Læknaneminn - 01.04.2008, Blaðsíða 9

Læknaneminn - 01.04.2008, Blaðsíða 9
sótt. Á miðvikudeginum var málþing um blóðgjafir og á fimmtudeginum málþing um ofbeldi gegn börnum. Árshátíðin sjálf var á föstudegi. Kennsluverðlaun ársins 2008 hlaut Eiríkur Steingrímsson ásamt kennurum námskeiðsins lífefnafræði A, sameindalíffræði. Heiðursverðlaun hlaut réttarmeinafræðingurinn Gunnlaugur Geirsson og unglæknaverðlaun hlaut Ragnar Freyr Ingvarsson. Ýmsir afslættir stóðu læknanemum til boða fyrir árshátíð sem margir nýttu sér. Að morgni hátíðarinnar fengu allir bekkirnir körfur með brauðmeti sem þeir nýttu sér í morgunveislum. Fulltrúaráð stóð fyrir sinni árlegu nýnemakynningu eða spírítusvígslu þar sem þau nýmæli voru á þessu ári að nemendur kynntu sig á myndbandi sem síðan var spilað fyrir spíritusgesti og lukkaðist það fyrirkomulag ákaflega vel. Einnig skipulagði fulltrúaráð nýnemaferð í Þjórsárver þar sem fulltrúar frá öllum nefndum FL fóru með og kynntu nám og félagslíf fyrir læknanemum á fyrsta ári og mun þessi árgangur þannig vera vel upplýstur um störf félagsins. Vísindaferðir voru margar á árinu. Fjölmörg fyrirtæki voru heimsótt þ.á m. Ölgerð Egils Skallgrímssonar, Morgunblaðið, GSK, A. Karlsson, Ice Pharma, Atlantsolía, FSA, Vífilfell, Actavis og Kaupþing banki. Læknanemar hafa löngum talist miklir íþróttagarpar. Fótboltamót var haldið í október. Áætlað er að hafa annað fótboltamót í apríl. Snókermót var einnig haldið í október og heppnaðist gríðarvel. Annað mót er áætlað í apríl. Einnig var hið árlega snókermót Læknagarðs haldið með pompi og prakt enda læknanemar þekktir fyrir gríðarlegan áhuga á snóker. Stelpu- og strákakvöld var haldið í nóvember og þar fóru stúlkurnar í GlaxoSmithKline en strákarnir í A. Karlsson. Eftir vísindaferðina fóru strákarnir í Húnabúð, Skeifunni, þar sem boðið var upp á hvítan rússa að hætti GVS en stelpurnar fóru til læknanema á 3. ári og var þar boðið upp á kir royal. Síðan hittust kynin í Húnabúð og dönsuðu eins og enginn væri morgundagurinn. Annað árið, með aðstoð fulltrúaráðs, hélt hið árlega jólaglögg sem haldið var í desember í áðurnefndri Húnabúð. Glöggið var vel sótt og heppnaðist lygilega vel. Stórir atburðir eru eftir þegar þetta er ritað og þeir stærstu eru læknaleikarnir þar sem læknanemar keppa í fjölbreyttum þrautum og sigurvegarar fá glæsilega vinninga. Einnig er fyrirhugað að halda gríðarstórt lokadjamm sem verður einnig sjórnarskiptafundur en þar verður starfsárið og gamla stjórnin kvödd með viðeigandi hætti. Af kennslu- og fræðslumálanefnd Kennslu- og fræðslumálanefnd er skipuð sex fulltrúum, einum af hverju námsári. Formaður nefndarinnar kemur af fimmta ári og var á þessu starfsári Martin Ingi Sigurðsson. Hlutverk nefndarinnar er að mæta á fundi kennsluráðs, deildarráðs og á deildar- og skorarfundi læknadeildar. Einnig á nefndin að halda fræðslufundi um málefni tengd læknisfræði, sjá um bókakost og fræðabúr, sjá um háskólakynningar, hópslysaæfingar og kynningar á námskeiðum í læknadeild. Kennslu- og fræðslumálanefnd kemur einnig athugasemdumlæknanemaáframfæri við kennsluráð deildarinnar. í nóvember var USMLE-bókasafn læknanema opnað en formaður kennslu- og fræðslumálanefndarhafði veg og vanda af því að kaupa góðar undirbúningsbækur fyrir samræmdu bandarísku læknaprófin (USMLE). Þetta eru próf sem læknanemar þreyta á sjötta ári og spanna öll ldínísku fögin. Læknanemum er mikill fengur í bókum þessum og kynslóðir læknanema eiga vonandi eftir að nota þessar bækur. Þá er vonast til þess að bókakaupin stuðli að því að fleiri læknanemar þreyti öll USMLE prófin. Námskeiðskynningar hafa verið stór hluti starfsemi kennslu- og fræðslumálanefndar undanfarin ár. Árið í ár var engin undantekning frá því og sáu meðlimir nefndarinnar um aðhaldauppiöflugrikynninguíbyrjun hvers námskeiðs um bækur, kennara og próf. Eru námskeiðskynningarnar orðnar ómissandi liður fyrir marga læknanema til að hefja sérhvern nýjan kúrs. Kennslu- og fræðslumálanefnd bar hitann og þungann af því að kynna deildina fýrir fróðleiksfúsum framhaldsskólanemum. Með vaxandi markaðs- og kynningarstarfsemi HÍ hafa þessar framhaldsskólakynningar orðið vaxandi byrði á starfi nefndarinnar. Hefur nú verið ákveðið að taka til endurskoðunar aðkomu nemenda að deildarkynningum. Nokkrir fræðslufundir hafa verið skipulagðir. Hjartahlustun í öllu sínu veldi var kynnt læknanemum af Karli Andersen í samvinnu við Vistor. Heppnaðist fræðslan gríðarlega vel. Einnig skipulagði Kennslu- og fræðslumálanefnd málþing um sýkingar læknanema í starfsnámi og var ýmislegt áhugavert sem kom þar fram. Málþingið var byrjun nokkurrar vakningar varðandi öryggi nema í starfsnámi og hefur í kjölfarið verið unnið í því að gera átak í vinnuvernd læknanema í starfsnámi. Á haustmánuðum starfaði Kennslu- og fræðslumálanefnd með starfsnefnd á vegum menntamálaráðuneytisins. Þessi starfsnefnd átti að taka út nám við læknadeild og tók hún mikið mark á skoðunum læknanema. I kjölfarið kom út skýrsla þar sem farið var fram á breytingar í stjórnsýslu læknadeildar. Niðurstöðurnar tóna ágætlega við það sem nemendur hafa lagt til í nefndarstörfum sínum innan veggja læknadeildar, einkum varðandi stundaskrárgerð og innra skipulag námskeiða. Mikill hugur er nú meðal yfirstjórnar læknadeildar við að gera úrbætur í samræmi við niðurstöður skýrslunnar og munu læknanemar ekki láta sitt eftir liggja í að koma með tillögur og veita aðhald þar sem við á. Kennslu- og fræðslumálanefnd hefur ásamt stjórn skipulagt fræðslufundi um inngöngu FL í Læknafélag íslands, kjaramál læknanema, kynningu á kandídatsári við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri og kynningu á starfi á Slysa- og bráðadeild. Einnig hefur nefndin komið að skipulagningu á námskeiði í sérhæfðri endurlífgun ásamt stjórn FL. Á næstunni er fýrirhugað að hafa gourmet-kvöld þar sem læknanemar munu kynnast því hvernig skuli meta gæði og matast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.