Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1999, Síða 11

Læknaneminn - 01.04.1999, Síða 11
rannsóknir hafa sýnt að áhættuhlutfall ættingja maga- krabbameinssjúklinga er rúmlega tvöfalt og að konur hafi umtalsvert hærri áhættu en karlar eða allt að sex- falda þegar móðir þeirra var með magakrabbamein. Á síðari árum hafa fundist sameindaerfðafræðilegar breytingar í völdum fjölskyldum sem styður enn frek- ar það álit að til sé fjölskyldulægt form af sjúkdómn- um, þótt þær breytingar sem lýst hefur verið séu mjög sjaldgæfar og geti aðeins skýrt lítinn hluta maga- krabbameinstilfella. Erfðarannsóknir á magaæxlum sýna að litningabrengl er algengt. Yfirtjáning á p53 prótíni sést snemma8 og óstöðugleika (microsatellite instability) í erfðaefninu hefur verið lýst í allt að helming magaæxla. Orsakir þess hafa ekki verið skýrðar á fullnægjandi hátt, né er hlutverk viðgerðar- ensíma (hMLH 1, hMSH2) nægilega vel rannsakað9. Athyglisvert er þó að í fjölskyldulægum tilfellum virðist vera meira um erfðafræðilegan óstöðugleika10. Tap á arfblendni hefur einnig verið lýst í maga- krabbameini á svæði BRCAl geni í ungum einstak- kölluð stúfkrabbamein og eru vond viðureignar tæknilega vegna breyttrar líffærafræði og innvexti í t.d. þverristilshengi (mesocolon transversum). Þau hafa almennt verri horfur15. Sjúklingar í blóðflokki A eru taldir hafa aukna tíðni á magakrabbameini. TEGUNDIR Lauren skipti magakrabbameinum í garnafrumu (intestinal), dreiffrumu (diffuse) og óvissan (inde- terminate) flokk16. Þessi einfalda skipting hefur reynst mjög gagnleg í faraldsfræðilegum rannsóknum. WHO skipting er einnig notuð í flokkun og er lögð til grundvallar í TNM kerfinul7. Þar sem nýgengi sjúk- dómsins er hátt er hlutfallslega mest af garnafrum- gerð æxlisins. I Finnlandi, sem árið 1965 hafði háa tíðni, var hlutfallið 53% fyrir garnafrumugerð, 33% fyrir dreiffrumugerð og óviss gerð var 14%. Tafla 1. Nýgengi garnafrumu- og dreiffrumukrabbameins (per 100.000 á ári) á íslandi Ár Karlar Garnafrumugerð Dreiffrumugerð Konur Garnafrumugerð Dreiffrumugerð 1960-69 19.7 4.8 7.1 2.1 1970-79 16.7 3 6.2 1.7 1980-89 12.3 2.8 3.6 2.2 lingum með magakrabbamein" og „Transforming Growth Factor beta type 11“ viðtaka12. Nýlegar rann- sóknir hafa bent til truflunar á tjáningu cadherin prótína, sérstaklega E-cadherin á litningi 16q22. Prótínfjölskylda þessi er mikilvæg fyrir viðloðun frumna og utanfrumuefnis og frumutjáskipti. Meðal annars hefur verið lýst E-cadherin stökkbreytingu í fjölskyldulægu magakrabbameini" '4. Auk breytinga í E-cadherini er vel þekkt að magakrabbamein er al- gengt í krabbameinsheilkennum með þekktum sam- eindaerfðafræðilegum breytingum. Dæmi um slíkt er HNPCC (hereditary non polyposis colon cancer) og Li-Fraumeni heilkennið. Þvf er mikilvægt við skoðun á fjölskyldulægu magakrabbameini að útiloka að um þessi vel þekktu en sjaldgæfu heilkennni sé að ræða. Sjúklingar eftir hlutamagaúrnám (partial gastrectomy) vegna góðkynja sjúkdóms hafa lægri tíðni magakrabbameins fyrstu árin á eftir. Eftir 15 ár er tíðnin hærri en það sem búast má við. Þetta eru Tafla 1 sýnir hvernig garnafrumugerðinni hefur fækkað í báðum kynjum á Islandi18. Nokkur munur er talinn vera á hegðun garnafrumukrabbameins og dreiffrumukrabbameins19. Garnafrumukrabbamein er algengast í þýði með háa tíðni, er tengt umhverfis- þáttum (t.d. H pylori), talið algengara í eldra fólki, hefur betri horfur, hefur vefjafræðilegar forstigs- breytingar (metaplasia, dysplasia, cancer in situ) og meinverpist fremur til lifrar. Dreiffrumukrabbamein hefur svipaða tíðni í öllum þýðum óháð nýgengi, er hugsanlega fjölskyldutengt og ungar konur með sjúk- dóminn hafa frekar dreiffrumutegund. Einnig hefur það verri horfur, ekki þekktar forstigsbreytingar og staðbundna útbreiðslu. ÚTBREIÐSLA-TÍÐNI Mikill munur er á útbreiðslu magakrabbameins milli landa og einnig milli hópa í sama landi. Ný- LÆKNANEMINN • 1. tbl. 1999, 52. árg. 11
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.