Læknaneminn - 01.04.2008, Blaðsíða 65

Læknaneminn - 01.04.2008, Blaðsíða 65
Tilfelli Sjúkrasaga: 56 ára þýskur karlmaður finnur fyrir kvefeinkennum á ferðalagi frá Gneixendorf til Vínarborgar. Skömmu eftir komu á áfangastað kemur fram þurr hósti, þorstlæti og „skerandi“ verkur í síðum. Að þremur dögum liðnum tekur að bera á blóðhósta, erfiðleikum við öndun „svo að við liggur köfnun“ og auknum verk í síðum. Viku frá upphafi einkenna byrja þau að hjaðna, nægilega til að sjúklingur getur hafið aftur störf þrátt fyrir eftirstandandi krankleika. Fáeinum dögum síðar versnar ástandið á ný með uppköstum, niðurgangi og útbreiddri gulu. Fram koma svæsnir kviðverkir, bjúgur á fótum og andnauðarköst að nóttu til. Auk þessa verða þrálátar nefblæðingar æ tíðari þegar á líður veikindin og þvagútskilnaður dvínar smám saman. Vegna sívaxandi skinuholsvökva og þenslu á kvið er tappað af vökvanum í fjórgang á næstu þremur mánuðum. Um sex vikum frá upphafi veikinda kemst hópur lækna að sameiginlegri niðurstöðu um að beita lyíjameðferð með sérútbúinni áfengri blöndu. Skilar hún skjótt umtalsverðum bata á líðan sjúklings sem verður fyrir vikið „glaðvær og hnyttinn". Vegna misnotkunar hans á blöndunni, sem leiðir til ölæðis og svefnhöfga, reynist þó innan tíðar nauðsynlegt að hætta meðferðinni. I kjölfar þess hrakar sjúklingi enn á ný; hann gulu í sex vikur, tveimur árum seinna sára augnverki sem hurfu á níu mánuðum og um svipað leyti fyrstu köst þrálátra nefblæðinga sem áttu eftir að verða tíðari fram til dauðadags. Rannsóknir: Degi eftir andlát fór fram krufning. Valin atriði úr krufningarskýrslunni eru birt hér að neðan: Lík hins látna var magurt og háðin doppótt af völdum svartra punktblœðinga, einkum á útlimum. Kviðurinn var þaninn og húðin teygð vegna vökva innan kviðarholsins. verður þunglyndur, ergilegur, horast og á í vaxandi erfiðleikum með einbeitingu. Þegar fram líða stundir verður hann með óráði. Tæplega fjórum mánuðum frá upphafi einkenna, mitt í þrumuveðri, opnar sjúklingur skyndilega augun og skakar krepptum hnefa í átt til himins, ógnandi á svip. Hann lætur síðan handlegginn falla, lokar augunum og er þá þegar látinn. Ágrip af heilsufarssögu: Sjúklingur hafði glímt við umtalsverð veikindi um ævi sína. Á þrítugsaldri hóf hann að missa heyrn. Heyrnartapið jókst í fyrstu hraðar vinstra megin og fylgdi eyrnasuð. Um miðjan fimmtugsaldur var hann að lokum orðinn algerlega heyrnarlaus. Versnandi heyrn var sjúklingi mikið áfall. Geðheilsu hans hrakaði en hann glímdi við langvarandi þunglyndi eða jafnvel geðhvarfasýki og gat oft verið með eindæmum viðskotaillur. Hann einangraði sig smám saman félagslega og jók áfengisneyslu sína nokkuð seinni árin, a.m.k. að því marki að læknar hans ráðlögðu honum að draga úr neyslunni. Allt frá tvítugsaldri þjáðist sjúklingur ennfremur af endurteknum kviðverkjaköstum, stundum með niðurgangi eða hægðatregðu, sem hann leitaði sér ítrekað læknisaðstoðar við án árangurs. Upp úr fimmtugu féldc hann endurtekna höfuð- og liðverki, 51 árs fékk hann Brjóstholið og líffœri innan þess virtust eðlileg. Kviðarholið varfylltfjórum oghálfum lítra af rauðleitum, skýjuðum vökva. * Lifrin var helmingi minni en vanalegt er. Hún var þétt og leðurlík átöku, blágræn að lit og á yfirboðinu þakin hnúðum á stærð við baunir. Æðar hennar voru mjóar og þykknaðar og innihéldu ekki blóð. Gallblaðran innihélt dökkan vökva og mikið af útfellingum líkum sandi. v: . / \ ‘ v.' vý ý K?-í' ■ ,• "O-JHk., Miltað var tvöfalt stærra en vant er og var þétt ogsvart að lit. Brisið virtist einnig stærra og þéttara [en vanalega] og endi brisgangsins var breiður sem gæsafjöður. Magi og þarmar voru þandir lofti. Bæði nýru voru Ijósrauð og mjúk. Þau voru þakin um 2,5cm þykku vefjalagi og var sá vefur fylltur dökkum, skýjuðum vökva. í hverjum calyx var kalkkenndur steinn, u.þ.b. ástœrð við hálfa ertu. * „Four quarts“ í enskri þýðingu á hinni upphaflegu krufningaskýrslu sem rituð var á latínu, þ.e. um 4,5L. Ragnar Pálsson, 5.árs læknanemi Mynd: Skorpulifur Læknaneminn 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.