Læknaneminn - 01.10.1993, Page 44
Auka þarf vituud um þessi vandamál hjá almenningi
í samvinnu heilbrigðisstétta og fjölmiðla. Á íslandi
ætti það að vera miklu léttara en viðast erlendis. Hafa
ber í huga að ef upplýstur einstaklingur veikist af
berklum eru minni líkur á að meðferðin misfarist.
Með framförum í bakteríufræði er nú mcð nýrri
tækni unnt að fá ræktunamiðurstöður og næmispróf á
berklabakteríum a.m.k. helmingi fyrr en áður var.
Rannsóknastofa Háskólans í sýklafræði hefur séð
fyrir bættri greiningu og næmisprófi að þessu leyti.
Það á alltaf að gera næmispróf.
Ef vafi er á að sjúklingurinn fylgi forskrift um
lyfjatöku verður að nota eitthvert kerfi þar sem fylgst
er með hvenær og hvemig lyfin em tekin hvort sem
um er að ræða spítalavist, göngudeildanneðferð eða
lyfjatöku heima undir eftirliti heiinalijúkmnar. Enn
er vandinn ekki slíkur hérlendis að ástæða sé til að
grípa til þess hjá öllum.
Ef engin fyrri saga er um lyfjameðferð og líkur em
á að sjúklingur hafi smitast hérlendis á að gefa a.m.k.
þrjú lyf fyrstu tvo mánuðina þ.e. rífampín, ísóníazíð
og pýrazínamíð uns næmispróf berast. Nú er sums
staðar mælt með því að gefa alltaf fjögur lyf í byrjun,
líka í löndum þar sem nýgengi berkla er lágt og
lyfjaviðnám sjaldséð (17). Bent er á að ef etambútól er
valið sem 4. lyf verði viðbótarkostnaður ekki mikill.
Ef sjúklingur kemur frá eða gæti hafa smitast í
landi þar sem mikið er um berklabakteríur með
lyfjaviðnám fyrir einu lyfi á að gefa a.in.k. fjögur lyf
fyrstu tvo mánuðina R, H og Z og streptómýcín (S)
eða etambútól (E) og taka hráka í ræktmi og næmispróf
í upphafi.
Ef sjúklingur hefur fengið berklalyfjameðferð áður
(í einn mánuð eða lengur) og hætta er á lyfjaviðnámi
fyrir meira en einu lyfi á að hefja meðferð með fimm
lyfjum (t.d. HREZS með mið af fyrri lyfjasögu) uns
niðurstaða úr næmisprófum liggur fyrir.
NOKKUR AIRIÐIUM MEÐFERÐ
BERKLA Á ÍSLANDI
Innflutningur fólks til íslands er nú um 400 á ári.
Það er mikilvægt að siima þessu fólki vel. Með tilliti
til berklavama þarf hér sérstakt eftirlit og meðferð þar
sem hún á við. Lungnamynd og berklapróf eru
óhjákvæmilegur hluti af skoðun þegar beðið er um
heilbrigðisvottorð hjá læknum vegna atvimiuleyfis
og/eða dvalarleyfis. Ef ekkert bendir til smitunar með
berklabakteríum og lungnamynd er eðlileg er málið
fljótafgreitt. Ef berklapróf er jákvætt verður að skýra
út eðli málsins og taka afstöðu til fyrirbyggjandi
meðferðar. Á þessu vill stundum verða misbrestur.
Einnig kemur fyrir að læknar ákveða að byrja meðferð
en gefast upp þegar örðugleikar koma upp, fólkið
mætir ekki í eftirlit og það þarf að fara að eltast við það.
Læknar virðast smndum vanmeta þá erfiðleika sem
geta verið því samfara að framkvæma meðferðina, Ld.
tímafrekar útskýringar og vottorðaskrif. Oft eru
tungumálaörðugleikar á báða bóga og framandi
menningarheimar mætast með misjöfnum árangri.
Ættingjar og vinir þreytast á að mæta með sem túlkar
enda er fátítt að þeir fái greitt fyrir vinnu sína við það.
Fái innflytjendur fyrirbyggjandi meðferð jafnóðum
og þeir koma dl landsins tryggir það, að öðru óbreyttu,
áframhaldandi lækkun á heildarnýgengi berkla
hérlendis. Þetta er fyllilega gerlegt og raunhæft. Á
Lungna- og berklavamadeild eru nú fleiri tugir
meðhöndluð með fyrirbyggjandi meðferð á ári en er
reyndar breydlegt eftír sveiflum í tölu innflytjenda.
Gróft áætlað má þanmg fyrirbyggja eitt berklatilfelli
með því að meðhöndla 10 nýsmitaða. Það skal tekið
fram að við smitandi berkla verða oftast flestar
nýsmitanir í innsta umgengnishring þ.e. meðal
fjölskyldu og náinna vina. Við vitum að einstaklingar
með smitandi berkla hérlendis eru með einkenni í um
3 mánuði áður en þeir greinast. Þar eð torvelt hefur
reynst að minnka þennan tíma ríður á að fækka
dlfellunum (5).
Bæði fyrirbyggjandi meðferð og sjúkdómsmeðferð
berkla á að vera einstaklingum að kostnaðarlausu,
bæði lyf og heimsóknir. Öðruvísi verður meðferð
illframkvæmanleg. Þetta er þjóðfélaginu í hag ekki
síður en sjúklingnum. Meðferðina á helst að
framkvæma á einum stað þ.e. á Heilsuvemdarstöð
Reykjavíkur enda hefur meirihlud tilfella verið
meðhöndlaður þar síðusm árin. Ef berklar greinast hjá
iimiliggjandi sjúklingi á spítala þarf auðvitað oft að
heíja meðferð tafarlaust en rétt er, efdr útskrift, að vísa
til framhaldandi meðferðar á Lungna- og
berklavamardeild.
Meðferð berkla á einum stað eflir berklavamir en
dreifing og fjölgun meðferðaraðila veikir þær. Þróun
berklaima erlendis bendir ekki dl að nú sé réttí tíminn
fyrir íslendinga að breyta eða draga úr berklavömum.
Ef lög um berklavamir frá 1939 verða felld úr gildi er
mikilvægt að fella inn í önnur lög ákvæði berklalagamia
um að meðferð berklasjúklinga eigi að vera þeim að
kostnaðarlausu.
42
LÆKNANEMINN 2 1993 46. árg.