Læknaneminn - 01.04.2008, Blaðsíða 74

Læknaneminn - 01.04.2008, Blaðsíða 74
Á stöðvunum eru bókasöfn, þar fer fram fræðsla um öruggt kynlíf og hægt að fá HlV-próf með fræðslu og stuðningi fyrir og eftir prófun o.m.fl. Þar sem Indlandsævintýrið var ekki ódýrt ákvað ég að vera bara 4 vikur þar en byrja valtímabilið á 8 vikum hér heima. Mig langaði að fýlgjast með andlitsaðgerðum af ýmsu tagi, bæði hjá lýta- og háls-, nef- og eyrnalæknum en endaði á að vera á HNE eingöngu að fýlgjast með aðgerðum, þvælast fýrir á göngudeild og gera verkefni um aðgerðir á andlitsbeinum með Guðmundi Ásgeiri kjálkaskurðlækni og Hannesi Petersen. Það byrjaði einfaldlega þannig að ég sendi Hannesi tölvupóst og tók hann vel í að leyfa mér að sniglast á HNE, fann verkefni fýrir mig og fékk Guðmund með. Verkefnið byggir á spurningalistum og náðist ekki að gera meira en að skrá svörin áður en ég þurfti að fara til Indlands en það er samt stefnan að vinna úr þessu. Tímasetningin hefði getað verið betri þar sem það voru tannlæknanemar í aðgerðunum sem ég var að fýlgjast með og það voru 4. árs læknanemar á HNE líka, kannski hefði einhver annar verið duglegri að troða sér í aðgerðir og í viðtöl á göngudeildinni. Þrátt fýrir þetta lærði ég talsvert í HNE-fræðum, komst að þeirri niðurstöðu að mig langar ekki að verða kjálkaskurðlæknir og er ekki lengur hrædd við smásjána. Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, ó.árs læknanemi Yale innan seilingar Veturinn 2005 urðu miklar breytingar á námsskrá læknadeildar. Horfið var frá skipulagi sem hafði verið við lýði um nokkurt skeið og einkenndist af því að námi í lyflækningum var tvístrað í margar litlar einingar sem nemendur fengu nasasjón af á nokkrum árum. Nú var medisín fundinn staður á fjórða ári og þjónaði þá sem grundvöllur þeirra klínísku greina sem á eftir komu. Þessi breyting er rós í hnappagat læknadeildar! Ég fékk að koma að breytingunum sem fulltrúi læknanema ásamt Tóta sem þá var á þriðja ári. Við vorum báðir mjög spenntir fyrir breytingum, enda þótt þær féllu í misfrjósaman jarðvel læknanema. Hugmyndum okkar og annarra nema hlutu margoft hljómgrunn og sjaldan hafa læknanemar verið hafðir jafnmikið með í ráðum með jafn róttækar breytingar sem þessar. Vestrið heillaði mig og ég leitaði fljótlega leiða til að eyða valtímabilinu í Bandaríkjunum. Ég hafði þá heyrt (og seinna fengið staðfest) að valnám í BNA væri mikilvægur ef ekki nauðsynlegur hluti þess að sækja um sérnám þar ytra. Þetta var í fyrsta sinn sem læknanemum frá Læknadeild HI gafst kostur á því að verja lokaönninni utan landsteinanna en flest háskólasjúkrahús í BNA bjóða upp á valnám (elective) fyrir læknanema á lokaári í læknisfræði. Ég spurðist fyrir um sérfræðinga sem höfðu lært vestra og kom mér fljótlega í samband við Margréti Oddsdóttur skurðlækni sem hafði lært við Yale í New Haven (við frábæran orðstír eins og ég seinna komst að). Nokkrum dögum síðar var ég kominn í samband við æðaskurðlækni að nafni Dr. Gusberg sem leiðbeindi mér í gegnum umsóknarferlið ásamt aðstoðarmanni sínum. Þetta ferli var langt og strangt og fólst m.a. í því að ég færi í ýmsar ónæmisfræðilegar rannsóknir, sýndi fram á að ég væri ekki öreigi á bótum frá ríkinu og að ég ætlaði mér ekki að hverfa þegar til Bandaríkjanna væri komið og notfæra mér(greinilega ofmetið) félagskerfið þar í landi. Ef ég ætlaði mér að misnota eitthvert félagskerfi í heiminum væri það örugglega hagkvæmast á íslandi. Við fyrstu sýn virtist þetta erfiður hjalli að yfirstíga. Umsóknarferlið náði hæstu hæðum þegar ég fór framhjá sprengjusökklunum og í gegnum vopnaeftirlitskerfið í víggirtu sendiráði Bandaríkjanna við Laufásveginn. Þar fékk ég yfirheyrslu (nánast af þriðju gráðu) um áætlanir mínar í landi tækifæranna svo að næstum minnti á Guantanamo flóa. Ég fékk loks B1/B2 Visa svo mér var ekki til setunnar boðið. Eftir jól og áramót í New York var ég mættur á skrifstofu læknadeildar Yale kl. átta að morgni 2. janúar. Bandarískir læknanemar eru ekkert að eyða tíma í jólafrí sem er kannski skiljanlegt þegar maður heyrir upphæðirnar sem þeir borga í skólagjöld árlega. Á skrifstofunni sátu um tíu krakkar frá öllum heimsins hornum. Ástralía, Bretland, Indland, Líbanon, Suður- Kórea, Suður-Afríka og Þýskaland voru meðal þeirra þjóða sem á fundinum sátu. Indverjarnirbáðirlitu út fyrir að vera miklu yngri (sem þeir voru því Indverjar eyða hvorki tíma í jólafrí né grunnskóla) og Þjóðverjinn var mættur í scrubbinu og hvíta sloppnum með stetóskópið um hálsinn eins og ekkert væri sjálfsagðara. Talandi um þýska nákvæmni. Flestir í hópnum voru á medisínskum deildum og var sagt að mæta kl. Átta morguninn eftir, nema mér. Ég hafði óskað eftir barnaskurðdeild og krabbameinsskurðdeild og fékk stöðu „sub-intern“ á þeirri síðarnefndu. Ég vissi ekki (né veit enn þann dag í dag) hvað „sub“ið stóð fyrir. Gat maður virkilega komist lægra en intern á skurðdeild? Ég skyldi mæta klukkan „five thirty". Ég spurði auðvitað eins og asni hvort hún ætti við eftirmiðdaginn eða að nóttu og komst fljótt að því að kanar tala um „five in the morning“ en ekki fimm að nóttu eins og við svefnpurrkurnar á íslandi erum vanar. Fyrsti dagurinn var frábær þótt viðbrigðin væru mikil. Ég var mættur í læknanemajakkanum mínum (læknanemar við Yale eru í hvítum lækna-mittisjökkum eins og klipptir út úr Footloose og síkka slopparnir með árunum í sérnámi)' Mitt fyrsta verk var að gera „pre- round“, vekja sjúklingana, fara yfir rannsóknarniðurstöður gærdagsins og aðgerðir og skrifa ítarlega nótu um framgang mála. Svo átti ég að þylja rununa upp fyrir „chief residentinum á innan við þrjátíu sekúndum sem var mjög erfitt í fyrstu þótt ég sé ágætur í ensku, en komst þó fljótt í vana. „JohnisafortyyearoldpatientPOD number3statuspostwhipplesop o.s.frv. Þetta þurfti allt að gerast fyrir kl. 6.20. Ég var langt frá því að ná þessu fyrstu dagana, oftast vegna þess að sjúklingunum fannst Bjarkar hreimurinn minn svo magnaður og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.