Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1999, Blaðsíða 36

Læknaneminn - 01.04.1999, Blaðsíða 36
arútreikningar hafa verið gerðir sem sýna fram á auk- inn sparnað eða hagkvæmni með sameiningu í stærri sjúkrahús. Flestir sem hugleitt hafa málið eru þeirrar skoðunar að bygging nýs sjúkrahúss sé forsenda fyr- ir því að nokkurt vit sé í að leggja út í slíka samein- ingu. Stefna núverandi stjórnvalda er að slá á þenslu í þjóðfélaginu með því að draga saman opinberar framkvæmdir og því er ólíklegt að ráðizt verði í byggingu nýs sjúkrahúss á næstunni. Þá er nýhafin bygging barnaspítala á Landspítalalóð ekki trúverð- ugt merki um að stjórnvöld ætli sér á næstu árum að ráðast í byggingu nýs sjúkrahúss á stór-Reykjavíkur- svæðinu. Þeim sem telja að ná megi betri nýtingu tækja með sameiningu má benda á að tæki eru nú þegar gjörnýtt og reyndar ofnýtt og endurnýjun of hæg. Tilkoma öflugrar, sjálfstæðrar röntgenstofu í Reykjavík fyrir nokkrum árum virkaði sem aflgjafi á röntgendeildir sjúkrahúsanna, sem fengu samkeppni og náðu þrátt fyrir mjög þröngan stakk að bæta þjón- ustuna verulega. Þannig varð sú samkeppni öllum til góðs. Orökstuddar eru þær væntingar að á sameinuðum ríkisspítala verði stunduð betri læknisfræði, sérfræði- þekking nýtist betur eða betri þjónusta verði við hina veiku. I slíkum fullyrðingum felst ofurtrú á kostum stærðarinnar. Með slíkar skoðanir að leiðarljósi hafa sjúkrahús verið sameinuð víða erlendis en illa tekizt til. Telja ýmsir að hagkvæm stærð bráðasjúkrahúsa sé einmitt 200-400 rúm. Tilvitnanir í erlenda útreikninga um fjölda sjúkrahúsa og sérdeilda með hliðsjón af íbúafjölda er ekki unnt að heimfæra upp á íslenzkar aðstæður. Flestar þjóðir sem eru að setja sér slíka við- miðunarstaðla gætu lært margl af því að kynna sér hið íslenzka kerl'i. Nýlega voru sameinuð í Reykjavík tvö sjúkrahús, sem voru um margt ólík. Samhliða því samrunaferli hefur átt sér stað á hinu nýja sjúkrahúsi þróun, sem enn stendur yfir. Fleiri læknisverk eru leyst af hendi án þess að til innlagna komi og fækkar því legupláss- um, en sjúklingar sem lagðir eru inn, eru þeir sem krefjast meiri þjónustu svo sem stærri skurðaðgerða. Unnt er á vel útbúnu sjúkrahúsi að gera flestar rann- sóknir án innlagnar svo og margar smærri aðgerðir á sviði skurð- og lyflækninga. Til þessa nýtast dag- deildir þar sem unnt er að skipuleggja starfið fram í tímann. HÁSKÓLASJÚKRAHÚS Eitt af hefðbundnum meginverkefnum sjúkrahúsa 32 er kennsla heilbrigðisstétta. Menntamálaráðuneytið er stjórnarráð læknadeildar Háskóla íslands. Heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneytið er stjórnarráð sjúkrahúsanna. Margir sjúkrahúslæknar eru jafnframt kennarar við Háskóla Islands. Bæði sjúkrahúsin í Reykjavík eru kennslusjúkrahús en eru misdugleg við að kalla sig háskólasjúkrahús. Ósennilegt er að stjórn sameinaðs sjúkrahúss í Reykjavík yrði falin mennta- málaráðuneyti. Þeir sem vonast til að sameinað sjúkrahús í Reykjavík geti orðið sterk háskólastofnun gera sér grein fyrir því að slík stofnun krefst meira rekstrarfjár en nú er lagt til kennslu og vísindastarf- semi á sjúkrahúsunum. FORVINNA STJÓRNVALDA Vinnuhópur sem heilbrigðisráðherra fól fyrir nokkrum árum að gera úttekt á sjúkrahúsunum og til- lögur til framtíðar, komst að þeirri niðurstöðu að ástandið væri harla gott. Rekstrarkoslnaður væri lág- ur, afköst starfsfólks góð, legutími stuttur og fram- leiðni sjúkrahúsanna stæðist vel samanburð við það, sem væri annars staðar á Norðurlöndunum. Ráðlegg- ingar vinnuhópsins voru í nokkru ósamræmi við nið- urstöður úttektarinnar, sem virtust ekki gefa tilefni til róttækra breytinga. Lagt var til að sameina sjúkrahús- in í einn stóran háskólaspítala og skyldi hann settur saman úr einingum, sniðnar eftir ódýrustu deildum á hverju sviði á þeim sjúkrahúsum á Norðurlöndum sem höfð voru til hliðsjónar. I leiðinni átti að spara stórfé og fækka starfsmönnum á sjúkrahúsunum um nokkur hundruð. L0KA0RÐ Óráðlegt hlýtur að teljast að vinda sér í sameiningu sjúkrahúsanna í Reykjavík á grundvelli tillagna sem þessara. Islendingar hafa sem betur fer ennþá efni á því að halda uppi góðri sjúkrahúsþjónustu fyrir veikt fólk, góðum skóla fyrir heilbrigðisstarfsmenn og nokkru vali um vinnustaði fyrir þá að námi loknu. Islendingar hafa ekki efni á því að auka miðstýr- ingu og ríkisrekstur í heilbrigðiskerfinu, gera sjúkra- húsin að orrustuvelli pólitískrar hugmyndafræði eða afnema áhrif lækna á stefnumörkun og stjórnun sjúkrastofnana. LÆKNANEMINN • 1. tbl. 1999, 52. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.