Læknaneminn - 01.04.2008, Blaðsíða 54

Læknaneminn - 01.04.2008, Blaðsíða 54
Averkar á höndum Að beiðni ritstjórnar Læknanemans hef ég tekið saman eítirfarandi yfirlit um meðferð handaráverka. í stuttu máli er engin leið að gefa annað en yfirborðskennda mynd af þessum áverkaflokki. Því vantar margt og hvergi er kafað djúpt. þrengslum í sinaslíðrinu (svæði II). Til að hindra þetta þarf að hreyfa. Því er Ijóst að það þarf rétt jafnvægi á hvíld og hreyfingu eítir aðgerð á sinum. Á þetta einkum við á fyrstu 6-8 vikunum meðan sin er að ná góðum styrk. Jóhann Róbertsson Handarskurðlæknir á LSH Beygjusinaáverkar: Hendi og framhandlegg er skipt í 5 svæði (zone) hvað varðar beygjusinar. Hvert svæði býr yfir sínum „sérkennum' sem skipta máli í meðferð áverka. Svæði I er neðan (distalt) við sinaslíður fingranna og nær yfir festu djúpu beygjusinanna (flexor digitorum profundus eða FDP) á fjærkjúkum. Svæði II nær yfir sinaslíðrin frá hnúaliðum (MCP) út að fjærliðum (DIP). Þau eru þröng og óeftirgefanleg og áður var svæðið oft kallað „no mans land“ þar sem árangur af aðgerðum var lélegur. Svæði III nær yfir lófann frá úlnliðsgöngum að hnúaliðum. Svæði IV er úlnliðsgöngin (carpal tunnel) og svæði V er þá ofan (proximalt) við úlnliðsgöngin. Einkum tvennt skapar vandamál við meðferð beygjusinaáverka. Bygging sina gefur lélegt saumhald og því er hætta á endursliti. Af þessu leiðir að það er mikilvægt að hvíla eftir aðgerð. Hins vegar leiðir örvefsmyndun og samvextir sina við umhverfið til þess að þær festast, sérstaklega í Við viðgerð á beygjusinum á svæði I er gerð endurfesting til dæmis með stálþræði sem er dreginn út í gegnum nögl. Ástæðan fyrir þessari aðferðarfræði er sú að til að sauma sinar beint þarf minnst 1 cm svæði sitt hvoru megin við áverkann til að sauma í. Úti við festu sinanna er slíkur vefur einfaldlega ekki til staðar og þarf því að fá festu með öðrum ráðum. Hætta er á samgróningum þetta langt úti á fingrum og samfara því truflun á hreyfigetu.Venjan er að meðhöndla áverkasvæðið í gipsi í þrjár vikur og síðan fer fram hreyfiþjálfun án álags þar til um sex til átta vikur eru frá áverka. Meðferð á beygjusinaáverkum á svæði II er meira krefjandi. Saumað er með þræði sem eyðist ekki (t.d. Ethilon 4.0) að hætti Kessler og síðan gerð frekari styrking með þræði sem eyðist (PDS 5.0) áframhaldandi í kantana. Mikilvægt er að gert sé sómasamlega að áverka á sinaslíðrið og þannig minnkuð hættan á bogastrengsfenomeni. Einnig þarf að byrja snemma með varfærna hreyfiþjálfun undir leiðsögn sjúkraþjálfa. Ýmsar leiðir eru í boði. Ein er að hætti Kleinert þar sem notast er við togspelku (dynamisk flexionsspelka) þar sem virk rétta og óvirk beygja eru leyfðar. Önnur leið er að byrja snemma með virka hreyfiþjálfun. Hendi og framhandleggur eru í gipsi (dorsal gipsspelka með úlnlið í neutral legu, MCP í 70-80° flexion og PIP og DIP liðir beinir) þar sem hægt er að losa um fingur í 3-4 vikur. Frá 3.- 5. degi er hluti umbúða fjarlægður nokkrum sinnum á dag til að gera virkar og óvirkar æfingar í gipsinu en milli æfinga eru fingur vafðir að gipsspelkunni. Eftir gipstöku er hreyfiþjálfun án álags beitt þar til 6 vikur eru frá aðgerð og síðan þjálfun með vaxandi álagi. Líkamsbygging handarinnar er þannig að beygjusinar liggja aðlægt taugum og æðum að hluta í þröngum göngum og vilja dragast nokkuð í sundur djúpt í hendinni, það er ekki mjög aðgengilegar. Því þarf viðgerð á þeim að fara fram í góðu blóðtæmi og stasa í hárri deyfingu t.d. í plexus axillaris eða svæfingu. Réttsinaáverkar: Rétting á fingrum er samspil tveggja kerfa, ytri vöðva framhandleggs (extensor digitorum communis stýrt af n.radialis) og innri vöðva handarinnar (interosseus og lumbricalis vöðvar stýrt af n. ulnaris og n. medianus). Mallet áverkar kallast það þegar 54 Læknaneminn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.