Læknaneminn - 01.04.2008, Blaðsíða 87
meðan á dvöl vöknun stóð, við útskriít af vöknun og daginn eftir. Uppköst,
upplýsingar úr svæfingarskýrslum og lyijagjöf á vöknun var skráð. Haft var
samband við sjúklinga daginn eftir og spurt hvort ógleði eða uppkasta hefði
orðið vart og ánægja þeirra með meðferðina á vöknun könnuð.
Niðurstöður:
718 sjúklingar tóku þátt í rannsókninni (karlar 54%, konur 46%, meðalaldur
55 ár, miðgildi ASA-flokkunar II). 25% sjúldinganna gengust undir
bæklunaraðgerðir, 19% kviðarhols-, 15% þvagfæra- ogl4% háls-, nef og
eyrnaaðgerðir en færri undir aðrar aðgerðir. Sjúklingar dvöldu að meðaltali
4 klukkustundir á vöknun. 10% fundu fyrir ógleði við komu á vöknun, 4%
tveim tímum síðar, 2% eftir 4 klst. og einungis 1% við útskrift. Daginn eftir
fundu 7% fyrir ógleði. Á sólarhringnum höfðu 7% sjúklinganna uppköst.
Að öllu samanlögðu sögðust 197 sjúklingar (27,5%) hafa fundið fyrir ógleði
á sólarhringstímabili eftir aðgerð þrátt fýrir að 25% allra sjúklinga fengi
fyrirbyggjandi ógleðimeðferð í aðgerðinni. Konum og sjúklingum með fyrri
sögu um PONV var marktækt (p<0,05) hættara við ógleði og uppköstum.
Tegund aðgerðar (p<0.01) og tegund svæfmgalylja (p<0.05) hafði marktæk
tengsl við tíðni ógleði. Þá lengdu ógleði og uppköst eftir aðgerð dvöl á
vöknun marktækt (p<0,05). 98% þeirra 482 sem tal náðist af daginn eftir
kváðust mjög eða frekar ánægð með meðferðina á vöknun og 88% þeirra sem
minntust ógleðimeðferðar á vöknun sögðu hana hafa virkað vel.
Umræða:
Tíðni ógleði og uppkasta eftir aðgerðir á Landspítala háskólasjúkrahúsi er
í samræmi við niðurstöður erlendra rannsókna. Tíðnin er þó tiltölulega há
miðað við hve margir fá fyrirbyggjandi meðferð. Vel virðist ganga að stilla
ógleði og uppköst á vöknun, ógleði minnkar hratt eftir komu en eykst aftur
daginn eftir, enda sögðust langflestir sjúklingar ánægðir með meðferðina á
vöknun og að ógleðimeðferð hefði dugað vel. Þó má huga að hvort hægt sé
að veita markvissari fyrirbyggjandi ógleðimeðferð í aðgerð, t.d. með hliðsjón
af einföldu áhættumati sem tekur á helstu áhættuþáttum vegna ógleði og
uppkasta eftir aðgerðir.
Krufningagreind nýrnafrumukrabbamein á
fslandi 1971 - 2005: Samanburður við æxli greind í
sjúklingum á lífi.
Ármann Jónssonl, Sverrir Harðarson2,l, Vigdís Pétursdóttir2, Eiríkur Jóns-
son3,1, Guðmundur V. Einarsson3, Tómas Guðbjartsson3,1.
Læknadeild Háskóla íslandsl, rannsóknarstofa LSH í meinafræði2,l, þvag-
færaskurðdeild Landspítala háskólasjúkrahúss3.
Inngangur:
Á síðasta áratug hefur nýgengi nýrnafrumukrabbameins (renal cell
carcinoma, RCC) aukist töluvert hér á landi. Þetta hefur verið skýrt með
hratt vaxandi notkun ómskoðana og tölvusneiðmynda við uppvinnslu
óskyldra sjúkdóma í kviðarholi. Krufningagreind nýrnafrumukrabbamein
greinast fýrir tilviljun við krufningu hjá sjúklingum sem fyrir andlát hafa
ekki þekkt einkenni sjúkdómsins. Þessi tilfelli geta geymt mikilvægar
upplýsingar um hegðun sjúkdómsins hér á landi, ekki síst hvað varðar
upplýsingar um raunverulega aukningu sjúkdómsins. Tilgangur þessarar
rannsóknar var að kanna nánar krufningagreindu tilfellin, bera þau
saman við nýrnafrumukrabbamein sem greindust í lifandi sjúklingum og
meta hvort aukið nýgengi nýrnafrumukrabbameins skýrist af aukningu
krufningagreindra nýrnafrumukrabbameina.
Efniviður og aðferðir:
Rannsóknin er hluti af stærri rannsókn á nýrnafrumukrabbameini á fslandi og
byggir á gagnagrunni sem inniheldur
alla sjúklinga sem greindust 1971 til
2005. í þessari afturskyggnu rannsókn
var eingöngu litið á krufningagreind
tilfelli. Upplýsingar fengust úr
gagnagrunni rannsóknarstofu LSH
í meinafræði, Krabbameinsskrá og
sjúkraskrámLandspítala.Upplýsingar
um íjölda krufninga og mannfjölda
á rannsóknartímabilinu fengust
frá Hagstofu íslands. Athugaður
var aldur og kyn sjúklinganna auk
þess sem vefjasýni voru yfirfarin af
tveimur meinafræðingum og skráð
vefjagerð, æxlisstærð, gráðun og
TNM-stigun. Krufningagreind tilfelli
voru síðan borin saman við 629
sjúklinga sem greindust á lífi með
nýrnafrumukrabbamein á íslandi
árin 1971-2000.
Niðurstöður:
Tíðni krufninga lækkaði marktækt
á rannsóknartímabilinu, eða úr 31-
38% fyrstu 10 árin í 15% tímabilið
2001-2005. Alls greindust 110
æxli fyrir tilviljun við krufningu
og var meðalaldur 74,4 ár. Tíðni
krufningagreindra æxla var mjög
breytileg á 5 ára tímabilum, eða
0,5-1,9% krufninga frá 1971-1995
en aðeins 0,18% frá 1996-2000
(p<0,05). Kynjahlutfall var áþekkt
í báðum hópum, einnig hlutfall
hægri og vinstri æxla. Hins vegar
voru krufningagreindu æxlin
marktækt minni, eða 3,7 cm miðað
við 7,4 cm í þvermál fyrir lifandi
greinda. Nýrnafrumukrabbamein
af totufrumugerð (papillary
RCC) var hlutfallslega algengara
í krufningagreinda hópnum en
tærfrumugerð (clear cell RCC) heldur
sjaldgæfari samanborið við lifandi
greinda. Krufningagreindu æxlin
reyndust með lægri stigun (87,9% á
móti 43,4% á stigum I+II) og gráðun
(85,1% á móti 53,9% á gráðu I+II) en
hjá lifandi greindum.
Ályktun:
Eins og búast mátti við
eru krufningagreind
nýrnafrumukrabbamein á lægri
stigum og gráðun, enda greind
fyrir tilviljun. Krufningagreindum
nýrnafrumukrabbameinum virðist
hafa fækkað á íslandi eftir 1995. Þetta
er staðreynd jafnvel þótt leiðrétt sé
fyrir hlutfallslegri fækkun krufninga.