Læknaneminn - 01.04.2008, Blaðsíða 101
Niðurstöður:
Anti-TNFa og TGF-(3l höfðu marktækt bælandi
áhrif á frumuíjölgun CD4+CD25- T-frumna við
lágskammtaræsingu um T-frumuviðtakann (p<0,001).
Bæliáhrifin hurfu ef viðbótarörvun um CD28 var bætt
við. Tjáning Foxp3 var einnig könnuð. Bæði meðferð
með Infliximab og TGF-(3l höfðu áhrif í þá átt að aulca
tjáningu Foxp3. Hins vegar jók eingöngu TGF-|3l á
magn tjáningar Foxp3 sameindarinnar (Foxp3high). Ef
viðbótarörvun um CD28 var bætt við þá var ekki um
slíka sérhæfingu yfir í Treg að ræða, þ.e. örvun um CD28
lcorn í veg fyrir aukna tjáningu Foxp3 eftir Infliximab
meðferð. Foxp3 tjáning var hins vegar enn mælanleg eftir
TGF-þl og viðbótarörvun um CD28. Þá kom einnig í ljós
að við ofangreind ræsingarskilyrði var meirihluti Foxp3+
frumnajákvæðurfyrir CD25 (>80%). Hins vegar var ekki
samhengi á milli tjáningar Foxp3 og annarar þekktrar T-
stýrifrumu sameindar, CD103. Frumniðurstöður benda
til þess að ekkert samhengi sé á milli ofangreindrar
sérhæfingar og seytunar á IL-2.
Ályktun:
TNFa getur undir venjulegum kringumstæðum hindrað
sérhæfingu CD4+CD25- T-frumna yfir í T-stýrifrumur
(Foxp3+CD25+).HugsanlegteraðmeginvirkniInfliximab
(anti-TNFa lyfja) verki í gegnum slíkar boðleiðir, það er
með beinni örvun á myndun CD4+CD25+Foxp3+ T-
frumna. Þó margt sé sameiginlegt með bólgueyðandi
áhrifum TGF-þl og Infliximab þá er verkunarmáti og
áhrif þeirra á sérhæfingu T-frumna mismunandi.
Frekari rannsóknir munu beinast að því að reyna að
skýra hvers vegna sjúklingar með iktsýki svara anti-TNFa
meðferð misvel.
Lykilorð:
T-stýrifrumur, TNFa, anti-TNFa, TGF-þl.
Mótefni gegn Lef umritunarþætti til
nota í ChlP-chip tilraunum
Kristín Sigurjónsdóttirl, Eiríkur Steingrímssonl, Chris-
tian Praetoriusl
lLæknadeild Háskóla íslands
Inngangur:
Litfrumur rekja uppruna sinn til taugakambsins sem
myndast snemma á fósturskeiði. Þaðan fara þær meðal
annars til húðar, augna og innra eyra. Þær eru við hornlag
húðarinnar og í hársekkjum þar sem þær búa til melanín
sem gefur bæði húð og hári lit. Stofnfrumur litfruma eru
í gróf við hárstilkinn og þroskast í litfrumur þegar nýr
hársekkur verður til. Það eru margar ákvarðanir sem
litfrumur þurfa að taka og snúa að þroskun, fjölgun og
ferðalagi þeirra frá taugakambinum til heimkynna í húð.
Ýmsir umritunarþættir eru mikilvægir fyrir litfrumur og
greiða leið þeirra í þessu flókna ferli, þar á meðal Lef 1, Mitf,
Pax3 og SoxlO. Til að skilja hlutverk umritunarþáttanna í
þessu ferli betur má nota svokallaðar ChlP-chip tilraunir.
ChlP-chip tilraunir eru vinsæl aðferð til að kanna tengsl
umritunarþátta við erfðaefni in vivo og ákveða þannig
hvaða genum umritunarþættirnir stjórna. Aðferðin
byggist á því að meðhöndla frumur með formaldehýði
til að krosstengja prótín við erfðaefnið. Litningarnir
eru síðan klipptir í smærri búta og mótefni notað til að
einangra það prótín sem áhuginn beinist að. Krosstengin
eru þá tekin í burtu, DNA-ið einangrað og flúormerkt
og látið þáttaparast við örflögur. Sterkt flúormerki gefur
til kynna pörun sem bendir til að viðkomandi prótín sé
bundið viðkomandi röð. Það er mjög mikilvægt fyrir
þessa aðferð að mótefnið bindistvel við umritunarþáttinn
og til þess þarf gott mótefni. Svo mögulegt sé að framleiða
mótefni gegn prótíni þarf fyrst að framleiða prótínið
sjálft. Verkefni þetta miðar að því að ferja ákveðna búta
Lefl gensins inn í tjáningarferju og framleiða prótín sem
síðan má nota til að útbúa mótefni.
Efniviður og aðferðir:
Búnir voru til prímerar sem bindast við og magna upp ijóra
ólíka búta af Lefl geninu sem ekki innihalda amínósýruna
lýsín. Lýsín tekur þátt í myndun krosstengsla en þau geta
komið í veg fyrir að mótefnin beri kennsl á prótínið.
Skerðisetum var skeytt við prímerana þannig að framan
við hvern bút væri skerðiset fyrir ensímið EcoRI en aftan
við bútinn skerðiset fyrir Xhol. Prímerarnir voru notaðir
til að magna upp bútana og bæta þessum skerðisetum við
þá. Síðan voru bútarnir límdir inn í svokallaða TOPO
genaferju og þaðan klippir úr með skerðiensímunum.
Tjáningarferjan pGEX 6.1 var einnig klippt með þessum
sömu skerðiensímum og bútarnir límdir inn í hana.
pGEX 6.1 með bútunum var komið fyrir í B121 stofni E.
coli til þess að unnt væri að tjá prótínið.
Niðurstöður og ályktanir:
Það tókst að magna upp alla bútana með PCR nema einn af
þessum þórum. Hinum þremur bútunum var komið inn í
TOPO genaferjuna og þaðan yfir í tjáningarferjuna pGEX
6.1. Bakteríur úr B121 stofni E. coli voru ummyndaðar
með ferjunni. Þetta gekk ekki alveg þrautalaust en nú er
genaferjan tilbúin að framleiða prótínin. Á næstu vikum
verða prótínin framleidd og rnyndun mótefna hafin.
Úsnínsýra virkjar AMPK
krabbameinsfrumna bæði óháð og háð
ATPm og heftir vöxt frumnanna
Guðrún G Björnsdóttirl, Helga M. Ögmundsdóttirl,2,
Haraldur Halldórssonl,3, Brynhildur Thorsl,3.
1. Læknadeild HÍ, 2. Rannsóknarstofa KI og HÍ í samei-
nda- og frumulíffræði, 3. Rannsóknarstofa HÍ í lyþa- og
eiturefnafræði.
Inngangur:
Úsnínsýra (UA) er virkt efni sem finnst í fléttum hér á landi
og víðar. Hún hefur verið notuð til bakteríuhömlunar
í snyrtivörum og sem fitubrennsluefni. Úsnínsýra
hemur einnig þölgun krabbameinsfrumna. Áhrif UA
á orkubúskap og krabbameinsfrumur bentu til áhrifa
AMP-activated kinase (AMPK) sem er miðlægt ensím