Læknaneminn - 01.04.2008, Blaðsíða 100
súrum fosfatasa hafði þau áhrif að minnka NO myndun
í æti 199 um 44 % en hafði engin áhrif á NO myndunina
í æti 1640. H89 sem kemur í veg fyrir þrombín örvaða
AMPK fosfórun kom einnig í veg fyrir myndun NO í æti
199.
Umræða:
ATP lækkun miðlar öflugri örvun á NO framleiðslu í
ræktuðum æðaþelsfrumum. Líklegt er að þessari örvun
sé miðlað í gegnum AMPK sem er aðal stjórnandi
orkuefnaskipta í frumunni. Þar sem kalsíum jónferja
hefur áþekk áhrif og þrombín á NO myndunina má leiða
líkum að því að munurinn milli ætanna sé ekki bundinn
við þrombín heldur nái til annarra áverkunarefna sem
nota Ca2+ sem boðefni. Ekki er ljóst hvað það er í æti 199
sem leiðir til þess að ATP lækkun verður í frumunum.
Búið er að sýna fram á að meðhöndlun með súrum
fosfatasa kemur í veg fyrir ATP lækkunina sem bendir
til þess að fosfat tengt efni stuðli að lækkuninni. Beinast
spjótin aðallega að a- tókóferól fosfati sem er í æti 199 en
ekki æti 1640.
Áhrif íslensks trjábarkar á þroskun
angafruma
Ylfa Rún Óladóttirl, Arnór Víkingsson2,3, Jóna Freys-
dóttir3,4
lLæknadeild HÍ, 2Gigtlækningadeild Landspítala
háskólasjúkrahúss, 3Rannsóknastofa í gigtsjúkdómum,
Landspítala háskólasjúkrahúsi, 4Rannsóknarstofa í
ónæmisfræði, Landspítala háskólasjúkrahúsi
Inngangur:
Salicýlsýra hefur verið notuð sem bólgueyðandi og
verkjastillandi lyf í nokkur þúsund ár. Salicýlsýru er
að finna í berki af grátvíði og hún er einnig í mörgum
plöntum, grænmetistegundum og ávöxtum. Markmið
þessa verkefnis var að skoða áhrif íslensks trjábarkar og
salicýlsýru á sérhæfingu ónæmissvars og til þess notað in
vitro angafrumulíkan.
Efni og aðferðir:
CD14+ mónócýtar voru einangraðir úr blóði heilbrigðra
einstaklinga og þroskaðir í óþroskaðar angafrumur.
Óþroskuðu angafrumurnar voru svo ræstar í þroskaðar
angafrumur (neikvætt viðmið) og prófefnunum
salicýlsýru, íslenskum birki- og lerkiberki eða jákvæðum
viðmiðum bætt í rækt. í frumuflæðisjá var metinn
árangur einangrunar CD14+ mónócýta, þroskun þeirra
í óþroskaðar angafrumur og ræsing angafrumanna
í þroskaðar angafrumur með því að skoða tjáningu
ýmissa yfirborðssameinda sem eru einkennandi fyrir
ákveðin stig í þessu þroskaferli. Einnig var skoðuð
tjáning yfirborðssameinda, sem eru taldar skipta máli
fyrir stjórnun bólgusvars, á þroskuðu angafrumunum.
Magn bólguboðefnanna IL-6, IL-10 og IL-12 sem
angafrumurnar seyttu frá sér var mælt með ELISA aðferð
til að meta áhrif prófefnanna á angafrumurnar.
Niðurstöður:
Niðurstöðurnar úr frumuflæðisjá bentu til þess að
einangrun og þroskun mónócýtanna í óþroskaðar
angafrumur og svo áfram í þroskaðar angafrumur
hefði tekist vel. Hins vegar var lítill munur á tjáningu
yfirborðssameinda hjá þroskuðum angafrumum sem
voru ræktaðar með prófefnunum. Mælingar á IL-12
framleiðslu sýndu að salicýlsýra, birki- og lerkibörkur í
háum styrk minnkuðu IL-12 seytun, en höfðu engin áhrif
á IL-6 seytun. Ekki tókst að mæla IL-10.
Ályktun:
Frumniðurstöður benda til þess að salicýlsýra í styrknum
100 pg/ml dragi úr IL-12 framleiðslu og að birki- og
lerkibörkur í sama styrkhafi samsvarandi áhrif. Hugsanlegt
er því að birki- og lerkibörkur hafi ónæmisbælandi áhrif
með því að draga úr IL-12 framleiðslu.
Lykilorð:
angafrumur, salicýlsýra, aspirin, IL-12.
Áhrif Infliximab og TGF-þl á
sérhæfingu T-stýrifrumna
Þórunn Hannesdóttirl, Brynja Gunnlaugsdóttir 2,3,
Inga Skaftadóttir3, Björn Rúnar Lúðvíkssonl,2,3
lLæknadeild Háskóla íslands, 2Rannsóknarstofa í
gigtsjúkdómum, 3Ónæmisfræðideild LSH
Inngangur:
Bólgumiðlandi boðefnið TNFa mælist hækkað í
sjúklingum með iktsýki (rheumatoid arthritis) og hafa
nú verið þróuð lyf sem hlutleysa það. Einnig hefur
verið sýnt fram á hugsanlegt hlutverk T-stýrifrumna
(CD4+CD25+T-frumur) í sjúkdómsmynd iktsýkinnar.
Hugsanleg er að meðferð með anti-TNFa lyfjum stuðli
að þroskun Treg úr CD4+CD25-T-frumum, en vitað er
að TGF-þl getur einnig stuðlað að þroskun þeirra.
ÁhrifInfliximab(anti-TNFalyf)ogTGF-(3láCD4+CD25-
T-frumur úr heilbrigðum fullorðnum einstaklingum
voru metin við mismunandi ræsingarskilyrði til að kanna
frekar áhrif þeirra á sérhæfingu CD4+CD25- T-frumna
yfir í Treg.
Efniviður og aðferðir:
CD4+CD25- T-frumur voru einangraðar úr blóði 8
heilbrigðra einstaklinga, en aðeins 4 tilraunir tókust.
Frumurnar voru örvaðar með vaxandi styrkleika af
anti-CD3 (0,1 og lOpg/mL), í sermislausu æti, +/'
TGF-þl og +/- anti-TNFa (Infliximab). Helmingurinn
fékk viðbótarörvun um CD28. Frumur voru ræktaðar i
rakamettuðum hitaskáp v/37°C í 96 klst. Frumufjölgun
var metin með upptöku geislavirks [3H] thymidíns. I
upphafi og lok ræktunar var tjáning yfirborðssameinda
sem og umritunarþáttarins Foxp3 metin með flúrskins
merktum mótefnum í flæðifrumussjá. Einnig var gerð
magnmæling á IL-2 í frumuræktarfloti með ELISA
aðferð.