Læknaneminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Læknaneminn - 01.04.1999, Qupperneq 27

Læknaneminn - 01.04.1999, Qupperneq 27
Tafla I. Stigun á LLT Stig FEV1 sem prósenta af áætluðu gildi Vægur 80-60 Miðlungs 40-59 Slæmur minna en 40 þembu án þess að hafa nokkurn tíma reykt. Skortur á alfa-I-antitrypsíni (A-l-A) getur einnig valdið LLT. Hjá heilbrigðum einstaklingum minnkar FEVl (forced expiratory volume in one second) um 30 ml á ári eftir 25 ára aldur eins og sjá má á mynd 2. Algengt er að lækkunin sé um 45 ml á ári hjá reykingafólki en hjá þeim sem fá LLT lækkar FEVl um allt að 70 ml á ári. Aðeins 15% reykingamanna fá klínísk merki um LLT. Þannig hljóta erfðafræðilegir þættir að skip- ta miklu máli í sambandi við tilurð LLT. Þá má ein- nig ætla að umhverfisþættir geti lagst á eitt með reyk- ingum í að stuðla að LLT. MEINGERÐ Almennt getur bólgusvörun í lungunum orðið með þrenns konar hætti. I fyrsta lagi þannig að bráðabólga verður og þegar bólgan gengur yfir grær lungnavefur- inn aftur. I öðru lagi verður örvefsmyndun eftir bólguferlið og í þriðja lagi getur orðið eyðilegging á lungnavef eins og gerist í lungnaþembu. Kleyfkjarna hvítfrumur (neutrophils) safnast í loftvegi sjúklinga með lungnaþembu. Einnig verður uppsöfnun á át- frumum (macrophages) og T-eitilfrumum en í minna mæli. Þessar frumur magna upp bólguferli, t.d. með hjálp frumuhvata eins og interleukin-8. Tvær megin tilgátur eru uppi um ástæður þeirrar eyðileggingar sem verður á lungnavef í lungnaþembu og geta þær stutt hvor aðra. Annars vegar er ójafnvægi á próteös- um og andpróteösum og hinsvegar oxara-andoxara (oxidant-antioxidant) ójafnvægi. KleyfLjarna hvít- frumur gefa frá sér prótínkljúfandi (proteolytic) ens- ím s.s. elastasa, cathepsin G og matrix metalló- prótínasa (MMP). Við eðlilegar kringumstæður koma andprótínkljúfandi (antiproteolytic) varnarkerfi í loft- vegunum s.s. A-l-A í veg fyrir að þessi efni valdi skaða. Hins vegar truflar sígarettureykur þetta jafn- vægi vegna oxandi áhrifa sígarettureyks. Oxun A-l- A minnkar getu þess til að vinna gegn próteösum. Elastasi skemmir lungnavef og hvetur einnig losun IL-8 og annarra bólguhvetjandi efna og magnar þannig bólguferlið. Margvíslegar rannsóknarniður- stöður styðja þessar tilgátur. Þannig finnst aukið magn A-l-A með oxuðum methionine stöðum í skol- vökva frá reykingamönnum og aukning á H202 í út- öndunarlofti. I skolvökva lungnaþembusjúklinga finnst einnig aukið magn prótínkljúfandi ensíma s.s. collagenasa og MMP-9. Þessu til frekari stuðnings má nefna að mýs sem ekki mynda MMP-12 fá ekki lungnaþembu þegar þær eru útsettar fyrir sígarett- ureyk. Oafturkræfar skemmdir verða á starfræna hluta lungnanna í sjúklingum með lungnaþembu. Þetta leiðir til minnkunar á þeim hluta lungnanna sem nýt- ist til loftskipta og fram kemur mæði. Stuðningur sem starfsvefur lungna gefur litlum loftvegum hverfur og þeir hafa því tilhneigingu til að falla saman, sérstak- lega í útöndun og fram koma merki um teppu. I sjúklingum með langvinna berkjubólgu verður aukning á slímmyndandi kirtlum í loftvegunum og aukning á kleyfkjarna hvítkornum. Þetta leiðir til þess að í loftvegunum myndast tappar úr slími og niður- brotsefnum fruma. Fram koma hósti með uppgangi og merki um teppu. GREINING Saga Algengustu einkenni eru mæði sem er mest áber- andi við áreynslu en með versnandi sjúkdómi getur mæðin verið til staðar í hvíld. Einnig hósti, gjarnan með slímuppgangi, og ýl og flaut fyrir brjósti. Þyngd- artap sést hjá allt að þriðjungi sjúklinga og margir eru undir kjörþyngd. Skoðun Skoðun getur verið eðlileg á fyrstu stigum sjúk- dómsins, en síðar koma fram merki um notkun hjálp- aröndunarvöðva og brjóstkassi verður tunnulaga. Við lungnahlustun geta heyrst minnkuð öndunarhljóð. Þá geta önghljóð og gróf öndunarhljóð heyrst sem merki um slím í stórum loftvegum. Við hægri hjartabilun sést bjúgur á ganglimum og aum og stækkuð lifur þreifast. Einnig sést blámi (cyanosis), merki aukins bláæðaþrýstings á hálsi og lyfting verður af völdum hægra slegils (heave) með háværum þætti lungnaloku í öðrum hjartatóni. Lungnapróf Blásturspróf (spirometria) sýnir merki um teppu þannig að mun meiri Iækkun verður á FEVl en FVC (forced vital capacity) og hlutfallið á milli þeirra lækkar. Hægt er að nota þessar niðurstöður til að stiga LÆKNANEMINN • 1. tbl. 1999, 52. árg. 23
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.