Læknaneminn - 01.04.2008, Blaðsíða 52
Ritgerð í lyfjafræði
Áhrif fæðu á frásog lyfja
sem tekin eru inn um
munn
Berglind Kristjánsdóttir
3. árs læknanemi
Tinna Arnardóttir
3. árs læknanemi
Myndir:
Minnkað aðgengi tetra-
cyklíns eftir að fæðu hefur
verið neytt.
Jafnvægishvörf veikra sýra
(1) og veikra basa (2). í súru
umhverfi flyst jafnvægið til
vinstri.
Frásog er það þegar lyf flyst frá skömmtunarstað yfir í
blóð. Frásogsstaðir líkamans eru margir en algengust
er þó lyfjagjöf um munn. Þannig er meltingarvegurinn
notaður sem frásogsstaður. Ýmislegt getur haft áhrif á
frásog sameinda svo sem fituleysanleiki, jónun, stærð og
sýrustig lyfs og umhverfis. Hér verður íjallað um áhrif
fæðu á frásog lyfja sem tekin eru inn um munn.'
Neysla fæðu getur haft áhrif á frásog lyfja í meltingarvegi
og eru áhrifin mjög flókin. Bæði getur frásogið minnkað
og aukist en mikilvægt er að hafa í huga að hætta er á
að meðferð misheppnist ef aðgengi er verulega minnkað
vegna fæðuáhrifa. Lyf sem frásogast verr eftir máltíð eru
því tekin fyrir neyslu matar til þess að auka aðgengi þeirra.
Það sem helst hefur áhrif eru tví- og þrígildar málmjónir,
sýrustig, fita, trefjar, próteininnihald og seigja matar.'2
Tví- og þrígildar málmjónir má finna í ýmsum
fæðutegundum. Þær jónir sem oftast hafa áhrif eru
kalsíum (Ca2+), járn (Fe2+/Fe3+), ál (A13+) og
magnesíum (Mg2+). Þar að auki er algengt að fólk taki
inn járnbætiefni og sýrubindandi lyf sem eru oft hýdroxíð
eða bíkarbónöt af þessum fyrrnefndu málmum. Sumar
bættar matvörur innihalda einnig mikið magn þessara
málmjóna og geta áhrif þeirra verið allmikil. Þetta getur
valdið minni frásogun vegna málmhringsmyndunar
eða aðloðunar. Málmhringsmyndun er myndun á flóka
sem inniheldur málmjón og einn eða fleiri skautaðan
hóp af einsameindum. Aðloðun er það fyrirbæri þegar
fast efni festist við yfirborð annars efnis án samgildrar
tengingar. Hvort tveggja getur valdið minna aðgengi í
meltingarfærunum. Sýklalyf eru þau lyf sem þetta hefur
mest áhrif á. Frásog tetrasýklíns minnkar t.a.m. mikið við
neyslu á mjólkurvörum eða með inntöku járnbætiefna
vegna málmhringsmyndunar (mynd l).2
Sýrustig hefur áhrif á jónun lyfjasameinda en lyf frásogast
betur á ójónaða forminu. Flest lyf eru veikar sýrur en
þónokkur eru veikir basar. I súru umhverfi flyst jafnvægi
efnajafnanna á mynd 2 til vinstri. Frásog veikrar sýru
minnkar því i basískara umhverfi því þá eykst jónaða
form hennar og vatnsleysanleiki þannig að hún flæðir
verr um lípíðhimnur. Þessu er öfugt farið með lyf sem
eru veikir basar. Á þennan hátt getur sýrustig fæðu og
það hversu mikið er seytt af magasýrum haft áhrif á
frásog lyfsins. Við þetta má svo bæta að til eru lyf sem
þola illa súrt umhverfi. Lækkað pH getur þannig valdið
eyðileggingu þeirra og minnkuðu aðgengi.'3'5
Seigja matar er annað sem getur haft áhrif. Mörg
lyf frásogast eftir endilöngum smáþörmunum en sum lyf
frásogast einungis í ákveðnum hlutum þeirra. Mikil seigja
getur leitt til þess að lyf sem aðallega eru frásoguð í efri
hluta smágirnis fari framhjá frásogsstað sínum án þess
að vera tekin upp. Hins vegar minnka þessi seigjuáhrif
eftir því sem neðar dregur í smágirninu vegna þynningar
fæðutuggu í auknu meltingarfæraseyti. Aðgengi þeirra
lyfja sem geta frásogast hvar sem er í smágirni eru hins
vegar ekki háð seigju matarins.5
1.
2.
AH A + H
BH+ <7+ B + H
Fæðuáhrif á frásog lyíja í íjærhluta smágirnis eru talin
vera minni en í nærhlutanum þar sem fæðueiningarnar
eru meltar og frásogaðar á leið sinni um smágirnið. Til
þess að minnka neikvæð fæðuáhrif væri því e.t.v. hægt
að gefa lyf í hylkjum sem myndu losna á ákveðnum stað i
meltingarveginum til þess að hámarka aðgengi þeirra.
52
Læknaneminn