Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1999, Side 11

Læknaneminn - 01.04.1999, Side 11
rannsóknir hafa sýnt að áhættuhlutfall ættingja maga- krabbameinssjúklinga er rúmlega tvöfalt og að konur hafi umtalsvert hærri áhættu en karlar eða allt að sex- falda þegar móðir þeirra var með magakrabbamein. Á síðari árum hafa fundist sameindaerfðafræðilegar breytingar í völdum fjölskyldum sem styður enn frek- ar það álit að til sé fjölskyldulægt form af sjúkdómn- um, þótt þær breytingar sem lýst hefur verið séu mjög sjaldgæfar og geti aðeins skýrt lítinn hluta maga- krabbameinstilfella. Erfðarannsóknir á magaæxlum sýna að litningabrengl er algengt. Yfirtjáning á p53 prótíni sést snemma8 og óstöðugleika (microsatellite instability) í erfðaefninu hefur verið lýst í allt að helming magaæxla. Orsakir þess hafa ekki verið skýrðar á fullnægjandi hátt, né er hlutverk viðgerðar- ensíma (hMLH 1, hMSH2) nægilega vel rannsakað9. Athyglisvert er þó að í fjölskyldulægum tilfellum virðist vera meira um erfðafræðilegan óstöðugleika10. Tap á arfblendni hefur einnig verið lýst í maga- krabbameini á svæði BRCAl geni í ungum einstak- kölluð stúfkrabbamein og eru vond viðureignar tæknilega vegna breyttrar líffærafræði og innvexti í t.d. þverristilshengi (mesocolon transversum). Þau hafa almennt verri horfur15. Sjúklingar í blóðflokki A eru taldir hafa aukna tíðni á magakrabbameini. TEGUNDIR Lauren skipti magakrabbameinum í garnafrumu (intestinal), dreiffrumu (diffuse) og óvissan (inde- terminate) flokk16. Þessi einfalda skipting hefur reynst mjög gagnleg í faraldsfræðilegum rannsóknum. WHO skipting er einnig notuð í flokkun og er lögð til grundvallar í TNM kerfinul7. Þar sem nýgengi sjúk- dómsins er hátt er hlutfallslega mest af garnafrum- gerð æxlisins. I Finnlandi, sem árið 1965 hafði háa tíðni, var hlutfallið 53% fyrir garnafrumugerð, 33% fyrir dreiffrumugerð og óviss gerð var 14%. Tafla 1. Nýgengi garnafrumu- og dreiffrumukrabbameins (per 100.000 á ári) á íslandi Ár Karlar Garnafrumugerð Dreiffrumugerð Konur Garnafrumugerð Dreiffrumugerð 1960-69 19.7 4.8 7.1 2.1 1970-79 16.7 3 6.2 1.7 1980-89 12.3 2.8 3.6 2.2 lingum með magakrabbamein" og „Transforming Growth Factor beta type 11“ viðtaka12. Nýlegar rann- sóknir hafa bent til truflunar á tjáningu cadherin prótína, sérstaklega E-cadherin á litningi 16q22. Prótínfjölskylda þessi er mikilvæg fyrir viðloðun frumna og utanfrumuefnis og frumutjáskipti. Meðal annars hefur verið lýst E-cadherin stökkbreytingu í fjölskyldulægu magakrabbameini" '4. Auk breytinga í E-cadherini er vel þekkt að magakrabbamein er al- gengt í krabbameinsheilkennum með þekktum sam- eindaerfðafræðilegum breytingum. Dæmi um slíkt er HNPCC (hereditary non polyposis colon cancer) og Li-Fraumeni heilkennið. Þvf er mikilvægt við skoðun á fjölskyldulægu magakrabbameini að útiloka að um þessi vel þekktu en sjaldgæfu heilkennni sé að ræða. Sjúklingar eftir hlutamagaúrnám (partial gastrectomy) vegna góðkynja sjúkdóms hafa lægri tíðni magakrabbameins fyrstu árin á eftir. Eftir 15 ár er tíðnin hærri en það sem búast má við. Þetta eru Tafla 1 sýnir hvernig garnafrumugerðinni hefur fækkað í báðum kynjum á Islandi18. Nokkur munur er talinn vera á hegðun garnafrumukrabbameins og dreiffrumukrabbameins19. Garnafrumukrabbamein er algengast í þýði með háa tíðni, er tengt umhverfis- þáttum (t.d. H pylori), talið algengara í eldra fólki, hefur betri horfur, hefur vefjafræðilegar forstigs- breytingar (metaplasia, dysplasia, cancer in situ) og meinverpist fremur til lifrar. Dreiffrumukrabbamein hefur svipaða tíðni í öllum þýðum óháð nýgengi, er hugsanlega fjölskyldutengt og ungar konur með sjúk- dóminn hafa frekar dreiffrumutegund. Einnig hefur það verri horfur, ekki þekktar forstigsbreytingar og staðbundna útbreiðslu. ÚTBREIÐSLA-TÍÐNI Mikill munur er á útbreiðslu magakrabbameins milli landa og einnig milli hópa í sama landi. Ný- LÆKNANEMINN • 1. tbl. 1999, 52. árg. 11

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.