Læknaneminn - 01.04.2008, Blaðsíða 87

Læknaneminn - 01.04.2008, Blaðsíða 87
meðan á dvöl vöknun stóð, við útskriít af vöknun og daginn eftir. Uppköst, upplýsingar úr svæfingarskýrslum og lyijagjöf á vöknun var skráð. Haft var samband við sjúklinga daginn eftir og spurt hvort ógleði eða uppkasta hefði orðið vart og ánægja þeirra með meðferðina á vöknun könnuð. Niðurstöður: 718 sjúklingar tóku þátt í rannsókninni (karlar 54%, konur 46%, meðalaldur 55 ár, miðgildi ASA-flokkunar II). 25% sjúldinganna gengust undir bæklunaraðgerðir, 19% kviðarhols-, 15% þvagfæra- ogl4% háls-, nef og eyrnaaðgerðir en færri undir aðrar aðgerðir. Sjúklingar dvöldu að meðaltali 4 klukkustundir á vöknun. 10% fundu fyrir ógleði við komu á vöknun, 4% tveim tímum síðar, 2% eftir 4 klst. og einungis 1% við útskrift. Daginn eftir fundu 7% fyrir ógleði. Á sólarhringnum höfðu 7% sjúklinganna uppköst. Að öllu samanlögðu sögðust 197 sjúklingar (27,5%) hafa fundið fyrir ógleði á sólarhringstímabili eftir aðgerð þrátt fýrir að 25% allra sjúklinga fengi fyrirbyggjandi ógleðimeðferð í aðgerðinni. Konum og sjúklingum með fyrri sögu um PONV var marktækt (p<0,05) hættara við ógleði og uppköstum. Tegund aðgerðar (p<0.01) og tegund svæfmgalylja (p<0.05) hafði marktæk tengsl við tíðni ógleði. Þá lengdu ógleði og uppköst eftir aðgerð dvöl á vöknun marktækt (p<0,05). 98% þeirra 482 sem tal náðist af daginn eftir kváðust mjög eða frekar ánægð með meðferðina á vöknun og 88% þeirra sem minntust ógleðimeðferðar á vöknun sögðu hana hafa virkað vel. Umræða: Tíðni ógleði og uppkasta eftir aðgerðir á Landspítala háskólasjúkrahúsi er í samræmi við niðurstöður erlendra rannsókna. Tíðnin er þó tiltölulega há miðað við hve margir fá fyrirbyggjandi meðferð. Vel virðist ganga að stilla ógleði og uppköst á vöknun, ógleði minnkar hratt eftir komu en eykst aftur daginn eftir, enda sögðust langflestir sjúklingar ánægðir með meðferðina á vöknun og að ógleðimeðferð hefði dugað vel. Þó má huga að hvort hægt sé að veita markvissari fyrirbyggjandi ógleðimeðferð í aðgerð, t.d. með hliðsjón af einföldu áhættumati sem tekur á helstu áhættuþáttum vegna ógleði og uppkasta eftir aðgerðir. Krufningagreind nýrnafrumukrabbamein á fslandi 1971 - 2005: Samanburður við æxli greind í sjúklingum á lífi. Ármann Jónssonl, Sverrir Harðarson2,l, Vigdís Pétursdóttir2, Eiríkur Jóns- son3,1, Guðmundur V. Einarsson3, Tómas Guðbjartsson3,1. Læknadeild Háskóla íslandsl, rannsóknarstofa LSH í meinafræði2,l, þvag- færaskurðdeild Landspítala háskólasjúkrahúss3. Inngangur: Á síðasta áratug hefur nýgengi nýrnafrumukrabbameins (renal cell carcinoma, RCC) aukist töluvert hér á landi. Þetta hefur verið skýrt með hratt vaxandi notkun ómskoðana og tölvusneiðmynda við uppvinnslu óskyldra sjúkdóma í kviðarholi. Krufningagreind nýrnafrumukrabbamein greinast fýrir tilviljun við krufningu hjá sjúklingum sem fyrir andlát hafa ekki þekkt einkenni sjúkdómsins. Þessi tilfelli geta geymt mikilvægar upplýsingar um hegðun sjúkdómsins hér á landi, ekki síst hvað varðar upplýsingar um raunverulega aukningu sjúkdómsins. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna nánar krufningagreindu tilfellin, bera þau saman við nýrnafrumukrabbamein sem greindust í lifandi sjúklingum og meta hvort aukið nýgengi nýrnafrumukrabbameins skýrist af aukningu krufningagreindra nýrnafrumukrabbameina. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er hluti af stærri rannsókn á nýrnafrumukrabbameini á fslandi og byggir á gagnagrunni sem inniheldur alla sjúklinga sem greindust 1971 til 2005. í þessari afturskyggnu rannsókn var eingöngu litið á krufningagreind tilfelli. Upplýsingar fengust úr gagnagrunni rannsóknarstofu LSH í meinafræði, Krabbameinsskrá og sjúkraskrámLandspítala.Upplýsingar um íjölda krufninga og mannfjölda á rannsóknartímabilinu fengust frá Hagstofu íslands. Athugaður var aldur og kyn sjúklinganna auk þess sem vefjasýni voru yfirfarin af tveimur meinafræðingum og skráð vefjagerð, æxlisstærð, gráðun og TNM-stigun. Krufningagreind tilfelli voru síðan borin saman við 629 sjúklinga sem greindust á lífi með nýrnafrumukrabbamein á íslandi árin 1971-2000. Niðurstöður: Tíðni krufninga lækkaði marktækt á rannsóknartímabilinu, eða úr 31- 38% fyrstu 10 árin í 15% tímabilið 2001-2005. Alls greindust 110 æxli fyrir tilviljun við krufningu og var meðalaldur 74,4 ár. Tíðni krufningagreindra æxla var mjög breytileg á 5 ára tímabilum, eða 0,5-1,9% krufninga frá 1971-1995 en aðeins 0,18% frá 1996-2000 (p<0,05). Kynjahlutfall var áþekkt í báðum hópum, einnig hlutfall hægri og vinstri æxla. Hins vegar voru krufningagreindu æxlin marktækt minni, eða 3,7 cm miðað við 7,4 cm í þvermál fyrir lifandi greinda. Nýrnafrumukrabbamein af totufrumugerð (papillary RCC) var hlutfallslega algengara í krufningagreinda hópnum en tærfrumugerð (clear cell RCC) heldur sjaldgæfari samanborið við lifandi greinda. Krufningagreindu æxlin reyndust með lægri stigun (87,9% á móti 43,4% á stigum I+II) og gráðun (85,1% á móti 53,9% á gráðu I+II) en hjá lifandi greindum. Ályktun: Eins og búast mátti við eru krufningagreind nýrnafrumukrabbamein á lægri stigum og gráðun, enda greind fyrir tilviljun. Krufningagreindum nýrnafrumukrabbameinum virðist hafa fækkað á íslandi eftir 1995. Þetta er staðreynd jafnvel þótt leiðrétt sé fyrir hlutfallslegri fækkun krufninga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.