Læknaneminn - 01.04.2008, Blaðsíða 38

Læknaneminn - 01.04.2008, Blaðsíða 38
ekki lengur saman þessi fræðilega, rekstrarlega og faglega ábyrgð. Hans ákvörðun var sú að Háskólinn og spítalinn ættu að semja um það sín á milli hver aðkoma Háskólans að spítalanum væri. Þetta hefur því miður ekki gengið nógu vel þó nokkrir slíkir samningar hafi verið gerðir. Kennarar Læknadeildar hafa m.a.s. tvisvar sinnum fellt samninga sem Háskólinn og spítalinn voru búnir að gera vegna óánægju með starfsaðstöðu og fleira. Þetta er eitthvað sem við þurfum að laga til að verða almennilegur háskólaspítali. í raun og veru held ég að besta lausnin felist í því að annaðhvort eigi Háskólinn spítalann og reki hann líkt og við þekkjum frá Bandaríkjunum sums staðar eða þá að við snúum dæminu við og spítalinn fái háskólastatus og sjái sjálfur um klíníska námið. Núverandi togstreita á milli Háskólans og spítalans er mjög skaðleg að mínum dómi.“ Framundan hjá Þórði og ófarir í nemendaskrá HÍ Okkur lék forvitni á að vita hvað Þórður hyggst taka sér fyrir hendur nú þegar hann hefur minnkað við sig vinnu og nokkuð ljóst er að hann mun ekki sitja auðum höndum. „Ég hef t.d. verið að sýsla við spænsku og frönsku undanfarið" segir hann. Þórður skráði sig nýlega í spænskunám í Háskóla íslands en það gekk þó ekki vandræðalaust fyrir sig. „Ég fór á skrifstofu Háskólans og ætlaði að skrá mig en þá var mér sagt að Háskóli íslands hefði engar heimildir um það að ég væri stúdent. Ég sagðist nú hafa verið prófessor við Háskólann í 25 ár og spurði hvort það væri nú ekki líklegt að ég væri stúdent! Það var tekið fálega í það svo ég minnti á að ég hefði verið í læknadeild Háskóla íslands í sex eða sjö ár og þá væntanlega skráður í Háskólann. Því var þá til svarað að það hafi verið fyrir tölvuöld og ég yrði að útvega staðfestingu á stúdentsprófi frá skrifstofu Menntaskólans í Reykjavík. Mér þótti það undarlegt að Háskólinn ætlaðist til þess að Menntaskólinn geymdi svona gömul gögn en ætti þau ekki til sjálfur. Þetta endaði með því að ég hálfpartinn hrökklaðist út af skrifstofunni" segir Þórður hlæjandi. Að lokum leystust skráningarmálin þó farsællega og Þórður nemur nú spænsku af miklum móð. Spænskunám er þó langt frá því það eina sem Þórður hyggst taka sér fyrir hendur og áhugasviðið liggur víða. „Ég hef verið að skrifa minningar og það er eitthvað sem ég held að allir ættu að gera. Ekki endilega til þess að birta á prenti heldur fyrir fjölskylduna og afkomendurna. Flestum myndi þykja mikill fengur af því að eiga minningarbók eftir langömmu eða langafa. Ég hef mjög gaman af skáktafli, bókalestri, ferðalögum og sagnfræði. Einnig hlusta ég mikið á tónlist. Ég á einmitt að halda fyrirlestur um óperuna Húgenottarnir eftir Meyerbeer núna á sunnudaginn. Ég hef mikið yndi af Wagner og hef farið á óperuhátíðina í Bayreuth sjö sinnum. Eitthvað pínulítið hef ég líka sýslað við að teikna og glamra á píanó ef ég á að telja allt til. Þá mun ég halda áfram í 30% starfi hérna á spítalanum til að byrja með. Ég er með allstóra göngudeild og hef mjög gaman af því að hitta mína sjúklinga. Svo fer ég yfir tillögur að rannsóknarverkefnum sem unnin eru á spítalanum og snerta sjúklinga. Eftir yfirferð sendi ég tillögur til lækningaforstjóra um hvort það eigi að heimila rannsóknirnar eða ekki og þá með hvaða skilyrðum. Geysilega ánægjulegur starfstími Að lokum þegar Þórður lítur yfir farinn veg finnst honum ekki annað hægt en að minnast á samstarfsmenn sína. Hann segir það hættulegt að fara að nefna nöfn í þessu sambandi en lætur til leiðast. „Mínir samstarfsmenn hafa upp til hópa og nánast án undantekninga verið algjörir sæmdar- og hæfileikamenn. Árni Kristinsson er einn þeirra sem stendur þar upp úr sem nokkurs konar leiðtogi okkar yngri hjartalæknanna og sá maður sem innleiddi nútímann í hjartalæknisfræðinni á íslandi. Guðmundur Þorgeirsson hefur verið samstarfsmaður minn öll þessi ár og óþarft að lýsa hans frábæru mannkostum sem allir þekkja. Gunnar Sigurðsson í Fossvoginum er gamall vopnabróðir og vinur. Einnig Sigurður B. Þorsteinsson, smitsjúkdómalæknir, sem hefur verið vinur og samstarfsmaður minn bæði fyrr og síðar og er einhver mesti klíníker sem ég hef kynnst nokkurs staðar. Marga fleiri mætti nefna.“ Þórður segist aldrei hafa séð eftir því að hafa sótt um prófessorsstöðuna og fært sig um set yfir á Hringbrautina. „Þessi ár hafa verið geysilega ánægjulegur starfstími," segir hann að lokum. Það er við hæfi, nú þegar Þórður kveður vettvang kennslu við læknadeild, að færa honum bestu þakkir fyrir hönd þeirra fjölmörgu læknanema sem notið hafa góðs af hans leiðsögn fyrr og síðar. Reynsla er dýrmætur hlutur í margbrotinni veröld læknisfræðinnar. Ljóst er að hún verður ekki fengin úr bók og ekki með neinum fljótheitum heldur aðeins með ötulu starfi í ár og áratugi- Þess vegna er mikilvægt að leggja við hlustir þegar maður eins og Þórður, með glæsilegan feril, jafnt fræðilegan sem klínískan, og langa reynslu af stórnunarstörfum, miðlar af reynslu sinni til þeirra sem á eftir koma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.