Læknaneminn - 01.04.2008, Blaðsíða 72
Valtímabiliö
Kamilla Sigríður Jósefsdóttir
é.árs læknanemi
Þórhildur Halldórsdóttir
ö.árs læknanemi
Davíð Þór Þorsteinsson
kandídat
VALTÍMABILIÐ MITT!
Þegar það var hringt í mig og ég
beðin um að skrifa þessa grein reyndi
ég fyrst að malda í móinn. Taldi
þetta ekki vera nógu áhugaverða
lesningu en lét svo undan. Ástæðan
er sú að í frásögn minni er ekkert
um brimbrettaferðir við strendur
Nýja-Sjálands, kengúruát í Ástralíu,
fílsreiðar í Nepal né sá ég litlu
vannærðu börnin með útstandandi
maga í Afríku. Ekki fór ég heldur á vit
ævintýranna til „merkilegra“ háskóla
úti í hinum stóra heimi þar sem snobb
og vanvirðing gagnvart úttauguðum
læknanemum er í hávegum höfð,
og kem ég hér upp um eigin fáfræði
og fordóma í þeim efnum. Margir
samnemendur mínir gætu hins
vegar skrifað greinar sem innihéldi
frásagnir af þessu og þætti mér sjálfri
það mjög áhugaverð lesning. En
þetta skal víst vera um valtímabilið
mitt sem ég eyddi á heilsugæslu á
höfuðborgarsvæðinu, nánar tiltekið á
Heilsugæslunni Glæsibæ.
Ég á víst að tilgreina hvers vegna ég
ákvað að verja valtímabilinu eins og
ég gerði og hefur mér vafist tunga
um tönn í þeim efnum en effir drjúga
umhugsun hef ég ákveðið að leggja
spilin á borðið. Val mitt byggðist
ekki á brennandi áhuga mínum á
heimilislækningum eða starfsemi
heilsugæslunnar eins og sumir
samnemendur mínir hafa haldið og
hafa ákveðið fyrir mig að stefnan
mín liggi í þá átt. Ég hreinlega vissi
ekki og veit ekki enn hvert stefnan
mín liggur og hvað ég ætla að verða
þegar ég er orðin stór. Því gat ég ekki
notfært mér brennandi áhuga minn á
ákveðnu sviði til að hjálpa mér með
hvernig valtímabilinu skyldi varið.
Að fara á vit ævintýranna var að
sjálfsögðu heillandi tilhugsun.
Aðstæður mínar flæktu þó
óneitanlega aðeins þá mynd þó svo
að hægt væri að leysa þær á einhvern
hátt. Gat þó ekki hugsað mér að vera
án fjölskyldu minnar og varpa allri
ábyrgð yfir á manninn minn á meðan
ég bjargaði fílum í Nepal (eða voru
það börnin í Afríku?).
Að fara inn á spítala og vera þar í þrjá
mánuði var eitthvað sem ég gat ekki
hugsað mér í ljósi þess að ég á eftir
að eyða næstu níu mánuðum þar.
Svo það var fljótlega út úr myndinni.
Ég fór í marga hringi með þetta. Það
er skömm frá því að segja en eftir 5
f/2 árs nám og gífurlega uppbyggða
gremju yfir nýju skipulag(sleys)i
læknadeildar var einhvers konar
„plateau“ náð í metnaðarskalanum
hjá mér og var metnaðarleysi og
áhugaleysi að gera út af við mig
á þessum tímapunkti. Féll ég því
hálfpartinn á tíma við að velja mér
eitthvað. Þá komu fjölskyldubönd
og klíkuskapur að íslenskum sið sér
vel. Þannig er saga mín á bakvið það
hvernig ég valdi að verja valtímabilinu
mínu.
En þá er komið að því að segja frá
sjálfu valtímabilinu. Tveir læknar á
heilsugæslustöðinni voru búnir að
ganga með hugmynd að ákveðnu
verkefni í maganum um þó nokkurt
skeið. Verkefni mitt var því að útfæra
það frekar og framkvæma. Verkefnið
fól í sér að kanna fjölda innflytjenda
sem leituðu eftir þjónustu á
heilsugæslustöðinni, þjóðerni
þeirra og aðkomu að stöðinni.
Einnig að kanna ánægju þeirra með
þjónustuna sem þeir fengu ásamt
fleiri þáttum. Hafður var íslenskur
samanburðarhópur til hliðsjónar. Til
að byrja með þurfti ég að leita heimilda
um sams konar rannsóknir sem var
bara að finna í erlendum greinum-
Mér til mikillar furðu er þetta alveg
ókannað land hér heima þrátt
fyrir gífurlega fjölgun innflytjenda
síðastliðin ár. Einnig blöskraði mér
stefnuleysi heilbrigðisyfirvalda
í þessum málum, sem eru þó
eitthvað að taka við sér. Skrifa þurfti
rannsóknaráætlun og sækja um hjá
Persónuvernd og Vísindasiðanefnd.
Tók þetta gífurlegan tíma og var
þetta mun meiri vinna en ég bjóst
við, eitthvað sem fór alveg framhjá
mér við 3. árs verkefnið. Fundað var
einu sinni í viku með læknunum þar
sem var farið yfir gang mála. Þegar
öll tilskilin leyfi voru komin og allt
var tilbúið fyrir gagnasöfnunina var
haldinn fundur með öllu starfsfólki
stöðvarinnar og verkefnið kynnt
þar sem það krafðist þess að allir
tækju þátt. Það var mjög gaman að
sjá áhuga starfsfólksins við að taka
þátt og láta þetta ganga upp og alla
þá aukavinnu sem það lagði á sig við
72
Læknaneminn