegt við sögustaði? Stórfróðleg og áhugaverð bók! 463 bls. Forlagið - Vaka-Helgafell SVK Baráttan um bjargirnar Stjórnmál og stéttabarátta í mótun íslensks samfélags Stefán Ólafsson Þessi bók varpar nýju ljósi á þróun íslensks samfélags og lífskjara almennings. Hún sýnir hvernig vald og hagsmunir ólíkra stétta og átök þeirra um áhrif réðu för. Vinstri stjórnmálaöfl urðu ekki jafn áhrifamikil hér og á hinum Norðurlöndunum, en íslensk verkalýðshreyfing bætti það upp að hluta. Þetta er grænbók um hvað má betur fara í samfélaginu. 334 bls. Háskólaútgáfan B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 2 57GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa Fræði og bækur almenns efnis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.