Læknaneminn - 01.04.2008, Blaðsíða 89

Læknaneminn - 01.04.2008, Blaðsíða 89
komu sjúklings á sjúkrahús fram að aðgerð var lengri en 10 klukkutímar í einu tilfelli á hvoru ári fyrir sig. f einu tilfelli leiðrétti meinafræðiniðurstaða mat skurðlæknisins. Við endurskoðun veíjaglerja var meinafræðimati breytt í einu öðru tilfelli. Næmi blóðprufa fyrir bólgnum botnlanga í sjúklingahóp rannsóknarinnar var 69,2% fyrir CRP, 84,9% fyrir hvít blóðkorn, 89,3% fyrir neutrophila, og fyrir hlutfall neutrophila af hvítum blóðkornum 91,9%. Sértæki prófanna var fyrir CRP 65,7%, hvít blóðkorn 54,3%, neutrophilar 54,5%, og fyrir hlutfall neutrophila af hvítum blóðkornum 48,5%. Lítið misræmi var á milli mats skurðlækna og meinafræðinga á ástandi botnlanga. Ályktanir: Hlutfall eðlilegra botnlanga sem íjarlægðir eru á Barnaspítala Hringsins er í góðu samræmi við það sem talið er eðlilegt og rof er tiltölulega sjaldgæft. Gott samræmi er milli mats skurðlækna og meinafræðinga á ástandi botnlanga. Mælingar á hvítum blóðkornum og neutrophilum virðast gagnlegri til stuðnings greiningar á bólgu og rofi, en mælingar á CRP virðast henta betur til aðstoðar við útilokun á bólgu. Hemólýtískir streptókokkar af flokki B í börnum - Sjúkdómsmynd, meinvirkni og faraldsfræði Guðrún Lilja Óladóttirl, Ásgeir Haraldssonl,2, Helga Erlendsdóttirl,3, Gestur Pálssonl,2, Karl G. Kristins- sonl,3. lLæknadeild Háskóla íslands, 2Barnaspítali Hringsins, 3Sýklafræðideild Landspítala-Háskólasjúkrahúss. Inngangur: Streptococcus agalactiae, eða streptókokkar af flokki B (GBS), eru ein algengasta orsök ífarandi sýkinga hjá nýburum en blóðsýking, heilahimnubólga og lungnabólga eru þar tíðastar. Greint er á milli snemmkominna sýkinga, early onset (EO), sem verða fyrstu 6 dagana eftir fæðingu og síðkominna sýkinga, late onset (LO), sem koma fram á 7.-90.degi auk sýkinga meðal eldri barna (>90 daga). GBS flokkast í níu hjúpgerðir eftir yfirborðssameindum. Algengi hjúpgerða og nýgengi sýkinga eru breytileg yfir tíma og milli landa. Rannsóknin miðar að aukinni þekkingu á sjúkdómnum og þróun hans hérlendis ásamt því að stuðla að bættri meðferð. Efniviður og aðferðir: Gerð var afturskyggn lýsandi tilfella rannsókn sem náði til allra barna (<16 ára) með jákvæða niðurstöðu úr GBS ræktun blóðs eða mænuvökva á árunum 1975- 2006 samkvæmt skrám Sýklafræðideildar Landspítala- Háskólasjúkrahúss (LSH). Úr sjúkraskrám barna sem meðferð fengu á LSH var aflað upplýsinga varðandi klíníska þætti tengda meðgöngu, fæðingu, sýkingu og ástandi barns. Við úrvinnslu var einnig stuðst við nýfengnar niðurstöður úr rannsókn varðandi hjúpgerðir GBS á íslandi. Niðurstöður: í rannsóknina var tekinn 91 einstaklingur með 93 sýkingar. Drengir voru 50 en stúlkur 41. Hjá nýburum (<90 dagar) voru alls 87 sýkingar, 53 EO en 34 LO. Á fyrsta íjórðungi tímabils voru EO 4 en LO 1, á þeim næstsíðasta voru EO 23 og LO 9 en EO 17 og LO 16 á síðasta fjórðungi. Meðalaldur við greiningu var 35 dagar hjá LO en í öllum tilfellum EO veiktust börnin á fyrstu tveimur sólarhringunum. GBS ræktaðist frá blóði í öllum tilfellum nema einu en úr mænuvökva hjá 21 barni, 9 EO og 12 LO. Tveir einstaklingar fengu GBS tvisvar. Átta létust vegna GBS sýkingar á tímabilinu, sjö með EO (síðast 1999) og eitt barn með LO (1988) en ekki sást áberandi fylgni við hjúpgerðir. Meðallengd meðgöngu var 37,7 vikur hjá EO en 36,2 hjá LO. Meðalfæðingarþyngd EO var 3322 grömm en 2501 hjá LO. Fyrirburar (<38 vikur) voru 30, 17 EO og 13 LO. Keisaraskurðir voru 21 og tvíburafæðingar 8. Alls voru 63 stofnar tiltækir til stofngreiningar, 38 EO, 22 LO og 3 frá eldri börnum. Skipting milli hjúpgerða var eftirfarandi; Ia 19,0%, Ib 17,5%, II 6,3%, III 41,3%, IV 3,2% og V 12,7%. Hjúpgerð III var algengust í bæði EO (31,6%) og LO (59,1%). Einn eða fleiri áhættuþáttur GBS sýkingar (jákvætt strok móður, hiti móður við fæðingu eða ótímabært rof himna) sáust í 25 EO og 4 LO. Tvö börn létust síðar og ekki í tengslum við GBS. Sex börn greindust eftir 90 daga aldur, öll með aðra undirliggjandi sjúkdóma en tiltækir stofnar voru Ib í tveimur tilfellum og III í því þriðja. Rökstuddur grunur um smit milli tveggja inniliggjandi barna liggur fyrir í tveimur tilfellum. Ályktanir:NiðurstöðurnarvarpaljósiáþróunGBSsýkinga hjá íslenskum börnum. Fækkun EO tilfella gefur til kynna velgengni fyrirbyggjandi sýklalyfjagjafar í fæðingu. Hins vegar fer LO tilfellum enn fjölgandi. Þörf er á að styrkja varnir gegn GBS sýkingum í börnum frekar. Skimun fyrir GBS á meðgöngu, söfnun yfirborðssýna nýfæddra barna og skýrari reglur varðandi bæði meðferð við þekktum áhættuþáttum á meðgöngu og inngrip hjá nýburum eru kostir sem ber að skoða nánar. Framtíðin mun leiða í ljós hvort bólusetningar kvenna á meðgöngu verði raunhæfur kostur í baráttunni gegn hinum illvíga GBS en forsenda þess er kortlagning á algengi og meinvirkni helstu hjúpgerðanna á íslandi. Þekking og upplýsingar eru fyrstu skrefin að bættri greiningu og meðferð við hinum alvarlegu og alræmdu GBS sýkingum. Bein- og liðsýkingar barna af völdum baktería á tímabilinu 1996-2005 Ásgeir Þór Mássonl, Ásgeir Haraldssonl,2, Þórólfur Guðnasonl,2,3, Guðmundur K. Jónmundssonl,2, Helga Erlendsdóttirl,4, Karl G. Kristinssonl,4 1. Læknadeild Háskóla Islands, 2. Barnaspítali Hring- sins, 3. Landlæknisembættið, 4. Sýklafræðideild LSH. Inngangur: Sýkingar í beinum og liðum hjá börnum eru alvarlegir sjúkdómar þar sem skjót greining og markviss meðferð skiptir sköpum. Lítið er vitað um sýkingarnar í börnum á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.