Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1999, Side 36

Læknaneminn - 01.04.1999, Side 36
arútreikningar hafa verið gerðir sem sýna fram á auk- inn sparnað eða hagkvæmni með sameiningu í stærri sjúkrahús. Flestir sem hugleitt hafa málið eru þeirrar skoðunar að bygging nýs sjúkrahúss sé forsenda fyr- ir því að nokkurt vit sé í að leggja út í slíka samein- ingu. Stefna núverandi stjórnvalda er að slá á þenslu í þjóðfélaginu með því að draga saman opinberar framkvæmdir og því er ólíklegt að ráðizt verði í byggingu nýs sjúkrahúss á næstunni. Þá er nýhafin bygging barnaspítala á Landspítalalóð ekki trúverð- ugt merki um að stjórnvöld ætli sér á næstu árum að ráðast í byggingu nýs sjúkrahúss á stór-Reykjavíkur- svæðinu. Þeim sem telja að ná megi betri nýtingu tækja með sameiningu má benda á að tæki eru nú þegar gjörnýtt og reyndar ofnýtt og endurnýjun of hæg. Tilkoma öflugrar, sjálfstæðrar röntgenstofu í Reykjavík fyrir nokkrum árum virkaði sem aflgjafi á röntgendeildir sjúkrahúsanna, sem fengu samkeppni og náðu þrátt fyrir mjög þröngan stakk að bæta þjón- ustuna verulega. Þannig varð sú samkeppni öllum til góðs. Orökstuddar eru þær væntingar að á sameinuðum ríkisspítala verði stunduð betri læknisfræði, sérfræði- þekking nýtist betur eða betri þjónusta verði við hina veiku. I slíkum fullyrðingum felst ofurtrú á kostum stærðarinnar. Með slíkar skoðanir að leiðarljósi hafa sjúkrahús verið sameinuð víða erlendis en illa tekizt til. Telja ýmsir að hagkvæm stærð bráðasjúkrahúsa sé einmitt 200-400 rúm. Tilvitnanir í erlenda útreikninga um fjölda sjúkrahúsa og sérdeilda með hliðsjón af íbúafjölda er ekki unnt að heimfæra upp á íslenzkar aðstæður. Flestar þjóðir sem eru að setja sér slíka við- miðunarstaðla gætu lært margl af því að kynna sér hið íslenzka kerl'i. Nýlega voru sameinuð í Reykjavík tvö sjúkrahús, sem voru um margt ólík. Samhliða því samrunaferli hefur átt sér stað á hinu nýja sjúkrahúsi þróun, sem enn stendur yfir. Fleiri læknisverk eru leyst af hendi án þess að til innlagna komi og fækkar því legupláss- um, en sjúklingar sem lagðir eru inn, eru þeir sem krefjast meiri þjónustu svo sem stærri skurðaðgerða. Unnt er á vel útbúnu sjúkrahúsi að gera flestar rann- sóknir án innlagnar svo og margar smærri aðgerðir á sviði skurð- og lyflækninga. Til þessa nýtast dag- deildir þar sem unnt er að skipuleggja starfið fram í tímann. HÁSKÓLASJÚKRAHÚS Eitt af hefðbundnum meginverkefnum sjúkrahúsa 32 er kennsla heilbrigðisstétta. Menntamálaráðuneytið er stjórnarráð læknadeildar Háskóla íslands. Heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneytið er stjórnarráð sjúkrahúsanna. Margir sjúkrahúslæknar eru jafnframt kennarar við Háskóla Islands. Bæði sjúkrahúsin í Reykjavík eru kennslusjúkrahús en eru misdugleg við að kalla sig háskólasjúkrahús. Ósennilegt er að stjórn sameinaðs sjúkrahúss í Reykjavík yrði falin mennta- málaráðuneyti. Þeir sem vonast til að sameinað sjúkrahús í Reykjavík geti orðið sterk háskólastofnun gera sér grein fyrir því að slík stofnun krefst meira rekstrarfjár en nú er lagt til kennslu og vísindastarf- semi á sjúkrahúsunum. FORVINNA STJÓRNVALDA Vinnuhópur sem heilbrigðisráðherra fól fyrir nokkrum árum að gera úttekt á sjúkrahúsunum og til- lögur til framtíðar, komst að þeirri niðurstöðu að ástandið væri harla gott. Rekstrarkoslnaður væri lág- ur, afköst starfsfólks góð, legutími stuttur og fram- leiðni sjúkrahúsanna stæðist vel samanburð við það, sem væri annars staðar á Norðurlöndunum. Ráðlegg- ingar vinnuhópsins voru í nokkru ósamræmi við nið- urstöður úttektarinnar, sem virtust ekki gefa tilefni til róttækra breytinga. Lagt var til að sameina sjúkrahús- in í einn stóran háskólaspítala og skyldi hann settur saman úr einingum, sniðnar eftir ódýrustu deildum á hverju sviði á þeim sjúkrahúsum á Norðurlöndum sem höfð voru til hliðsjónar. I leiðinni átti að spara stórfé og fækka starfsmönnum á sjúkrahúsunum um nokkur hundruð. L0KA0RÐ Óráðlegt hlýtur að teljast að vinda sér í sameiningu sjúkrahúsanna í Reykjavík á grundvelli tillagna sem þessara. Islendingar hafa sem betur fer ennþá efni á því að halda uppi góðri sjúkrahúsþjónustu fyrir veikt fólk, góðum skóla fyrir heilbrigðisstarfsmenn og nokkru vali um vinnustaði fyrir þá að námi loknu. Islendingar hafa ekki efni á því að auka miðstýr- ingu og ríkisrekstur í heilbrigðiskerfinu, gera sjúkra- húsin að orrustuvelli pólitískrar hugmyndafræði eða afnema áhrif lækna á stefnumörkun og stjórnun sjúkrastofnana. LÆKNANEMINN • 1. tbl. 1999, 52. árg.

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.