Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1999, Side 27

Læknaneminn - 01.04.1999, Side 27
Tafla I. Stigun á LLT Stig FEV1 sem prósenta af áætluðu gildi Vægur 80-60 Miðlungs 40-59 Slæmur minna en 40 þembu án þess að hafa nokkurn tíma reykt. Skortur á alfa-I-antitrypsíni (A-l-A) getur einnig valdið LLT. Hjá heilbrigðum einstaklingum minnkar FEVl (forced expiratory volume in one second) um 30 ml á ári eftir 25 ára aldur eins og sjá má á mynd 2. Algengt er að lækkunin sé um 45 ml á ári hjá reykingafólki en hjá þeim sem fá LLT lækkar FEVl um allt að 70 ml á ári. Aðeins 15% reykingamanna fá klínísk merki um LLT. Þannig hljóta erfðafræðilegir þættir að skip- ta miklu máli í sambandi við tilurð LLT. Þá má ein- nig ætla að umhverfisþættir geti lagst á eitt með reyk- ingum í að stuðla að LLT. MEINGERÐ Almennt getur bólgusvörun í lungunum orðið með þrenns konar hætti. I fyrsta lagi þannig að bráðabólga verður og þegar bólgan gengur yfir grær lungnavefur- inn aftur. I öðru lagi verður örvefsmyndun eftir bólguferlið og í þriðja lagi getur orðið eyðilegging á lungnavef eins og gerist í lungnaþembu. Kleyfkjarna hvítfrumur (neutrophils) safnast í loftvegi sjúklinga með lungnaþembu. Einnig verður uppsöfnun á át- frumum (macrophages) og T-eitilfrumum en í minna mæli. Þessar frumur magna upp bólguferli, t.d. með hjálp frumuhvata eins og interleukin-8. Tvær megin tilgátur eru uppi um ástæður þeirrar eyðileggingar sem verður á lungnavef í lungnaþembu og geta þær stutt hvor aðra. Annars vegar er ójafnvægi á próteös- um og andpróteösum og hinsvegar oxara-andoxara (oxidant-antioxidant) ójafnvægi. KleyfLjarna hvít- frumur gefa frá sér prótínkljúfandi (proteolytic) ens- ím s.s. elastasa, cathepsin G og matrix metalló- prótínasa (MMP). Við eðlilegar kringumstæður koma andprótínkljúfandi (antiproteolytic) varnarkerfi í loft- vegunum s.s. A-l-A í veg fyrir að þessi efni valdi skaða. Hins vegar truflar sígarettureykur þetta jafn- vægi vegna oxandi áhrifa sígarettureyks. Oxun A-l- A minnkar getu þess til að vinna gegn próteösum. Elastasi skemmir lungnavef og hvetur einnig losun IL-8 og annarra bólguhvetjandi efna og magnar þannig bólguferlið. Margvíslegar rannsóknarniður- stöður styðja þessar tilgátur. Þannig finnst aukið magn A-l-A með oxuðum methionine stöðum í skol- vökva frá reykingamönnum og aukning á H202 í út- öndunarlofti. I skolvökva lungnaþembusjúklinga finnst einnig aukið magn prótínkljúfandi ensíma s.s. collagenasa og MMP-9. Þessu til frekari stuðnings má nefna að mýs sem ekki mynda MMP-12 fá ekki lungnaþembu þegar þær eru útsettar fyrir sígarett- ureyk. Oafturkræfar skemmdir verða á starfræna hluta lungnanna í sjúklingum með lungnaþembu. Þetta leiðir til minnkunar á þeim hluta lungnanna sem nýt- ist til loftskipta og fram kemur mæði. Stuðningur sem starfsvefur lungna gefur litlum loftvegum hverfur og þeir hafa því tilhneigingu til að falla saman, sérstak- lega í útöndun og fram koma merki um teppu. I sjúklingum með langvinna berkjubólgu verður aukning á slímmyndandi kirtlum í loftvegunum og aukning á kleyfkjarna hvítkornum. Þetta leiðir til þess að í loftvegunum myndast tappar úr slími og niður- brotsefnum fruma. Fram koma hósti með uppgangi og merki um teppu. GREINING Saga Algengustu einkenni eru mæði sem er mest áber- andi við áreynslu en með versnandi sjúkdómi getur mæðin verið til staðar í hvíld. Einnig hósti, gjarnan með slímuppgangi, og ýl og flaut fyrir brjósti. Þyngd- artap sést hjá allt að þriðjungi sjúklinga og margir eru undir kjörþyngd. Skoðun Skoðun getur verið eðlileg á fyrstu stigum sjúk- dómsins, en síðar koma fram merki um notkun hjálp- aröndunarvöðva og brjóstkassi verður tunnulaga. Við lungnahlustun geta heyrst minnkuð öndunarhljóð. Þá geta önghljóð og gróf öndunarhljóð heyrst sem merki um slím í stórum loftvegum. Við hægri hjartabilun sést bjúgur á ganglimum og aum og stækkuð lifur þreifast. Einnig sést blámi (cyanosis), merki aukins bláæðaþrýstings á hálsi og lyfting verður af völdum hægra slegils (heave) með háværum þætti lungnaloku í öðrum hjartatóni. Lungnapróf Blásturspróf (spirometria) sýnir merki um teppu þannig að mun meiri Iækkun verður á FEVl en FVC (forced vital capacity) og hlutfallið á milli þeirra lækkar. Hægt er að nota þessar niðurstöður til að stiga LÆKNANEMINN • 1. tbl. 1999, 52. árg. 23

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.